Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 40
290
HELGA KRESS
SKÍRNIR
gefendur augljóslega farið eftir útgáfu Matthíasar Þórðarsonar, án þess
að taka eftir leiðréttingu hans á blaðsíðubrengli á þeim stað þar sem
þessi ljóð eru prentuð.
40. Erindið minnir mjög á ljóðið „To Romance“ eftir Byron lávarð, þar
sem hann býður „adieu to childish joys“. Sjá Marlon Ross, Romantic-
ism and, Feminism, bls. 40.
41. „Konur hafa í allar þessar aldir þjónað eins og speglar sem eru gæddir
þeim töfrandi eiginleikum að stækka mynd karlmannsins um helming.
[...] Með þessu er að nokkru hægt að útskýra hve nauðsynlegar konur
eru oft körlum. Og það útskýrir hversu bágt þeir eiga með að þola að-
finnslur þeirra; hversu vonlaust það er fyrir þær að segja þeim að þessi
bók sé vond, þetta málverk ekki gott, eða hvað sem vera kann, án þess
að valda miklu meiri sársauka og vekja miklu meiri reiði en karlmaður
myndi gera með sömu aðfinnslum. Því að byrji hún að segja sannleik-
ann skreppur karlmaðurinn í speglinum saman.“ Virginia Woolf, Sér-
herbergi, bls. 52-53.
42. W.M. Senner bendir á það í riti um viðtökur þýskra bókmennta á
Islandi, að í þýðingum sínum á ljóðum eftir Schiller dragi Jónas Hall-
grímsson úr þjóðfélagsádeilu frumtextans og auki á fantasíu hans.
Þannig beri þýðingar hans fremur merki um tilraunir í skáldlegri fanta-
síu en að þær stefni að nákvæmum þýðingum. Ber Senner saman þýð-
ingu „systurinnar" á Meyjargráti í „Grasaferð“ og endurskoðaða gerð
Jónasar og sýnir fram á meiri fantasíu og frjálsari tök seinni gerðarinn-
ar. Jónasi hefur því þótt ástæða til að breyta kvennaljóðinu! The Re-
ception of German Literature in Iceland, 1775-1850. Amsterdamer
Publikationen zur Sprache und Literatur. Bd. 62. Utg. Cola Minis og
Arend Quak, Amsterdam 1985, bls. 113. Einnig ræðir Senner skáld-
skaparfræðina sem kemur fram í samtali systkinanna og leggur þar
ræðu systurinnar um bragarhætti í munn frændans! Hann segir: „the
first version of the translation was recited in the short story Grasaferð
by a young boy who accompanies his sister into the hills to gather
moss. Before the recitation, the author has the boy make a comment on
the use of meter in translation, which reiterates Jónas’s on the effect of
meter on the aesthetic character of poetry“ (bls. 113). Það er ekki að-
eins að hann láti strákinn fylgja systur sinni, þar sem það er ljóst af sög-
unni að það er hún sem er að fylgja honum, heldur lítur hann einnig á
hann sem gerandann í umræðunni. Getur sem sagt ekki hugsað sér að
kona tali máli Jónasar! Þannig leggur hann sitt af mörkum til að þagga
niður í konunni á sama hátt og fulltrúar bókmenntastofnunarinnar
hafa gert á undan honum. (Annað mál er að sú túlkun hans er vafasöm
að skoðanirnar sem koma fram um bragarhætti í „Grasaferð“ séu þær
sömu og Jónasar). Ekki getur hann þess heldur að Jónas lætur systur-
ina þýða ljóð Schillers, en tekur vandlega fram að strákurinn hafi flutt
það.