Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 116
114 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
irrót ljóðanna í Dymbilvöku og Imbrudögum Hannesar Sigfús-
sonar og í Ljóðum Sigfúsar Daðasonar sem allar komu út á
miðju formbyltingarskeiðinu, árin 1949—51, einmitt á þeim tíma
sem Eysteinn Þorvaldsson telur að módernismi nái „öruggri fót-
festu í íslenskri ljóðagerð" (153). Til að prófa nánar slíka hug-
mynd hefði augljóslega verið tilvalið að beina rannsókn sérstak-
lega að þessum tilteknu bókum og þeim öðrum sem telja mætti
að ættu náskylt við þær í máli, stíl og hugmyndum. En það lætur
Eysteinn hjá líða sem fyrr var sagt.
Eitt höfuðkvæði Hannesar Sigfússonar, „Vetrarmyndir úr lífi
skálda“ í Sprekum á eldinn, 1961, felur í sér tilraun í máli og stíl,
hugmynda- og tilfinningalífi að ráða fram úr öngþveiti æskurit-
anna, yrkja sér hátt að lifa í heiminum sem ljóðin lýsa. Nefna
má í sömu veru úr bókum Sigfúsar kvæði eins og „Sakamaður“
(„Að baki þér ...“) úr Ljóðurn, bálkinn nrXIV: „Hvílíkar lygar,
hvílík óheilindi...“ úr Hendur og orð, 1959, eða þá lokaljóð
bókarinnar, „Um hjarta okkar þvert“, til marks um ólíkt horf
við liinum sama lífsvanda á ólíkum tíma og í ólíkum Ijóðum.
í síðastnefndu ljóðunum er eins og skáldið vilji stæla í sér hug
og dug til þátttöku í baráttu, stríði tímanna og hluttöku í lífi
aldarinnar. En í hans síðustu ljóðum, Fá ein Ijóð, 1977, er engu
líkara en frat sé gefið í baráttuna, og hluttekninguna, og treyst
á einkalegasta gildi máls og tilfinninga til uppihalds í heiminum.
Hvað um þróun Ijóðmáls og stíls og hugmynda innan módern-
ismans, frá æskuljóðum til fullorðinsaldurs atómskálda? Þótt
Eysteinn Þorvaldsson hafi allar bækur þeirra undir í riti sínu
(105—127) og raunar mörg önnur skáld og kvæði, er eins og ekk-
ert hafi gerst í ljóðum þeirra öll þessi þrjátíu ár sem þau taka til.
Öðrum atómskáldum er allt öðruvísi farið. Þegar litast er nú
á dögum um fyrstu bækur Stefáns Harðar Grímssonar, Einars
Braga, Jóns Óskars frá árunum 1946—53, fer þar ekki ýkja mikið
fyrir formbyltingunni. Man ég þó sjálfur vel hve nýstárlega ljóð
og þá ekki síður sögur Jóns Óskars komu fyrir á þessum árum í
tímaritum og síðan bókum, Mitt andlit og þitt, 1952, og Skrifað
i vindinn, 1953. Má vera að í órímuðum textum Einars Braga
í hans fyrstu bók, Eitt kvöld í júní, 1950 (einkum þáttunum „í
síldarþorpinu“, „Gatan") hafi örlað á einhverslags raunsæisstíl,