Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Síða 5

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Síða 5
vestíirska rRETTÁBLADtD „Senn nálgast jóla lífsglöð læti.“ Þessa hendingu gaf að líta á jólakorti, sem ég sá hérna um daginn. Ekki veit ég hvaðan hending þessi er runnin, en hún tjáir vel þær tilfinningar, sem eru ofarlega í huga á aðventutíð; eft- irvæntingu og tilhlökkun eftir jólunum, þessari björtu hátíð skammdegisins. Við sjáum þessa eftirvæntingu í augum barnanna þar sem þau nota nýfengna þekkingu í reikningslist til að telja hversu mörg af kertum aðventukransins hafi verið tendruð, eða þá til að lesa af hinu hægt brennandi aðventukerti, hversu margir dagar lifa enn af jólaföstu. Jólaalmanakið gefur einnig upplýsingar um þetta atriði, en oft vill það verða, að fleiri dagar eru „opnaðir“ og þar með taldir liðnir heldur en önnur almanök segja til um. Innihald jólaalmanaksins freistar lítilla handa, ef til vill ekki síst fyrir það að það er eins og forsmekkur jólanna sjálfra. Og hver dagur jólaföstunnar ber með sér ofur- htla jólagleði, þar sem er glaðningur í sokk eða skó í gluggasillu. Hinir fullorðnu hlakka einnig til jólanna, því að ilmur jólabernskunnar er sérstæður ilmur, sem á jólum kallar fram kærar minningar, og stundum á jólaföstu er eins og þessum ilmi liðinna jóla bregði fyrir og minni jafnt á þau sem og þau jól, sem framundan eru. Þó er ekki ólíklegt að þeir séu til, er kvíði jólunum. Jólaundirbúningurinn er tímafrekur og oft erfiður, það er í mörg horn að líta, og margt sem þarf að vera „búið“ þegar jólin ganga í garð. Og víst er um það, að á þessum jólum, ekki síður en á öðrum, verði mörg heimili, þar sem eru lítil efni til að standa undir kostnaðarsömu jólahaldi. Börnin verða að fá gjafir, sem standast samanburð við gjafir vinanna, og það er margt, sem þarf að „kaupa inn til jólanna.“ En þrátt fyrir allt búa jólin yfir þeim töframætti, að þá er þau ganga í garð er eins og áhyggjurnar hverfi um stund, og helgi þeirra ríki ein. Þá er allt erfiðið við undirbúning jólanna ekki unnið fyrir gýg. En hvenær ganga jólin í garð? Sjálfsagt er það einstak- lingsbundið. Ef til vill hefjast jól barnanna þegar þau opna jólapakkana sína. Jól sumra ganga í garð þegar lestur jólakveðja í útvarpi hefst, og jól enn annarra þá hringt er til helgra tíða á kvöldi aðfangadags. Og í hverju er helgi jólanna fólgin? Er hún fólgin í skrjáfi umbúðapappírs, þegar jólapakkarnir eru opn- aðir, í greniilmi jólatrésins, í samhringingu kirkju- klukknanna sem hringja inn helga hátíð? \ Vissulega er helgi jólanna fólgin í öllu þessu og fjöl- mörgu fleiru. Við þörfnumst alls þessa ytri umbúnaðar til að skynja boðskap jólanna. Jafnframt er þessi ytri umbúnaður tjáning á gleðinni yfir því, að okkur er frelsari fæddur. Því eru jólin hátíð „lífsglaðra láta.“ Nú hefur vísindamönnum tekist að sanna að sá kraftur, sem í efnisheiminum býr, sé aðeins einn, en ekki fleiri, eins og áður hafði verið talið. En að baki þessum eina krafti alheimsins býr annar kraftur, annað afl, og það miklum mun máttugra. Þetta afl er sá Guð er himnana skóp. Og þessi Guð er ekki ópersónulegt afl, eða lífs- kraftur, heldur góður og kærleiksríkur Guð, sem lætur sér annt um okkur öll. Það sem gerðist á hinum fyrstu jólum er tjáning á kærleika Guðs, kærleika, sem er svo mikill, að „hann gaf sinn einkason, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“ (Jóh. 3:16). Á hinum fyrstu jólum gerðist undur: Guð varð maður. Jesús Kristur er Immanúel, „Guð með okkur.“ Þetta er ástæða þess, að við fögnum á jólunum. En ef gleði jólanna, „lífsglöðu lætin“, eru ekki sprottin af þessari rót, þá er hætt við að sú gleði verði skammvinn. Því sú gleði, sem ekki á sér aðra rót en gamlar minningar og einhverja sérstaka „stemningu,“ hún fylgir okkur ekki út í strit hversdagsleikans, sem bíður að baki jól- anna. Slík gleði fylgir okkur ekki heldur inn fyrir dyr sjúkrahússins, þegar sjúkdóma ber að garði, og hún hverfur á braut þá er sorgin ber að dyrum. Fögnuður jólanna er sú vissa, að við eigum í Kristi frelsara, sem leysir okkur undan lífi í ótta og áhyggjum, og því er fögnuður jólanna ekki bundinn nokkrum björtum dögum í dimmu skammdegi, heldur fögnuður alls lífs okkar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.