Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Síða 54

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1984, Síða 54
54___________ Iðunnarbækur Njóttu lífsins Ný saga ettlr Evi Bögenæs. Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir norska unglingasagnahöf- undinn Evi Bögenæs. Nefnist hún Njóttu lífsins. Margrét Jóns- dóttir þýddi. — Evi Bögenæs er kunnur og vinsæll höfundur í Noregi og víðar og allmargar sagna hehnar hafa áður verið þýddar á íslensku. Þær fjalla yf- irleitt um ungar stúlkur og svo er um þessa nýju sögu. Um efni hennar segir svo í kynningu for- lagsins: „Anna Elín er nítján ára. Hún býr yfir miklum tónlistar- hæfileikum og dreymir um að verða píanóleikari. Samt er hún óhamingjusöm. — Þá hittir hún Andrés, ungan og glæsilegan þilt. Hann hefur óbilandi trú á líf- inu þótt oft blási á móti og ætlar sér að vinna hug Önnu Elínar. En Andrés býr við kröpp kjör og önnu Elínu dreymir um að njóta lífsins lystisemda sem hún hefur farið á mis við í uppvextinum. Haraldur, ungur læknanemi, hefur hins vegar allt að bjóða Viðbjóðimþ& hM í félagi sem lætur Fjárfestingarfélag íslands hf. býður þér að gerast hluthafi í félaginu, og um leið hluthafi í eflingu og fjármögnun nýrra atvinnugreina. • Hafbeit, leigukaup og laxaútflutningur Með hlutabréfi í Fjárfestingarfélaginu eflir þú eigin hag um leið og þú eflir hag þjóð- arinnar allrar. Hlutabréfið gefur þér t.d. hlutdeild í uppbyggingu hafbeitar- stöðvar á Vatnsleysuströnd, laxaút- flutningi, leigukaupastarfsemi á vélum og tækjum til atvinnulífsins, og verðbréfamarkaði í þágu ein- staklinga og atvinnufýrirtækja. • Skattalækkun möguleg í boði eru eitt, tíu og hundrað þúsund króna hlutabréf. Bréfin eru gefin út á nafn kaupandans, sem getur notað þau til skattalækkunar skv. lögum nr. 9/1984. • Einstakt tækifæri Hringið í síma (91) 28466 og ræðið við fulltrúa Fjárfestingarfél- agsins um kaup á hlutabréfum. Hér er um að ræða tækifæri, sem á ekki eftir að gefast aftur í bráð. FJÁRFESTINGARFÉLAG (SIANDS HF Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík. Sími 2 84 66 vesttirska rRETTABLADID henni sem hugurinn girnist. En hvaða máli skipta öll auðæfi heimsins, ef ástina vantar?“ Kápumynd á Njóttu lífsins gerði Brian Pilkington. Bókin er 158 blaðsíður. Oddi prentaði. Heimildaþættir Vandaðir heimildaþættir eftir Hannes Pétursson Iðunn hefur sent frá sér ,,Mis- skipt er manna láni“ annað bindi heimildaþátta Hannesar Péturs- sonar. „Misskipt er manna láni“ er dæmi um hina vönduðustu gerð heimildaþátta nú á dögum. Sögusviðið er skagfirskt, en efniviður fjölbreytilegur. „Andlit augnalaust" segir frá Jóni nokkrum Jónssyni sem lengi lifði blindur í Lýtingsstaðahreppi. Hann var „Dalkotsstrákurinn sem varð aö þeim Jóni godda sem síðar iðkaði forneskju, eign- I I HANNES PÉTURSSON MISSKIPT MANNA LÁNI IÐUNN aðist rúnaskræöur og kaupslag- aði við Andskotann" og hann hirti úr Jóni augun að síðustu. Þetta er skemmtileg dæmisaga um það hvernig þjóðsagan spinnur þræði sína um nafn- kennda menn. — Sögubrot af Eyjólfum tveim" segir meöal annars frá hörmulegum atburð- um í Vindheimum þar sem ungur maður veill á geði lét lífið með voveiflegum hætti 1885. — „Jakobsævi myllusmiðs“ bregð- ur upp eftirminnilegri mynd af næsta sérstæðum manni á ofan- verðri nítjándi öld sem fór um byggðir Skagafjarðar, smiður á tré, járn og stein, nefndur Myllu- Kobbi af því að hann setti upp vatnsmyllur á bæjum. — „Þúfnakollar og bögur“ greinir frá hagyrðingnum Einari á Reykjarhóli, gæflyndum búand- manni sem með vísum sínum brást við atvikum hversdagslífs- ins heima og heiman og tókst þar „að spegla svo vel sinn alþýð- lega mann í réttu umhverfi, að þar býr mynd hans Ijóslifandi.“ Þættir Hannesar Péturssonar standast með prýði þær kröfur sem vandfýsnir lesendur gera til slíkra þátta. Þeir eru hvort- tveggja í senn, traustur fróðleik- ur og raunsannar lífsmyndir úr horfnu þjóðlífi — og hugtæk sagnaskemmtun. Bókin er prentuð í Odda.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.