Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 147
SKÍRNIR
VEGNA MÁRÍUSÖGU
145
menníngar á herskáum tíma í Evrópu, þegar Kristur rómakeisari
var myndaður þar sem hann stóð í keisarakápu föstum fótum
á þartilgerðum fótstalli, festum utaná krossinn, og krýndur kór-
ónu herkonúnga.
Á 12tu öld hafa verið hér höfundar á Islandi sem tóku sér
fyrir hendur ýmist að safna semja eða ritstýra að sínum hætti
sögu heilagrar meyar, og mikil smiðvél var kristins dóms um
þær mundir og upphaldsafl mannúðarstefnu í heiminum. Sjón-
armiðið er okkur nútímamönnum að vísu fjarlægt; ýmsum finst
það óviðkunnanlegt. Eingu síður er hin guðlega kvenmynd þó
merki þess að forníslendíngar voru bornir uppi af alþjóðlegri
siðmenníngu síns tíma. Og bókin Máríusaga, sem samanstendur
einsog af mörgum hólfum, þar sem ekki er alténd innangeingt
úr einu í annað, er óumdeilanlega höfuðrit frá fyrsta blóma-
skeiði íslenskra bókmenta, samin áður en íslendíngasögur voru
byrjaðar; og ber þessi bók með sínum hætti fram yfirnáttúrlega
kvenmynd sem táknaði mildi drottins á vargöld og vígöld.
Ég kom ekki híngað til að setja á lángar tölur um Máríusögu
en aðeins til að nefna þetta rit á aðalfundi þessa lærða félags
í þeirri von að einhver fróður íslendíngur og góðgjarn maður
uppvekist til að kanna bókina í útgáfuskyni; ég stend jafnvel
í þeirri trú að ekki einir saman norðmenn, heldur einhver
hleypidómalaus landi okkar, kunni að finna sér renna blóðið
til skyldunnar gagnvart minníngarmerki frá einu höfuðtímabili
íslenskra bókmenta, öndvegisverki sem af annarlegum orsökum
hefur ekki átt uppá pallborðið hjá íslenskum fræðimönnum.
Ég vona að sú tíð nálgist að íslendíngum, sem stundum eru
þrúgaðir af sjálfbirgíngshætti samfara óþarflega sterkum sax-
neskum prótestantisma, megi auðnast að taka til handargagns
þetta merkilega íslenska rit frá því öldina á undan íslendínga-
sögum, og láta sér detta í hug að gefa út bókina á prent.
Einhver var kanski að halda að sú tíð væri liðin, að við
þættumst of góðir lúterstrúarmenn til að líta réttu auga höfuðrit
og sálarbækur íslenskra fornhöfunda frá tíma þegar íslendínga-
sögur voru enn hugur guðs. Má kalla gott dæmi þess, hvers
íslendíngar meta bókmentaheiður sinn fornan, að norðmenn,
sem sjálfir eignuðust þó ekki heimsbókmentir fyren á 19du öld,
10