Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 17

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 17
16 Byggastefna bndasamflagsins Sagnir 1999 lífsbaráttunni. Þá var og nauðsynlegt að réttlæta þá afstöðu hinna betur settu að ill örlög fátæklinga væru verðskulduð afleiðing ódyggða. Með þessu móti brynjaði samfélagið sig gagnvart þeim sem áttu á hættu að flosna upp, verða ómagar, komast á vergang, deyja hungurdauða. Óráðsmenn og óráðsbörn Lítum fyrst á afstöðu valdhafa til þeirra sem urðu undir í lífsbaráttunni eins og hún kemur fram í ræðu konungkjörins þingmanns, Jóns Péturssonar, yfirdómara, á alþingi árið 1869: Ég álít það skyldu fyrir hverja sveitarstjórn, að rífa upp hvert það heimili, þar sem börnin alast upp í leti og illum siðum, þegar húsbóndinn leitar sveitarstyrks, og leggja ekki slíku hyski.27 Hér er aðgætandi að þingmaðurinn gerir ekki ráð fyrir því að það sé neinum vandkvæðum bundið að gera greinarmun á „hyski“ og öðru fólki. En hafa verður í huga að fyrr á öldum var sú aðgreining í höndum hreppstjóra, sem einnig höfðu þann starfa að skipa veislugestum til sætis eftir mannvirðingum. En á hvaða forsendum, öðrum en uppeldisaðferðum foreldra, var byggt þegar gerður var greinarmunur á verðugu fólki og óverðugu? Því er vandsvarað, ekki síst vegna þess að fyrri alda höfundar komast gjarnarn í mótsögn við sjálfa sig þegar þeir reyna að útskýra (og réttlæta) afdrif fátækra í hallærum sem afleiðingu af löstum þeirra. Einn þessara höfunda er Hannes Finnsson: „Þeir sem hafa atorku, hirðusemi og sómatilfinningu, fara sjaldnast á vergang“28 skrifar Hannes nokkrum árum eftir móðu- harðindin. Hann heldur því einnig fram að bólusótt sé landinu „óhagkvæmari“ en hungurdauði vegna þess að „í hallærum deyr mest óspilunar-, ankrama-, óhófs og umferðarfólk og þeir, sem annars eru vegna veikinda til lítillar uppbyggingar..“29 Þótt Hannes gefi í skyn að þeir, sem deyja í harðindum, geti flestir sjálfum sér um kennt er samt ljóst, af frásögn hans sjálfs af móðuharðindunum, að hann hefur allar forsendur til að vita betur. Þar segir hann meðal annars frá því hvernig landsdrottnar lögðu jarðir leiguliða í eyði með því að reka leigukúgildin á sína heimajörð.30 Leiguliðar, sem þannig voru hraktir frá búskap í harðindum, verða tæpast vændir um skort á atorku, hirðusemi og sómatilfinningu. En lögbrot gagnvart þeim sem minna máttu sín í samfélaginu voru yfirleitt látin óátalin í harðindum. Margt bendir til þess að ætterni hafi vegið þungt þegar mörkin voru dregin milli sómafólks annars vegar og hyskis hins vegar. Í Deo, regi, patriae þeirra Jóns Eiríkssonar og Páls Vídalíns er gert ráð fyrir því að eingöngu þeir, sem áttu fræga afreksmenn að forfeðrum, hafi fundið hjá sér „einhverja hvöt til dáða og dyggðugs lífernis.“31 Og langt fram á síðustu öld hélt sú skoðun velli að ódyggðir legðust í ættir, ekki síður en dyggðirnar, og að naumast yrði fyrir þær komist nema með því að koma í veg fyrir að „óráðsfólk“ giftist og eignaðist börn. Þessari skoðun var fast fram haldið á alþingi árið 1869: Það eru engin gæði eða landsheill í því fólgin, að sem flestar óráðsmanneskjur komist í hjónaband, er það sannreynt og mætti sýna með dæmum, að af óráðsmönnum koma óráðsbörn, og þetta gengur enda í marga liðu.32 Enginn alþingismanna varð til að mótmæla þessari ættfræði og árið 1887 tala alþingismenn enn um „iðjuleysi og ómennsku, sem leggur grundvöllinn að ævilangri vesalmennsku, sem því miður oft leggst í ættir.“33 Um staðhæfingar af þessu tagi virðist ekki hafa orðið neinn ágreiningur á þinginu. Af þessu virðist mega draga þá ályktun að ákveðinn hluti bændastéttarinnar hafi í reynd verið lágstétt sem ekki naut mikillar velvildar þorra samfélagsins og ekki átti samleið með betri bændum heldur lifði á mörkum þess að haldast við búskap. Virðingarröðin staðfesti hve bilið var breitt milli ríks bónda og fátæks enda var það oft á valdi ríkra bænda að leysa upp heimili hinna fátæku og setja börn þeirra niður hjá vandalausum. Ætla má að virðingarröð hafi skipt miklu máli í samkeppni um aðgang að jarðnæði þegar sveitir voru þéttsetnar, því Jón Eiríksson endursamdi rit Páls Vídalíns, Deo, regi, patriae, frá árinu 1699 og gaf út árið 1768. Í ritinu er gert ráð fyrir því að ein- göngu þeir, sem áttu fræga afreksmenn að forfeðrum, hafi fundið hjá sér „einhverja hvöt til dáða og dyggðugs lífernis.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.