Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Side 46

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Side 46
46 Þegar blaðamaður Vf. kom til Isafjarðar í sumar, sá hann að það var búið að byggja reisulegt hús á veginn inn í Skóg og vegur- inn hafði verið sveigð- ur til hliðar. Blaða- maður varð að vonum forvitinn um hvaða hús þetta væri. I ljós kom að þetta hét Bræðratunga og átti að verða þjálfunar- og þjónustumiðstöð fyrir fatlaða á Vestfjörðum. Til að forvitnast nánar um þessa starfsemi ákváðum við að spjalla við forstöðu- manninn, Sigurjón Inga Hilaríusson og byrjuðum við að spyrja um menntun hans. Ég er kennari og kenndi ein 20 ár í Kópavogi. Þá fór ég í framhaldsnám í sér- kennslufræðum í Kennara- háskólanum og síðan til Noregs og var þar í fjögur ár í námi og lauk þar embætt- isprófi í kennslufræði og uppeldisfræði. Nú, síðan kom ég heim og starfaði í hálft ár við að skipuleggja þjálfunarskóla ríkisins í Kópavogi, en var síðan kall- aður út aftur vegna þess að ég hafði lofað að starfa v-ið skóla úti í Noregi ef á þyrfti að halda. Sá skóli heitir Emma Hjorthskóli og er stærsti skóli fyrir þroska- hefta í Noregi. Þar hef ég unnið við kennslu og leið- beiningarstörf fyrir kennara og annað starfsfólk. — Hvað varð svo til þess að þú komst hingað til ísafjarð- ar? Ég er fæddur norður í Jökulfjörðum, á Hesteyri og ólst þar upp til 14 ára aldurs, en þá fluttist ég þaðan með fjölskyldu minni þar sem sú byggð var að leggjast í eyði vegna þess að þá hafði síld- arbræðslustöð sem Kveld- úlfur hafði rekið í mörg ár verið lögð niður og flutt að Krossanesi í Eyjafirði. Ég fluttist með foreldrum mín- um til Hnífsdals og síðan til ísafjarðar. Ég held að aðal- orsakir þess að ég kom aftur hingað hafi verið draumur- inn um æskuslóðirnar og svo það að ég hafði kynnst störf- um og hugsjónum Kristjáns Jónssonar, nú hafnsögu- manns, að málefnum van- gefinna. Hann hafði m.a. beðið mig að koma hingað til ísafjarðar þegar verið var að ræða það innan styrktarfé- lags vangefinna á Vestfjörð- um að hér þyrfti að byggja heimili fyrir vangefna. Ef allir í heim- inum væru að innræti eins og mongólítar, þá væru engar styrjaldir til Sigurjón Ingi Hilaríusson, forstöðumaður Bræðratungu, þjálfunar- og þjónustumiðstöðvar fyrir fatlaða, tekinn tali um málefni vangefinna og fleira. Hvenær var það svo sem þú kemur hingað til að starfa í Bræðratungu? Það var í febrúar síðast- liðnum þegar bygging Bræðratungu var komin töluvert áleiðis og ég bjó þá í Bræðratungu, meðan verið var að byggja og mála og ganga frá húsinu. VERKEFNI SVÆÐIS- STJÓRNAR UM MÁL- EFNI FATLAÐRA — Hvert er verkefni svæðis- stjórnarinnar? Það er að sjá um málefni fatlaðra á á öllum Vestfjörð- um og vera málsvari þeirra í einu og öllu. Það er ekki lítið verkefni og það hlýtur að þurfa að ræða bæði fag og viðhorf til þessara mála. Ég veit að þarna er ágætisfólk innan um sem vill vel, en einhverra hluta vegna þá brýst það ekki út úr skelinni og gerir það verk sem það á að gera, hvað sem veldur. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra þarf að breyta al- gerlega um stefnu í þessum málum ef að á að nást sá ár- angur sem þarf að nást í málum vangefinna og þeirra vssttirska rRETTABLADID Bræðratunga og Tunga. Séð frá Skíðavegi. sem fatlaðir eru. Dæmi um vinnubrögð svæðisstjórnar er að þar má ekki ræða fag. Þegar við tölum um að ræða fag, þá á ég við að ræða fræðilega um hlutina. Ég er t.d. aldrei boðaður á fundi. Aldrei. Ég var boðaður á einn fund, þegar sýnt var að ég ætlaði að hætta, ég var boðaður á fyrstu tvo eða þrjá fundina og síðan ekki meir. Mín þekking, reynsla og viðhorf eru sjálfsagt ekki sú hugmyndafræði sem sumir svæðisstjórnarmenn kunna að meta. Það lofar ekki góðu þegar maður með margra ára háskólamenntun og starfsreynslu í faginu má ekki einu sinni sitja fundi þar sem þessi mál eru til um- fjöllunar. — Heldurðu að ennþá séu þau sjónarmið ríkjandi að vangefna eigi að loka inni á stofnunum, þar sem þeir eru hafðir í geymslu og farið vel með þá, frekar en að það eigi að hjálpa þeim að bjarga sér í mannlegu samfélagi? Já, þetta sjónarmið er ennþá ríkjandi, en ég held að það sé ekki ríkjandi hjá þeim sem sitja í Svæðisstjórn, en almennt séð þá held ég að þetta viðhorf sé allt, allt of mikið ríkjandi. Við skulum hafa það í huga að þessir einstaklingar sem við köllum vangefna, sem er einn ang- inn af þeim sem við köllum fatlaða, að þetta eru engir aumingjar. Þetta eru ein- staklingar sem eiga meiri hjartahlýju og manneskju- legra viðmót en fjöldinn. Ég tel mig í hópi þeirra manna sem tala máli þessara einstaklinga, en það er oft vanþakklátt og misskilið þegar menn ætla að tala máli þessara einstaklinga sem geta ekki talað máli sínu sjálfir. Þá er eins og fólk misskilji hlutina og haldi að maður sé að gera kröfur fyrir sig, en það er ekki. Heldur er verið að gera þá sjálfsögðu kröfu að þessir einstaklingar sem að hafa hlotið þann dóm að vera vangefnir eða fatl- aðir, hvort sem það er lík- amlega eða andlega, að þeir séu virtir sem samfélags- þegnar. Einstaklingar með hvatir og þarfir eins og aðrir. EINN DAGUR I BRÆÐRATUNGU — Geturðu kannski sagt mér hvernig einn dagur í lífi heimilismanna í Bræðra- tungu gengur fyrir sig? Ef við tökum einn dag fyrir þá fara flestir á fætur klukkan 8 og þá byrjar hin raunverulega þjálfun, vegna þess að sumir þurfa þjálfun í að klæða sig, þurfa þjálfun í

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.