Sagnir - 01.06.1999, Side 23

Sagnir - 01.06.1999, Side 23
22 Sagnir 1999 Íslandssiglingar Englendinga og launverslun á 17. öld Pétur G. Kristjánsson Á17. öld gilti Íslendinga einu hverjir versl-uðu hér á landi, svo framarlega að þaðværu kristnar þjóðir sem sæju landinu fyrir nægum varningi og fylgdu kaupsetningu. Danska einokunarverslunin stóð ekki undir væntingum landsmanna um innflutning og versl- un og kvörtuðu þeir m.a. undan því að lögboðnar kauphafnir væru of fáar, kaupsvið þeirra of stór og að kaupmenn sinntu illa þeim höfnum sem þeim beri skylda til að sækja, kaupmannsvörur væru oft sviknar og gallaðar og afurðir lands- manna hefðu lækkað í verði.1 Fyrir vikið versluðu fjölmargir landsmenn á laun við erlenda ,,ófrí- höndlara“, en samkvæmt leyfisbréfum dönsku einokunarverslunarinnar og stefnu Dansk- norska ríkisins í hafréttarmálum, var útlending- um óheimilt að leita hafna á Íslandi og hafa nokk- ur samskipti við Íslendinga eða stunda hér versl- un án sérstakra leyfa. Valkostir landsmanna voru hins vegar margir, því á 17. öld lá árlega mikill floti enskra, hollenskra, baskneskra og franskra skipa úti fyrir landinu við fisk- og hvalveiðar. Í þessari grein verður fjallað um þá fjölbreyttu launverslun sem fylgdi í kjölfar fiskveiða Eng- lendinga, en framan af 17. öld voru þeir atkvæða- mestir framandi sjómanna á Íslandsmiðum. Ekki eru heimildir um komu enskra kaupskipa á um- ræddu tímabili líkt og á 15. og 16. öld. Með ensku duggunum komu hins vegar enskir og íslenskir launkaupmenn auk enskra og hollenskra fálkafangara, sem margir hverjir voru viðriðnir launverslun.

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.