Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 166
164
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
Eftir að Andersson og Harris gerðu sínar athuganir, liefur
Lars Lönnroth fjallað um þessi frásagnarmynstur í bók sinni
um Njáls söguJ í umfjöllun hans kemur í fyrsta lagi fram, að
ófriðarmynstrinu er fremur fylgt í einstökum hlutum íslendinga
sagna en í heildarformgerð sagnanna. í annan stað er greinilegt,
að ekki er aðeins farið eftir ferðamynstrinu í íslendinga þáttum,
heldur einnig í utanferðafrásögnum íslendinga sagna.8 Þessi
frásagnarmynstur renna því ekki stoðum undir venjubundna
flokkaskiptingu fornsagna, eins og Andersson og Harris ætluðu.
En greining þessara mynstra eykur skilning á efnisvali og efnis-
meðferð sagnanna.
Jafnframt þarf að gera sér grein fyrir, að liðirnir í mynstrun-
um eru ekki allir jafnnauðsynlegir. Þannig er eiginlega aðeins
annar liðurinn 1 ófriðarmynstrinu nauðsynlegur, þ. e. kynning
á ágreiningsefninu, en hinir liðirnir valfrjálsir í frásögn. And-
stæðingarnir geta t. d. hafa verið nefndir til sögunnar fyrr, og
deilan getur verið leyst án átaka. Á sama hátt er aðeins unnt
að líta á sjálfa brottferðina frá íslandi sem nauðsynlegan lið í
ferðamynstrinu, því að stundum ferst hetjan í hafi. Á hinn bóg-
inn er vanalegast, að fjallað sé ítarlegast um höfuðátökin í frá-
sögn eftir ófriðarmynstrinu, þ. e. fjórða lið frásagnarinnar, og
um komu söguhetjunnar til hirðarinnar í frásögn eftir ferða-
mynstrinu, þ. e. þriðja lið.
Sögurnar í Sturlungu eru um einstaklinga, deilur þeirra og
vígaferli rétt eins og íslendinga sögur. Það er þess vegna ekki
úr vegi að athuga, hvort frásagnir þeirra yfirleitt fylgi sömu
mynstrum og frásagnir íslendinga sagna. En það yrði umfangs-
mikil rannsókn. Hún verður ekki gerð liér, heldur látið nægja
að athuga Þorgils sögu skarða.
III
Það er að sjálfsögðu vissum erfiðleikum bundið að rannsaka
formgerð Þorgils sögu, af því að hún er ekki varðveitt í heild.
Þó má fara nærri um, hvernig sagan var sett saman, því að eðli-
legt er að álykta, að sérstaka sagan hafi ekki verið eins ítarleg
og íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar, þar sem frásagnir úr
þeirri sögu fleyga Þorgils sögu í Sturlungu. Þetta eru aðallega