Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 69
SKÍRNIR
EINFARAR OG UTANGARÐSMENN
67
manneskju. Hann hafði forsmáð það lögmál sem Kafka telur alla menn
bundna og má kannski orða í stystu og skýrustu máli með boðorðinu:
„Vertu maðurl"28
Óheilindi og sekt eru möguleikar sem fylgja mönnum alla
þeirra ævi. Lífið allt er stanslaust réttarhald, sérhvert andartak
er prófraun. Frá þessu sjónarhorni er tilvist mannsins á vissan
hátt, með orðum Goldstiickers, „fangalíf sem dauðinn einn get-
ur frelsað hann (þ.e. manninn) frá“.29
Sektartilfinningin er hjá Kafka afleiðing sjálfsdóms af þessu
tæi; maðurinn uppgötvar að hann hefur lifað innantómu og
óheilu lífi, að hann hefur forsmáð hið „manneskjulega" í sjálf-
um sér. Maðurinn getur ekki til lengdar skirrst ábyrgð á sjálfum
sér með því til dæmis að skjóta sér á bak við félagslegar aðstæð-
ur. Hann verður sjálfur að velja sitt líf.
Sektarhugtak Thors er öllu óljósara en hjá Kafka og jafnvel
mótsagnakennt á köflum. Yfirleitt virðist liann líta á sektina
sem veruleika mannsins, inntak lífsreynslunnar. Hún er ekki að-
eins sálræn fylgja ólieils lífs eins og hjá Kafka heldur kjarni til-
vistarlegs innsæis. „Sök“ mannsins er að vera till
í Maðurinn Kain er hið goðsögulega bróðurmorð látið vísa til
örlaga mannkyns sem um aldur og ævi er dæmt til að vera:
Eitthvað hefur gerzt sem dæmir hann nú til að vera um eilífð, hætta
aldrei að vera, geta aldrei horfið aftur, nú er hann mynd sem enginn sjór
fær nokkru sinni þurrkað út, yfir honum hvílir bölvun sem gerir hann að
hræðu svo allir fuglar hætta söng sínum og fljúga burt og koma aldrei,
aldrei aftur. (56)
Hann verður að arka um jarðskorpuna „úrvinda, friðlaus,
dæmdur og gengur áfram endalaust því hann hefur drepið, hann
er Kain“ (56).
Þessi sektartilfinning er samslungin samábyrgðarkennd sem
birtist hvað skýrast í Kvikmynd úr stríðinu. Þar er styrjöldin
sögð vera glæpur „sem allir voru sekir um, saurgun blóðsins;
hendur okkar allra, alls mannkynsins, eru ataðar blóði bræðra
okkar, allir eigum við Kainsheitið, allir eru bölvaðir í stríði"
(64). Þess má minnast að Sartre álítur „samábyrgðina" vera