Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 226
224
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
SKÍRNIR
það. En tilgangur hennar er annar og meiri. „/. . ./ það er skylda hverrar
kynslóðar að bjóða börnum sínum að lesa allt það besta sem gengnar kyn-
slóðir hafa skrifað handa þeim um leið og hún skrifar nýjar bækur sjálf." (9)
Svo farast henni orð í I. hluta — Til hvers er þessi bók?
Bók Silju er áminning. Hún getur komið öllum til góða, almennir lesend-
ur ættu að hafa nokkurt gaman af endurfundum við bókmenntir æskuáranna,
þeir sem snobba fyrir bókmenntasögu verða að eiga þessa bók. Skólayfirvöld
ættu ekki að láta það tækifæri sem hér býðst ónotað — allt í kringum okkur
er verið að flétta saman ungt og gamalt lesefni barna við kennslu — hér gefst
tækifæri til að tengja þennan þátt menningar okkar við skólastarfið. Bók-
menntirnar eru upplýsingabanki og úr honum má draga margt sem lífgað
getur skólastarfið. Þannig geta börn lært að vega og meta eldri sem yngri bók-
menntaverk frá sínum sjónarhóli og um leið sína stöðu og það samfélag sem
þau eru sprottin úr, bæði í fortíð og nútíð.
Við fyrsta lestur Islenskra barnabóka kemur það lesanda mest á óvart hvað
mikið hefur verið ritað af skáldskap fyrir börn hér. Margir höfundar koma
við sögu, sumir aðeins einu sinni, aðrir oftar. Yfirlitið tekur til um sex hundr-
uð bóka. Meginþungi útgáfunnar er á síðustu áratugum. Islensk börn voru
og eru alin á þýddum bókmenntum. Innlend framleiðsla nærir þau ekki
nema að litlu. Allt síðan I stríðslok hafa erlendar bækur verið yfirgnæfandi
á barnabókamarkaði hérlendis. Hlutfallið hefur lengst af verið ein innlend
bók á móti fjórum erlendum, oft hefur hlutur innlendrar framleiðslu verið
minni. Þegar slíkar staðreyndir blasa við er auðvelt að láta sig berast á
vængjum þjóðernishræðslu — en vitum við annars nokkuð hvemig bók-
lestri þjóðarinnar er háttað og hvemig hún metur skáldskap sinn? Við vitum
með fullri vissu að mest af þessu þýdda efni er óttalegt drasl — spennubók-
menntir af ólíkustu gerðum. En hvernig meta börnin þessar bækur? Silja
gerir í riti sínu mikið úr áhrifamætti bókmennta af þessu tagi — ofmetur
hann trúi ég. En mikið væri fróðlegt í kjölfar þessa sögulega rits að við
eignuðumst í fyrsta sinni vandaða könnun um lestrarhætti barna. Dr.
Símon Jóh. Ágústsson gerði slíka könnun á árunum 1962 til 1964. Hún
var ekki birt fyrr en löngu síðar, 1972 og 1976. Niðurstaða hans var sú að
lesefni barna á þeim árum væri að mestu þýtt. Ef aðeins voru teknar vin-
sælustu bækur meðal barnanna voru þýðingar 85%. Athuga verður að
þetta var fyrir daga myndbanda og sjónvarps, kvikmyndaaðsókn var þá önn-
ur en nú, tímarnir hafa breyst. Því væri fróðlegt að hafa handbærar upp-
Iýsingar um lestrarsiði barna í dag. Það stendur bókaútgefendum næst að
sinna þessu verkefni. Þá væri auðveldara fyrir þá að spá í markaðinn . . .
Það er við lok stríðsins að bókaútgáfa hérlendis eykst úr öllu hófi. Eftir-
spurn skapast með auknum kaupmætti, samfélagshættirnir breytast við
stríðsgróðann og innlendir höfundar eru of fáir til að anna eftirspurn. Það
er því ofur eðlilegt að prentiðnaðurinn hafi gripið til þess bragðs að þýða
erlendar bókmenntir í stórum stfl. Svo fer að erlenda efnið nær yfirhöndinni,
innlendur skáldskapur verður ekki samkeppnisfær við innflutninginn,