Skírnir - 01.01.1981, Síða 228
226
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
SKÍRNIR
barnið gegn heimsins illsku og þeim sem lýsa bernsku fyrr og síðar sem
upploginni sælu sem aldrei getur orðið nema i sjálfsblekkingu miðaldra rit-
höfunda. Silja er hispurslaus kona og forðast allan læðupokahátt í skrifum.
Hún er að tjá skoðanir sínar á bókmenntum í bland við lífsafstöðu sína.
Hún er sósíalisti af íslenska skólanum — þýðir „socialism" úr sænsku sem
„róttækni". Þrátt fyrir þessa lífsafstöðu stafar frá henni borgaralegu um-
burðarlyndi. Hún vill að bamabækur skoði heim allra stétta, þó hún meti
mest bækur sem segja frá börnum úr stétt launamanna. Hún er skotin í
upplýsingarmönnum átjándu og nítjándu aldar og telur raunsæju ungl-
ingaskáldsöguna hápunkt í sköpun barnabóka hér, það eru rit Stefáns Jóns-
sonar, Ragnheiðar og Margrétar Jónsdætra. Borgaralegar þroskasögur þess-
ara höfunda telur hún mestar að listrænum gæðum og göfgandi innihaldi í
barnabókmenntum okkar.
Mörgum kann að þykja nóg um persónulegar skoðanir Silju. Rit hennar
er ekki skrifað af því klórþvegna hlutleysi sem boðað er í nafni vísinda,
þessu skálkaskjóli sem höfundar hanga svo oft í. Hvergi kemur þetta betur
í ljós en þegar hún reynir að tengja ritun barnabóka samfélagsþróun. Hún
vísar hvergi til neinna rita um þau mál. Sú söguþróun sem hún rekur í
verkinu, bæði af félagsmálum, efnahag og menningarlífi, er hennar eigin
upplifun og túlkun. Henni þykir „/.../ barnabókmenntirnar fylgja sögu og
þróun íslensks samfélags vel og fylla út í þá mynd sem við höfum af því
annars staðar að.“ (15) Vitaskuld er margt umdeilanlegt af skoðunum henn-
ar, lesandi getur fundið endalaust að þeim, en það er ekki aðalatriðið. Mestu
skiptir að höfundur skuli hafa þorað að skrifa rit sitt á þennan hispurslausa
og persónulega hátt.
Bókinni skiptir Silja í tólf hluta og eru þeir mjög misstórir. í hverjum
hluta gerir hún grein fyrir deild barnabóka sem flokkast í senn af efnisþátt-
um og stíl og stillir þeim i tímaröð. Flestar deildirnar eru sundurslitnar í
tímans rás, margar eiga sér sögu allt frá aldamótum til okkar tíma. í upp-
hafi gerir Silja grein fyrir efninu, niðurskipan ritsins og úrvinnslu. Annar
hluti rekur sögu barnabóka á vesturlöndum í grófum dráttum, en sá þriðji
rekur útgáfu barnaefnis hérlendis til loka nítjándu aldar. Þessir þrír hlutar
eru inngangur, lýsa þeim ólíku þjóðfélagslegu aðstæðum sem eru á megin-
landinu og í hjálendunni. Silja rekur á greinargóðan hátt uppkomu borg-
aralegra barnabókmennta í Evrópu og innflutning þeirra hingað þar sem
viðtökuskilyrðin eru erfið, bæði vegna þess að innlend framleiðsla á bók-
menntum var börnum nóg og eins vegna þess að hið aðflutta efni var mjög á
skjön við hugmyndaheim landsmanna.
Barnabækur nítjándu aldar voru fjarri íslenskum veruleika, enda vitna
margar heimildir að lesefni barna hér hafi langt yfir aldamótin verið af þjóð-
legum stofni, fornaldar og riddarasögur, íslendinga og lygisögur. Innlendur
skáldskapur átti greiða leið að börnum og unglingum. Þvx skyldu menn var-
ast að taka yfirlit Silju um þennan tíma eitt til vitnis um lesefni barna. Þau
lásu svo margt annað. Það er löngu seinna að markaður hefur þróast svo