Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 228

Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 228
226 PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKÍRNIR barnið gegn heimsins illsku og þeim sem lýsa bernsku fyrr og síðar sem upploginni sælu sem aldrei getur orðið nema i sjálfsblekkingu miðaldra rit- höfunda. Silja er hispurslaus kona og forðast allan læðupokahátt í skrifum. Hún er að tjá skoðanir sínar á bókmenntum í bland við lífsafstöðu sína. Hún er sósíalisti af íslenska skólanum — þýðir „socialism" úr sænsku sem „róttækni". Þrátt fyrir þessa lífsafstöðu stafar frá henni borgaralegu um- burðarlyndi. Hún vill að bamabækur skoði heim allra stétta, þó hún meti mest bækur sem segja frá börnum úr stétt launamanna. Hún er skotin í upplýsingarmönnum átjándu og nítjándu aldar og telur raunsæju ungl- ingaskáldsöguna hápunkt í sköpun barnabóka hér, það eru rit Stefáns Jóns- sonar, Ragnheiðar og Margrétar Jónsdætra. Borgaralegar þroskasögur þess- ara höfunda telur hún mestar að listrænum gæðum og göfgandi innihaldi í barnabókmenntum okkar. Mörgum kann að þykja nóg um persónulegar skoðanir Silju. Rit hennar er ekki skrifað af því klórþvegna hlutleysi sem boðað er í nafni vísinda, þessu skálkaskjóli sem höfundar hanga svo oft í. Hvergi kemur þetta betur í ljós en þegar hún reynir að tengja ritun barnabóka samfélagsþróun. Hún vísar hvergi til neinna rita um þau mál. Sú söguþróun sem hún rekur í verkinu, bæði af félagsmálum, efnahag og menningarlífi, er hennar eigin upplifun og túlkun. Henni þykir „/.../ barnabókmenntirnar fylgja sögu og þróun íslensks samfélags vel og fylla út í þá mynd sem við höfum af því annars staðar að.“ (15) Vitaskuld er margt umdeilanlegt af skoðunum henn- ar, lesandi getur fundið endalaust að þeim, en það er ekki aðalatriðið. Mestu skiptir að höfundur skuli hafa þorað að skrifa rit sitt á þennan hispurslausa og persónulega hátt. Bókinni skiptir Silja í tólf hluta og eru þeir mjög misstórir. í hverjum hluta gerir hún grein fyrir deild barnabóka sem flokkast í senn af efnisþátt- um og stíl og stillir þeim i tímaröð. Flestar deildirnar eru sundurslitnar í tímans rás, margar eiga sér sögu allt frá aldamótum til okkar tíma. í upp- hafi gerir Silja grein fyrir efninu, niðurskipan ritsins og úrvinnslu. Annar hluti rekur sögu barnabóka á vesturlöndum í grófum dráttum, en sá þriðji rekur útgáfu barnaefnis hérlendis til loka nítjándu aldar. Þessir þrír hlutar eru inngangur, lýsa þeim ólíku þjóðfélagslegu aðstæðum sem eru á megin- landinu og í hjálendunni. Silja rekur á greinargóðan hátt uppkomu borg- aralegra barnabókmennta í Evrópu og innflutning þeirra hingað þar sem viðtökuskilyrðin eru erfið, bæði vegna þess að innlend framleiðsla á bók- menntum var börnum nóg og eins vegna þess að hið aðflutta efni var mjög á skjön við hugmyndaheim landsmanna. Barnabækur nítjándu aldar voru fjarri íslenskum veruleika, enda vitna margar heimildir að lesefni barna hér hafi langt yfir aldamótin verið af þjóð- legum stofni, fornaldar og riddarasögur, íslendinga og lygisögur. Innlendur skáldskapur átti greiða leið að börnum og unglingum. Þvx skyldu menn var- ast að taka yfirlit Silju um þennan tíma eitt til vitnis um lesefni barna. Þau lásu svo margt annað. Það er löngu seinna að markaður hefur þróast svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.