Sagnir - 01.06.1999, Page 10

Sagnir - 01.06.1999, Page 10
Œ gu nijanna Sagnir 1999 9 farahyggjan hafi einna helst höfðað til millistéttarinnar eins og raunin var á meginlandi Evrópu með boðskap sínum um stjórnfrelsi, iðnvæðingu og kapítalíska viðskiptahætti.45 Lægra settir þjóðfélagshópar hafa ef til vill haft litla möguleika eða hagsmuni af því að „koma landinu upp“ og efla framfarir þess. Kannski hefur umræðan um framfarir í þágu þjóðarinnar jafn- vel verið einfalt tískuhjal. Þetta skýrist betur ef aftur sé leitað á náðir persónulegra heimilda Guðmundar Davíðssonar, sem áður var vitnað til. Árið 1883 útskrifaðist hann frá Möðru- vallaskóla, og við það tækifæri skrifuðu skólafélagar hans í nokkurs konar kveðjubók. Í hana rituðu félagarnir kveðjur og hamingjuóskir. Þegar þessi bók er skoðuð kemur í ljós að kveðjurnar voru allar keimlíkar, og taka mið af opinberri framfaraumræðu. Þannig ritaði einn skólapiltur: Ég óska, að þér auðnist að feta áfram lífsferil þinn án hindr- unar, og að þú færist ávallt nær takmarki fullkomnunnar þinnar. Berstu fyrir frelsi og framförum lands vors og ham- ingjan gefi, að þér auðnist sigur, og að þú verðir álitinn sem sigursæl frelsishetja, sem hefir verið fósturjörðu þinni til gagns og sóma.46 Allar kveðjurnar voru í þessum tón, en þegar dagbækur Guðmundar eru skoðaðar, kemur í ljós að hann virðist hafa velt þessum málum lítið fyrir sér — þar kemur fátt fram sem tengja má opinberri framfaraumræðu. Með þetta í huga má velta vöngum yfir því hvort að framfaraumræðan hafi einung- is komið fram við hátíðleg tækifæri, eða hvort hún hafi haft raunveruleg áhrif á hugarfar landsmanna. Það verður þó að telja sennilegt að umræðan hafi haft töluverð áhrif á lands- menn, þó að öll þjóðin hafi ekki endilega flykkst undir merki hennar. Þannig segir Magnús Jónsson í ritröðinni Saga Íslend- inga: Svo sögðu rosknir menn í byrjun þessarar aldar, þeir er ver- ið höfðu ungir eða á bezta skeiði 1874, að þá hefði farið yfir landið eins og sterkviðri andans, nokkurs konar vakning og vorhugur. Má sjá þessa víða merki og lesa um það ýmislegt, en þó fullyrtu þessir menn, að engar heimildir væru til, er lýstu því, eins og það var. Hefir þar hjálpazt að hvorttveggja, að tilefnið var merkilegt, þúsund ára minning fyrstu Íslands byggðar, og hitt, að menn sáu loks roða fyrir nýjum degi frelsis og framfara. Engir nema þeir, sem lifðu þessa tíma, þegar kröfum landsmanna var sífellt hafnað, geta ímyndað sér, hve þetta hefir fengið á menn og því meir, sem hver var gæddur heitari ást á ættjörðinni og meiri löngun til þess að sjá hér eitthvað vaxa og gróa. Hér var svipaðst því, að barizt væri við eitthvert ósýnilegt vald, sem hvergi varð hönd á fest.47 Framtíðin breytist Í heild má því segja að í upphafi nítjándu aldar hafi framtíðar- sýn þjóðarinnar mótast af forsjárhyggju Guðs. Talið var að æðri máttarvöld stjórnuðu atburðum framtíðarinnar, og maðurinn ætti einfaldlega ekki að draga upp mynd af henni upp á eigin spýtur. Áhættufælni og íhaldssemi gamla sveitasamfélagsins báru sterk tengsl við þann boðskap, þar sem lítið tilefni gafst til þess að ætla að framtíðin yrði ólík samtímanum á neinn hátt. Árið 1798 var gefin út ræða sem séra Jón Arngrímsson flutti fyrir söfnuð sinn á nýársdag sama ár. Í ræðunni lýsti Jón margoft yfir trú sinni á forsjá Guðs og endaði hana jafnvel á því að lýsa því yfir að þó hann næði ekki að lifa út árið, myndi trú hans á forsjón Guðs þrátt fyrir allt ekki bifast. Þess má geta að hann lést þremur dögum eftir flutning hennar. Á síðari hluta 19. aldar var mjög öflug blaðaútgáfa hér á landi. Fjöldi blaða voru gefin út víða um land, meðal þeirra var Þjóðólfur. Miklar deilur risu oft um efni blaðanna og umræðan var lífleg. Í blöðunum má finna sterk merki þeirrar framfaratrúar og bjartsýni gagnvart framtíðinni sem kom fram í opinberri umræðu.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.