Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 114
112 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
ar málfarslegu og bragformlegu og aðrar slíkar nýjungar sem
samkvæmt öllum skilgreiningum auðkenna módernar bókmennt-
ir: tjáningarhættir þeirra, hljóta að fela í sér hugmyndaleg eða
merkingarleg nýmæli: hið „nýja inntak" sem Eysteinn talar um.
Og þessi nýmæli og nýjungar á að mega rekja til okkar tíma sér-
staklega sem bókmenntirnar lesum og lifum tímana.
En þótt skilgreiningar séu á reiki er ekki þar með sagt að orðið
eða hugtakið sé merkingarlaust. Handhægt virðist að brúka orð-
ið módernismi sem samheiti eða safnheiti fyrir ýmislegar „ný-
stefnur" í bókmenntum (og listum) sem upp koma á fyrri liluta
þessarar aldar, mjög mis-snemma í ólíkum löndum, mál- og
menningarsvæðum og ganga þar misjafnlega fram. En allténd
eiga þær sammerkt í því að uppreisn þeirra gegn ríkjandi bók-
menntahefð, einatt einhverskonar realisma eða natúralisma, og
viðleitni til formlegrar endurnýjunar og nýsköpunar er sprottin
af hugmyndalegri þörf. Nauðsyn sína að láta uppi nýja lífsvit-
und, lífskilning, lífsreynslu af einhverju tagi sem ekki rúmaðist
lengur eða auðið var að gera fullnægjandi skil innan hinnar ríkj-
andi hefðar, eiga þá allar hinar módernu bókmenntir sameig-
inlega.
Og þá má auðvitað spyrja hver hún eiginlega sé, hin nýja
vitund og reynsla sem módernar bókmenntir eða módernismi í
bókmenntunum með einu móti eða öðru tjái. Þá er nú hætt við
að verði uppi ýmisleg svör. Eitt kunna þau þó að eiga saman, að
módernisminn fjalli um „áraun nútímans“ sem svo má kalla, til-
veruvanda í heimi sem glatað hefur hefðbundinni merkingu og
gildi sínu. Lífsfirring, gildiskreppa verða þá brátt lykilorð. Og
þessi „vandi nútíðar-mannsins", sem margir þekkja og hafa vitn-
að um, er í eðli sínu einstaklings-vandi, tilvistar-vandi og felur í
sér tortryggni um merkingu og gildi allra hluta, þar með sjálfs-
vitund skáldsins og hans eigin tilvist, og um gildi skáldskaparins
sjálfs. Af því leiðir aftur hugmyndir módernismans, og nýrýn-
innar, sem svo var eitt sinn nefnd, um sjálfstæði bókmenntanna
gagnvart veruleikanum. Úr brotum sinnar merkingarlausu til-
veru, hluttekningarlausri veröldinni, skapar skáldið sjálfgildan
merkingarheim í ljóði sínu — þótt efniviðurinn sem hann yrkir
sé um síðir sóttur til umheims og veruleika sem hann þar með