Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 15
14
Byggastefna bndasamflagsins
Sagnir 1999
Árið 1861 lýsti óþekktur höfundur því í Norðra hvernig
samfélagið varð veikara fyrir hallæri ef of margir fengu leyfi
til að hefja búskap í góðæri.11 Jarðir urðu fleiri og smærri og
hjú tolldu verr í vinnumennsku þegar vel áraði. Bestu
möguleikar smábónda á lífvænlegum búskap fólust þá í því að
fjölga fé og treysta á vetrarbeit eða, ef hún brást, á hjálp
annarra bænda. Vegna þessa urðu margir heylausir, „jafnvel í
bestu vetrum, en talin óhæfa að hjálpa þeim ekki, hversu
óverðugir sem þeir eru og fyrir lítið eða ekkert.“12 Meðan
margir tefldu á tæpasta vað gátu fáir eignast fyrningar til að
standast harða vetur. Því fleiri sem fjölskyldurnar voru sem
bjuggu við sultarmörk í góðæri, því viðkvæmari varð byggðin
fyrir næsta hallæri. Þegar búskapur smábænda brást komust
þeir ekki aftur í vinnumennsku því að vinnuaflsþörf minnkaði
í hörðum árum. Fólk sem áður hafði talist matvinnungar varð
að ómögum og börnin niðursetningar á framfæri sveitarinnar.
Athyglisvert er að þegar byggð er orðin of þétt og smábýlin
of mörg telur höfundur að samhjálp bænda geri aðeins illt
ástand verra. Hún elur upp í mönnum dirfsku og kæruleysi og
magnar vítahring góðæra og hallæra.
Með tilliti til takmarkaðrar
framleiðslugetu gamla
bændasamfélagsins virðast
meginhugmyndir bænda fela í sér tilraun
til aðlögunar að náttúrunni með því að
viðhalda hagstæðustu dreifingu og þétt-
leika byggðar. Koma varð í veg fyrir
óæskilega fjölgun býla, ekki aðeins við
sjó heldur einnig í sveitunum, og halda
stöðugu og hagstæðu jafnvægi milli fjölda bænda og ógiftra
vinnuhjúa. Þannig skyldi einnig komið í veg fyrir fólksfjölgun
umfram það sem landið gat borið.
Af framansögðu er ljóst að ekki er sanngjarnt að gera
samanburð á frelsi og mannréttindum í nútíð og fortíð og
benda á mismuninn til að fordæma íslenska bændastétt fyrir
mannvonsku. Ef eingöngu er tekið mið af reynslu gamla
samfélagsins sjáum við kúgun hinna ráðandi stétta á þeim
lægra settu í nýju ljósi. Við hljótum að túlka hana, að minnsta
kosti að hluta til, sem viðleitni til að afstýra þeim hörmungum
sem hvað eftir annað fylgdu í kjölfar fólksfjölgunar. Því þótt
fólksfjölgun hafi, er fram liðu tímar, orðið aflvaki jákvæðra
þjóðfélagsbreytinga hér sem annars staðar, hefur hún miklu
oftar í sögu mannkyns leitt til hörmunga, vaxandi fátæktar og
síðan skyndilegrar mannfækkunar af völdum hungurs og
sjúkdóma.13
Hugsunarháttur í skugga hallæra
Fernand Braudel lýsir sams konar sveiflum (þó með lengra
millibili) í fólksfjöldasögu Evrópu og heldur því fram að fólk
hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en um seinan að vel-
megunin sem fylgdi í kjölfar fólksfækkunar tæki enda þegar
fólki fjölgaði á ný.14 En íslensk alþýða gerði ráð fyrir hallæri
með reglulegu millibili.15 Full ástæða er því til að ætla að
margir hafi gert sér grein fyrir
orsakasamhengi milli fólksfjölgunar og
mannfalls af hallærum og að sumir hafi
jafnvel, þegar þeim þótti í óefni komið,
talið æskilegra að óhjákvæmilegt hungrið
kæmi fyrr en seinna. Í hungursneyð dóu
helst þeir sem töldust vera samfélaginu til
byrði.
Þessa tilgátu um grundvallarorsök
frelsishafta í gamla samfélaginu ber ekki
að skilja svo að hún hafi dags daglega verið flestu fólki efst í
huga sem réttlæting á húsaga og stéttaskiptingu. Því verður
heldur ekki haldið fram hér að mannúðarsjónarmið hafi mátt
sín mikils þegar mest á reyndi í samskiptum milli bænda og
vinnuhjúa né heldur innan bændastéttarinnar sjálfrar.
Víða má sjá þess merki í heimildum að eðlilegt þótti að
Brúðkaup árið 1872. Þegar efnt var til brúðkaupsveislna á fyrri hluta 19. aldar kom það í hlut hreppstjóra að raða
fólki í sæti. Sætaskipanin fór eftir virðingarröð hver og eins, og tók oft nokkurn tíma að raða fólkinu í rétt sæti.
„Ekki er sanngjarnt að
gera samanburð á frelsi
og mannréttindum í nútíð
og fortíð og benda á mis-
muninn til að fordæma ís-
lenska bændastétt fyrir
mannvonsku.“