Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Side 52

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Side 52
vestfirska 1 52_______________________ umbjóðendum félagsins Industrial & Maritime Rigg- ers. Sölulaun af þessum við- skiptum voru nýtt til kaupa á veiðarfærum og styrkti þetta mjög stöðu félagsins og hjálpaði til að koma því yfir erfiðleika fyrri ára. Rekstrarhagnaður þetta ár er G.kr. 301.000.00 og höf- uðstóll félagsins orðinn já- kvæður um G. kr. 210.000.00 Á árinu flutti félagið í nýtt skrifstofuhúsnæði, sem Sandfell hafði látið innrétta í suðurenda húseignar Vestra hf. ÁR 1971 Veiðarfærasala beindist á- fram að þjónustu við tog- veiðar og línuveiðar. Á haustmánuðum voru sem á fyrra ári tíðar siglingar vest- firskra togskipa á Bretlands- markað. Hélt félagið því á- fram sölum til skipanna með líkum hætti og á fyrra ári. Bogi Þórðarson fyrsti for- maður félagsins baðst undan endurkjöri í stjórnina og var Jakob Helgason, Patreksfirði kosinn í stjómina í hans stað. Matthías Bjamason var kos- inn formaður félagsins. Árið 1971 tekst að ljúka greiðslu allra gamalla skulda félagsins erlendis. Hafði japanska fyrirtækið Beisei Trading Company beðið eftir greiðslu gjaldfall- inna víxla frá árinu 1966. Telja má víst, að sú velvild, sem þeir sýndu félaginu hafi _____Kaupfélag ísfirðinga_ VEFNAÐARVÖRU- OG BÚSÁHALDADEILD Mikið úrval af allskonar fata-, gardínu- og rúm- fataefnum. Dúkar í öllum stærðum og gerðum. Handklæðasett, rúmfatasett, dagatöl, svuntur, grillhanskar. Pottar og pönnur úr stáli og teflon. Kaffi- og mat- arstell átilboðsverði. Hvít, rauð og svört hnífapör. Nýjar vörur f 'á Villeroy & Bc ch Kertastjakar í miklu úrval og olíuljós Sælkeralínan frá Glit og Hrfm matar- og kaffistell Emeleraðar frá Arabia skálar Aristo — Arabia Nýit frá Kertastjakar og krónur úr smfðajárni Handunnin kleinuhjól úr kopar Matar- og kaffistell Kristalsglös ráðið úrslitum um framtíð þess. ÁR 1972 Litlar breytingar eru á starfsemi félagsins þetta ár. Hluti viðskiptanna flyst frá Bretlandi yfir til Danmerkur. Á það einkum við um stál- víra. í matvöru verður nokkur aukning á sykurinnflutningi frá Bretlandi og Finnlandi. Rögnvaldur Sigurðsson biðst undan endurkjöri í stjómina. í hans stað er Páll Andreasson kosinn í stjórn- ina. ÁR 1973 Á árinu 1973 verða kafla- skipti í útgerðarsögu Vest- firðinga. Samið hafði verið árið áður um smíði sex nýrra 400 — 500 tonna skuttogara fyrir Vestfirðinga. Eitt þess- ara skipa er smíðað í Japan en fimm í Flekkefjord í Noregi. Þar er einnig smíðað eitt skip fyrir Dalvíkinga. Norskbyggðu skipin Júlíus Geirmundsson, Guðbjartur, og Guðbjörg frá Isafirði. Bessi frá Súðavík, Björgvin frá Dalvík, Framnes I frá Þingeyri eru afhent á einu og hálfu ári frá áramótum 1972/73 til apríl 1974, en þá var síðasta skipið Guðbjörg ís afhent. Páll Pálsson frá Hnífsdal kemur í ársbyrjun 1973. Félagið útvegaði þess- um skipum búnað, sem var afgreiddur frá Bretlandi, Vestur-Þýskalandi og Noregi til skipasmíðastöðvarinnar í Flekkefjord. rRETTABLADID Þetta ár tekur félagið að sér söluumboð fyrir fyrir- tækið Hermann Engel & Co. í Bremerhaven, sem er stærsti og þekktasti fram- leiðandi flot- eða miðsjávar- varpa í heiminum í dag. Hefur samstarfið við þetta þýska fyrirtæki verið með afbrigðum gott. Hafa flot- vörpur fyrirtækisins getið sér mjög gott orð í íslenska tog- araflotanum, og eru þær ráðandi á markaðnum í dag. Fyrirtækið tekur þetta ár einnig að sér söluumboð fyrir norska fyrirtækið Berg- ens Mekaniske Verksteder, sem framleiðir toghlera, sem voru mjög útbreiddir á fyrstu árum skuttogaranna. Árið 1973 markar upphaf uppgangstíma fyrir félagið. Veiðarfærasala vex um 28 af hundraði að raungildi. Mat- vörusalan vex nokkru hægar eða um 16 af hundraði. Um- boðslaun gera betur en tvö- faldast þetta ár. ÁR 1974 Starfsemin er með líkum hætti og á fyrra ári. Vöxtur veiðarfærasölu er nokkru hægari eða um 12 af hundr- aði, en matvörusalan vex um 23 af hundraði. í matvörunni hefur verið bætt við ýmsum þekktum vörumerkjum t.a.m. Maggi súpum frá Nestlé í Sviss, Serla pappírsvörum frá Finnlandi og Lux hreinlæt- isvörum frá Unilever í Bret- landi. Einnig er hafinn inn- flutningur ferskra ávaxta — epla og appelsína frá Am- eríku, Frakklandi og ísrael. er húðunarefni fyrir vélar Efnið er sett saman við smurolíuna þegar ný olía er sett á vélina. Efnið blandast olíunni, hreinsar vélina og húðar alla slitfleti með teflon-húð, sem ver vélina gegn frekara sliti. Efnið gerir ekki gamlar vélar nýjar, heldur varðveitir það ástand vélarinnar sem hún er í, þegar efnið er sett á. Efnið er á vélinni 5000 km akstur. Þegar skipt er um olíu er efnið eftir og hefur húðað vélina. SLICK 50 er notað aðeins einu sinni. Húð- unin endist 150.000 km akstur, eða tvöfald- ar lífaldur smærri bílvéla. Kostir SLICK 50 vélhúðunar eru: • Stóraukin ending vélar • Minni eldsneytiseyðsla • Aukin orka • Vélinbræðirekkiúrsér, þóolíanfariaf • Auðveldar gangsetningu, frost hefur engin áhrif á sleipni efnisins Efnið er notað aðeins einu sinni Söluumboð fyrir Vestfirði: Raf hf., ísafirði, sími 94-3279

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.