Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 154
152 JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON SKÍRNIR
menningi. Ég hygg, að það sé oftast fyrst i þessari endursköpun góðra sögu-
manna, að þjóðsagan fær á sig listrænt snið.22
Þjóðsögur og sagnir23 er algengt heiti á íslenskum þjóðsagna-
söfnum síðari tíma. Það er vel valið og spannar oftast til nokk-
urrar hlítar það efni sem söfnin hafa að geyma. Þetta heiti gef-
ur einnig til kynna sama grundvallargreinarmun og Stith
Thompson og Linda Dégh hafa vakið athygli á og minnst var
á í upphafi þessarar ritgerðar. Þjóðsagan tekur til þess sem á
útlendum málum er nefnt „folktale", „Márchen“, „folksaga"
eða „eventyr“, en sögnin samsvarar hins vegar „legend “, „ság-
en“, „sagn“ og fleiri slíkum heitum sem skírskota til veruleik-
ans og raunverulegra atburða.
í þjóðsagnasöfnum, innlendum sem erlendum, er áberandi
hve miklu fyrirferðarmeiri sagnirnar eru en þjóðsögurnar. Hér
ber það m. a. til, að þjóðsagan gerði miklu meiri kröfur til flytj-
enda sinna en sögnin. Sérstakt liæfileikafólk, svonefndir sagna-
þulir eða sagnaþulur, var þess eitt umkomið að segja þjóðsögu
svo vel færi, eins og Símon Jóh. Ágústsson lýsti svo vel. Sögninni
gat hins vegar hver sem var komið áleiðis. Þegar bændasamfé-
lagið var úr sögunni með öllum þeim menningarfyrirbærum
sem því fylgdu, þá var einnig blómaskeið sagnaþulanna og þjóð-
sagnanna á enda. Sagnirnar héldu hins vegar velli og lifa góðu
lífi víða enn þann dag í dag.
Eins og fram hefur komið hér að framan, þá hafa þjóðsagna-
fræðingar nokkuð lagt sig eftir að skilgreina þjóðsögu annars
vegar og sögn hins vegar. Einn helsti forvígismaður þjóðsagna-
rannsókna á Norðurlöndum, Carl Wilhelm von Sydow, kemst
þannig að orði, er hann dregur fram greinarmun sagnar og þjóð-
sögu: „Sögnin gerir kröfu til að vera frásögn raunverulegra at-
burða sem oft er rennt stoðum undir með því að tilgreina stað-
inn þar sem atburðurinn hefur átt sér stað og nefna nöfn þeirra
manna er koma við sögu eða draga fram aðrar sannanir. Þjóð-
sagan hefur hins vegar það meginmarkmið að skemmta áheyr-
endum sínum með skoplegum og skemmtilegum frásögnum, án
þess að spyrja hvort þær séu sannar eða lognar. Þjóðsagan neín-
ir því að staðaldri hvorki staðanöfn né manna. Atburðarásin
sjálf er það eina sem hún lætur sig varða. Af þessum mismun