Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 223
SKÍRNIR
RITDÓMAR
221
fyrst og fremst áhugavert fróðleikskorn um vinnubrögð skáldsins og opinber-
nefnda til þingstaðarvalsins, heldur sé hér um hvatningarorð að ræða og
skáldið vilji jafnvel telja alþingismanninum hughvarf. Allt veltur þetta á
ttilkun orðanna „elta“ og „völ“. Enn virðist Hannes ekki gera ráð fyrir
mögulegri margræðni frá hendi skáldsins. Eftirtektarvert er að höfundur
minnist á listbragð það, í anda Heines, sem Jónas beitir í Leiðarljóði: „að
grípa í kvæðislok harkalega niður í strengina, rjúfa hinn ljóðræna flutning"
(236). í Skírnisgerð ritsmíðarinnar nefnir hann þetta rómantiska iróniu, en
hefur af einhverjum ástæðum fellt þá fullyrðingu úr seinni gerð greinar-
innar. í báðum tilfellum heldur Hannes því frarn að listbragð þetta valdi
„engum hvörfum í meginhugsun kvæðisins" frá hans sjónarmiði. Þetta er
undarleg afstaða; hví beitir skáldið svo áhrifamiklu listbragði (sem er aug-
ljóst afbrigði hinnar rómantísku íróníu er Jónasi var töm) og stuggar þann-
ig ómjúklega við lesandanum, ef lokalínurnar eiga í raun að vera í takt við
allt sem á undan hefur farið í kvæðinu og staðfesta „meginhugsun" þess? Ef
hér væri um hreint hvatningarljóð að ræða, hefði skáldið forðast hina marg-
vísandi túlkunarmöguleika í afgerandi niðurlagsorðum kvæðisins.
Það leiðir af framantöldu að nauðsyn ber til að fara frekari orðum um
rannsóknaraðferð Hannesar. Mörgum mun þykja að hér hafi verið tekin
harkaleg afstaða til verks höfundar. Slíkt byggist á því að um það hefur
ekki verið fjallað sem æviþætti af Jónasi Hallgrímssyni (sem slíkt er það
skemmtilegt og áhugavert), heldur sem tilraun til bókmenntalegrar rýni í
nokkur kvæða skáklsins. Hannes skrifaði bókina sem „ljóðlistarfræði" og sem
slíka hefur hann kappsamlega varið hana. I „Andsvörum" sínum (Dagbl.
3. 12. 1979) þvemeitar Hannes að hann notist við ævisögulega aðferð (þó
hann bæti reyndar við að í innsta eðli sé engin önnur aðferð til en einmitt
sú). Vera má að hann fylgi slíkri stefnu ekki kerfisbundið, en lokaorð hans
í greininni benda þó ótvírætt til grundvallarmarkmiðs ævisögulegrar aðferð-
ar:
. .. ég reyni að horfa úr átt Jónasar, ekki héðan, úr þessum tíma; mér
finnst meira um vert að vita hvað skáldið sjálft var að fara heldur en
hjala um það aftur og fram frá eigin brjósti — og eftir einhverjum
„nútíma“-leiðum.
Um afleiðingar þessa hefui verið fjallað hér að ofan; Hannesi verður taf-
samt í ævisagnafróðleiknum og frá þeim sjónarhóli er honum erfitt um bók-
inenntafræðilega umfjöllun.
Hannes leggur á það áherslu í sömu grein að niðurstöðurnar einar skipti
máli, „Ef þær eru réttar, voru aðferðimar við að finna þær líka réttar, og er
þá öldungis sama hvort einhver kallar þær gamlar eða nýjar." Ekki fær
undirritaður séð að höfundur fái varið sig með „réttum niðurstöðum". Nið-
urstöðurnar er oftast hvorki hægt að sanna né hrekja, en veigameiri er þó
sú staðreynd að niðurstöðurnar snerta í mörgum tilfellum hvorki bók-
menntalega stöðu verkanna né listgildi. Hannes kveður allt sem varðar Jónas