Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Side 34

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Side 34
vestfirska 34 vestfirska TRETTABLADID Nokkrir Vestfirðingar svara spurningunni: Hvað er þér minnisstæðast af því sem gerðist á líðandi ári? Jón Guðm- undsson, Bæ, Reyk- hólasveit: Hið eindæma góða veðurfar Þegar ég lít aftur til þess árs sem senn kveður er mér einkum tvennt í huga. í það fyrsta vil ég þá nefna hið eindæma góða veðurfar sem ríkt hefur samfellt allt frá sumarkomu í apríl. Við sem munum góðu árin fyrir og eftir 1950 vorum held ég flest farin að halda að sú ár- gæska, sem þá ríkti ætti ekki eftir að endurtaka sig á okk- ar dögum. Það var þægileg og kær- komin tilbreyting frá stríði fjölmargra undanfarinna ára að geta nú á s.l. vori sleppt lambánum nýbornum út á grænan hagann og það var líka þægileg tilfinning að hafa á haustdögum í hlöðu metuppskeru góðra heyja. Kórónan á árgæsku þessa árs var svo haustið, sem svo hefur verið gott að vart verður um samjöfnuð að ræða. í annan stað er mér ofar- lega í huga sú aðför tveggja ríkisstofnana, Vegagerðar ríkisins og Náttúruverndar- ráðs, með fulltingi örfárra heimamanna, sem gerð var að atvinnurekstri okkar hjóna hér í Bæ, á sviði ferðamannaþjónustu. Það hlýtur að vera alvar- legt umhugsunarefni hverj- um frjálshuga manni í þessu landi, þegar svo er komið í okkar þjóðfélagi að litlir skrifborðskerfiskallar laun- aðir af almannafé skattborg- aranna, telja sig þess um- komna að reyna með öllum ráðum að drepa niður vísi að nýrri atvinnugrein í af- skekktu byggðarlagi eins og hér, og raunar hvar sem væri. Lára Helgadóttir, ísafiröi: Efst í huga vígsla slysavamar- hússins Árið 1984 er afskaplega merkilegt ár og minnisstætt fyrir margra hluta sakir, raunar erfitt að taka eitt fram yfir annað. Efst í huga mínum er þó vígsla Slysavarnahússins „Sigurðarbúðar“ á 50 ára tímamótum kvennadeildar- innar. Þar með eignuðust slysavarnadeildirnar hér í bænum þak yfir höfuðið, það var stórkostlegt að vera þátttakandi og vígslan var hápunkturinn, staðfesting á hverju hægt er að áorka ef samtakamáttur er fyrir hendi. Þá er hinn hörmulegi at- burður er m/b Hellisey sökk og 4 ungir skipverjar fórust og hið frækilega afrek Guð- laugs Friðþórssonar er hann barg lífi sínu með því að synda um 6 km vegalengd til Vestmannaeyja, ganga síðan berfættur langa leið yfir ap- alhraun til byggða. Ótrúlegt afrek en satt. Ekki má gleyma verkfalli prentara og opinberra starfsmanna. Afleiðingar þess, blaða- sjónvarps- og útvarpsleysi. Hvernig þjóðin einangraðist þegar skrúfað var fyrir allt upplýsinga- streymi í einu vetfangi, og það öryggisleysi sem af því leiddi. Það var lofsvert framtak þegar framtakssam- ir menn tóku neyðarréttinn í sínar hendur og hófu út- sendingar í ólöglegum út- varpsstöðvum, til að miðla fréttum til almennings. Sennilega fellur kjara- barátta fólksins í skugga umræðna um þau vandamál sem upp komu í þjóðfélag- inu meðan verkfallið stóð yfir. Þá vaknar spurningin: Eru verkföll í nútíma þjóðfélagi tímaskekkja? Var það kannski stór skyssa að veita opinberum starfs- mönnum verkfallsrétt? Úr heimsfréttunum er morðið á forsætisráðherra Indlands, Indiru Gandhi minnisstæðast og þær hörm- ungar sem fylgdu í kjölfarið á Indlandi. Sannaðist þar hið fornkveðna að ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Rúsínan í pylsuendanum, nýkomin er á markaðinn skáldsagan „Ekkert slor“ fyrsta bók ísfirðingsins Rún- ars Helga, gefin út af For- laginu og prentuð í Prent- stofunni ísrún hf. Ekki á hverjum degi sem slíkt gerist í þessum bæ. Ekkert slor það. Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri: Skammsýni stjórnenda i launa- pólitík Fyrst kemur upp í hugann skammsýni stjórnenda þjóð- arskútunnar viðvíkjandi launapólitíkinni og verkfall BSRB og allt sem því fylgdi. Það var fyrirsjáanlegt snemma á þessu ári að nauðsyn bar til að lagfæra launakjör hjá stórum hluta launþega, hvað sem tautaði og raulaði. Þrátt fyrir það gerðu stjómvöld nánast ekk- ert í málunum. Menn bundu nokkrar vonir við svokallaða sam- ráðsfundi ríkisstjórnar og launþegasamtaka sem hóf- ust fyrir nokkrum árum. Því miður virðist þetta ekkert hafa verið annað en nafnið tómt og hefur verið nánast nákvæmlega sama hverjir hafa verið yfirmenn á þjóð- arskútunni í þessu tilliti. Það eru gömlu lummumar upp aftur og aftur í samskiptum þessara aðila. Syndakvittun sú sem BSRB fékk í lok verk- fallsins kemur mörgum spánskt fyrir sjónir og má þá einnig nefna lögbrot ráð- herra í sambandi við út- varpsmálin. Sú stefna sem -----** 35 V estfirðingar! Munið hagstæðu kjörin hjá okkur Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.