Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 5

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 5
4 Sagnir 1999 Í þágu niðjanna – Framtíðarsýn Íslendinga á nítjándu öld1 Bragi Þ. Ólafsson Svo einkennilega vill til að fyrsta íslenska matreiðslubókin kom út um aldamótin 1800, á samatíma og þjóðin var að ná sér eftir þá miklu hungursneyð sem ríkti eftir móðuharðindin rúm-um fimmtán árum áður.2 Hungursneyðin var einungis einn þáttur af hörmungum móðuharð- indanna, sem leiddu til mikillar mannfækkunnar og búsifja. Til marks um áhrif þessara harðinda á þjóðlífið má benda á að biskupi landsins, Hannesi Finnssyni (1739-1796), þótti ástæða til að skrifa ítarlega ritgerð laust fyrir aldamótin 1800, þar sem rök voru færð fyrir því að þrátt fyrir undan- gengin hallæri gætu komandi tímar orðið þjóðinni betri.3 Þó að Hannes hafi reynt að efla dug og djörfung landa sinna með ritgerð sinni, mætti álykta að trú landsmanna á framtíðinni hafi verið dökk í upphafi nítjándu aldar. Þegar nánar er kannað má þó ætla að þá hafi viðhorf landsmanna til framtíðar verið gjörólíkt viðhorfi nútímamanna. Finna má rök fyrir því að þetta breytist þegar líður á öldina. Arfleifð átjándu aldar Þrátt fyrir að nítjánda öldin hafi oft verið kennd við tímabil þjóðfrelsisbaráttu og framfarahugar, má ekki gleyma því að næsti nágranni hennar, átj- ánda öldin, hefur borið mark stöðnunar og drunga.4 Einungis örfáir áratugir virðast skilja að annars vegar mesta niðurlægingarskeið í sögu þjóðarinnar, eins og öldin hefur svo oft verið kennd við, og hins vegar upphaf þjóðfrelsisbaráttu á fyrri hluta nítjándu aldar.5 Aldamót merkja eng- in skil í hugarfarssögu, og þess vegna verður að taka tillit til aldafars átjándu aldar ef kanna á hug- arfar þeirrar nítjándu. Eitt einkenna gamla íslenska bændasamfélags- ins var áhættufælnin sem hafði töluverð áhrif á framkvæmdir og framfarir landsmanna á síðari hluta átjándu aldar.6 Í skugga lögmálskenndra hallæra lagði samfélagið áherslu á jafnvægi og stöðugleika, en flestar áhættusamar nýjungar voru látnar ósnertar, bæði á félagslegum og hagrænum sviðum.7 Deyfð gagnvart breytingum hafði lengi fylgt þjóðinni, en túlkun Jóns Eiríkssonar konfer- ensráðs (1728–1787) á orðum Páls Vídalíns lög- manns (1667–1727) í riti þeirra, Um viðreisn Ís- lands lýsir ágætlega þess háttar hugarfari. Í ritinu Reykjavík í upphafi tuttugustu aldar Þegar tuttugasta öldin gekk í garð voru mörg stór orð látin falla um framtíð lands og þjóðar. Mikið var rætt um eflingu þjóðarinnar og hvatt til framfara á öllum svið- um, svo að þjóðin myndi búa í sælutíð í framtíðinni. Trúin á framtíðina einkennd- ist þó oft af óskhyggju og jafnvel yfirborðslegri umræðu. Velta má vöngum yfir því hvort að þessi umræða hafi í raun höfðað jafnt til þjóðarinnar í heild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.