Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 7

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 7
6 Œ gu nijanna Sagnir 1999 Guðs: „Ecki einungis hefir Gud fastsett, hver vor lifskjor verda skyldu i framtidinni, heldur megum vér med undrun og hjartans þacklæti játa þad, hvorsu Guds fodurs hulda hond hefir i gégnum oss óþeckta vegi leidt oss til vorrar lucku ...“17 Svipuð hugsun kom einnig fram í persónulegum heimildum einstak- linga. Í bréfi sem Ragnheiður Þórar- insdóttir (1738–1819) skrifaði Sveini Pálssyni landlækni (1762–1840) árið 1790 segir: „... það er ágalli á landinu, að þó menn vilji eitthvað gott gjöra í því, verð- ur það annaðhvort að engu, eða það er niður drepið. Ætli guðs forsjón sé ekki í soddan hlutum?“18 Ragnheiður hefur augljóslega treyst á fyrirætlanir Guðs, því ári áður hafði hún skrifað Sveini og sagt frá andláti manns síns og sonar: Þetta tilfelli varð okkur öllum hart, ofan á það áður var skeð, og mun verða lengi í minni. En í sannleika tók guð minn hinn manninn í góðri tíð, því ég vildi fegin hann lifði ekki föður sinn í þessari skelfilegri vargaöld. En þá ég lít til hlutanna kann ég ekki annað en lofa minn góða guð fyrir öll sín verk, því hann sér alltíð betur fyrir en mennirnir sem von er, því hann er bæði alvitur og miskunnarríkastur.19 Varast ber að alhæfa út frá orðum Ragnheiðar, því auðmýkt gagnvart Guði var líklega hluti af formgerð bréfa kvenna á þessu tímabili.20 Engu að síður gefa bréfaskrif hennar til kynna trú á fyrirhyggju Guðs, sem virðist hafa ríkt sterkt á þessum tíma.21 Forlagatrú hefur eflaust einnig haft áhrif á hugmyndir fólks um framtíðina og valdið því að framtíðin væri einfald- lega talin manninum óviðkomandi.22 Trúin á forsjárhyggju Guðs hafði mikil áhrif fram eftir nítj- ándu öldinni bæði á opinberum og persónulegum vettvangi. Þannig kemur fram trú á guðlegri forsjón sögunnar í ritum Jóns Espólíns sýslumanns og sagnaritara (1769–1836) og séra Tómasar Sæmundssonar (1807–1841)23 á fyrri hluta aldarinn- ar, og svo seint sem árið 1887 skrifaði Guðmundur Davíðsson bóndi (1866„1942) í „hugsanabók“ sína: ...ef menn vissu frammi ókomna tíma þá myndu menn ekki gjöra ýmis legt, sem menn gjöra; það er því vel niður skip- að svo af herra forsjónarinnar, að enginn veit hvað næsta augnablik flytur honum; ef menn vissu fyrirfram forlög sín, þá - já, hvað þá? Þá myndi allt mannkyn jarðarinnar eyði- leggja sjálft sig, enginn vildi þá lifa lengur. Eng- inn vill mótgang; en nú er mestur hluti æfi vorrar eymd og mæða og þess myndi menn ekki vilja bíða. En sem betur fer er engum manni unnt að sjá inní frammtíðina. Reyndar fá menn stundum vitranir eins og t.d. Karl II en þessháttar kemur ekki fyrir nema einu sinni á mörgum öldum; skoða eg þess háttar vitranir eins og vísbending um að æðri vera stjórni rás við- burðanna, en að allt sem við ber sé ekki einhver hending.24 Auðvelt er að álykta að trú landsmanna á komandi tímum hafi verið dökk eftir móðu- harðindin 1783–1785, þrátt fyrir fyrrnefnda hvatningu Hannesar Finnssonar. En senni- lega gerði fólk sér ekki mjög skýra mynd af fjarlægri framtíð, þar sem líklegt er að það hafi lagt traust sitt á forsjá Guðs frekar en að spá sjálft fyrir um komandi tíma. Þannig var jafnvel álitið tilgangs- laust að leiða hugann að fjarlægri framtíð, því slíkt var á valdi Guðs, en ekki mannsins. Að forvitnast um þess háttar efni var andstætt boðskap kirkjunnar, enda forvitnin lærð af sjálfum fjandanum samkvæmt Jóni Vídalín.25 Fólk hafði líklega litla ástæðu til að líta til framtíðarinnar hvort sem er, þar sem íhaldssemi, deyfð, og áhættufælni gamla sveitasamfélagsins hefur eflaust haldið því að fólki að komandi tímar yrðu ekki frábrugðnir samtímanum á neinn hátt. Því gafst lítið tilefni til þess að ætla að framtíðin bæri nýjungar í skauti sér. Að þessu leyti má gera ráð fyrir að framtíðarsýn lands- manna hafi verið ólík viðhorfi nútímafólks sem oft gerir sér skýra mynd af fjarlægri framtíð.26 Þessi óvirka afstaða til framtíðarinnar virðist umhverfast með hugarfarsbreytingum á þjóðfélaginu sem kennd er við afhelgun (sekulariseringu). Afhelgun Þegar leið á nítjándu öldina, fóru margir að álíta að óhætt væri að gera sér mynd af fjarlægri framtíð; maðurinn hefði alla möguleika á því að búa sér til eigin framtíð, óháð forsjá æðri máttarvalda. Þessa þróun má ef til vill tengja breytingum á hugarfari þjóðarinnar á nítjándu öldinni, áhrifum upplýsingar- innar, bættum hag, undanhaldi áhættufælnarinnar, og þá af- helgun sem átti sér stað, þegar viðhorf fólks fór að færast frá trúnni á kenningum kirkjunnar yfir á vísindalegri grunn.27 Eins og Jón Ólafsson ritstjóri (1850–1916) sagði árið 1873: „Þannig er það nú löngu liðin sú tíð, að vér trúum bókstaflega því, að himin og jörð sé sköpuð á sex dögum eða að frá sköp- un veraldar sé ekki full 6000 ár; þvíað vér vitum nú, að jörð- in hefir verið fleiri þúsundir ára að mindast ...“28 Ólafur Dav- íðsson fræðimaður og þjóðsagnasafnari (1862–1903) hafði litla trú á tilvist og framtíðarforsjá Guðs, og árið 1882 velti hann jafnvel vöngum yfir því hvernig Reykjavík myndi vera Jón Ólafsson Jón Ólafsson var áberandi í íslensku þjóðlífi á síðari hluta 19. aldar. Hann var afkastamikill blaðamaður og óhræddur við að gagnrýna yfirvöld. Í merkri grein Jóns, „Stefna þess- ara tíma“ sem birtist í blaði hans, Göngu- Hrólfi árið 1873, má finna merki þess að trúin á vísindalega þekkingu hafi verið að togast á við kenningar kirkjunnar á þessum tíma. Slíkt hið sama var að gerast í samfélaginu, enda þjóðfé- lagið að gangast undir miklar þjóð- félagsbreytingar, og hlutverk kirkj- unnar að breytast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.