Sagnir - 01.06.1999, Side 19

Sagnir - 01.06.1999, Side 19
18 Sagnir 1999 Hver er Andrew Wawn? Ég er doktor í enskum bókmenntum og kenni nú við háskól- ann í Leeds. Ég tók eftir því í framhaldsnámi að það er oft erfitt að greina á milli sagnfræði og bókmennta, þetta eru tvær hliðar á sama peningi. Á mínu fræðasviði er mikilvægt að vera sæmilega vel heima í sögu og að sjálfsögðu ýmsum öðrum greinum. Ég lærði í Háskólanum við Birmingham, varði dokt- orsritgerðina þar, og var ráðinn til háskólans í Keele. Hvar er Keele? Ekki í Þýskalandi, Keele er vissulega ekki Kiel. Þetta ætti nánast að vera frægasti háskóli í Bretlandi í augum Ís- lendinga, þar sem Keele er rétt hjá „íslenska“ knattspyrnulið- inu í Stoke City! Stoke-on-Trent og Keele er í sömu borg. Ég er oft spurður hvar Stoke sé, jafnvel í Bretlandi. Mitt á milli Manchester og Birmingham er besta svarið, þetta er dálítið út í sveit og flestir keyra hratt framhjá án þess að gefa háskóla eða knattspyrnuliði gaum. Í Keele kenndi ég enskar bók- „Það er ekkert gaman hér í bullandi sólskini“ – Viðtal við Dr. Andrew Wawn Óli Kári Ólason Ájólaföstu 1999 hittu Sagnirfyrir Andrew Wawn þarsem hann sat við blaða- bunka á Árnastofnun. Wawn gaf sér tíma fyrir spjall um fræðistörf sín, feril og helstu rannsóknir. Wawn er með skemmtilegri mönn- um, kannski bergmál þeirra tíma er fáeinir Englendingar komu Íslands, virkilega kynntust landi og þjóð og fluttu með sér þekkingu sína aftur til Bretlands, sá tími sem Andrew Wawn nú rannsakar. menntir forn- og miðalda, sögu tungumálsins, stílfræði o.s. frv. 1983 flutti ég mig yfir til Háskólans í Leeds. Ég skrifaði doktorsritgerð um Geoffrey Chaucer, en síðastliðin 20 ár hef ég æ meira lagt Chaucer til hliðar og þess í stað einbeitt mér að Íslandi. Af hverju beindist áhugi þinn að Íslandi? Tilviljun og örlög. Það var skemmtilegra að lesa fornar ís- lenskar bókmenntir heldur en þær ensku, og margir lásu þær sér til skemmtunar í háskólanum. Ég fékk því áhugann á Ís- landi í gegnum bókmenntirnar. Í þá daga ferðuðust háskóla-

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.