Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 26

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 26
Œslandssiglingar Englendinga  17. ld Launkaupmönnum skotið í land Líkt og Kristján 4. Danakonungur greinir frá í bréfi til Hen- richs Krags lénsmanns, dagsett 30. apríl 1594, komu oft með enskum duggum nokkrir launkaupmenn sem skutust í land þegar færi bauðst og „versla allmikið við almenning og þegar þeir hafa lokið sínum viðskiptum, þá sigla þeir út með hvaða skipi sem þeir komast á.“ Slíkt smygl höfðu Englendingar stundað á Íslandi um langt skeið og smeygt sér þannig undan því að greiða Danakonungi fyrir verslunarleyfi á 15. og 16. öld. Á 17. öld héldu Englendingar áfram uppteknum hætti eins og Jón prófastur Halldórsson lýsir í Biskupasögum: Með þessum duggum komu híngað árlega nokkrir menn til verzlunar með Eingelska vöru, góð klæði, kerse, salún, ábreiður, línverk, knífa, skæri etc. Lágu hér í landi helzt í Neshrepp [á Snæfellsnesi] á sumrum; seldu fyrir ullarvörur og krónulöngur með góðum prís. Sumir reistu upp til sveita, norður til Hóla, til alþingis jafnvel; en voru komnir með alt sitt í Beruvík, þá duggurnar komu að vestan, og sigldu með þeim aptur.12 Beruvík var ein fjölsóttasta og fengsælasta verstöð landsins og því heppilegur verslunarstaður fyrir ensku launkaupmenn- ina, sem sóttust fyrst og fremst eftir fiskafurðum, en ullarvör- ur á borð við duggarasokka og vettlinga, voru þess utan al- gengasti innlendi varningurinn sem landsmenn seldu Eng- lendingunum. Í lénsreikningum Herulfs Daa fyrir tímabilið 1605–1615 er að finna athyglisverðar heimildir um launverslun Englendinga á Snæfellsnesi. Fyrir reikningsárið 1606–1607 telur Jón Magnússon sýslumaður fram í sakeyrisreikningum upptekið góss að andvirði 50 dala, „tekið af nokkrum Englendingum, því þeir stunda verslun í sýslunni“.13 Á næsta reikningsári hef- ur Jón sýslumaður einnig látið til sín taka og lagt hald á bát í eigu Assmus Holsten, tvær tunnur og eitt kvartil af salti og þrjár tunnur af salti sem tilheyrðu Harris Buxton fálkafangara. Þjóðerni þessara tveggja manna er ekki tilgreint í reikningn- um, en sömu menn virðast koma aftur við sögu árið 1613, þegar kaupmennirnir Rassmus Hansen á Búðum og Jakob Bremer í Stykkishólmi gerðu upptækan varning af Englend- ingunum Harris og Assmus. Af tveimur reikningum yfir upp- tekna góssið, sem taldir eru fram með sakeyri fyrir reiknings- árið 1614–1615, má sjá að Englendingarnir hafa verslað um- talsvert við landsmenn sumarið 1613.14 Til að fá hugmynd um söluverðmæti upptekna varningsins í innfluttum vörum, þá var söluverð ríkisdals ein vætt í kaup- setningu Ara sýslumanns Magnússonar frá 1615. 18 fjórðunga (um 45 kg.) rúgtunna kostaði vætt, ef um hálfstykkiskaup var að ræða.15 Söluverðmæti enska góssins samsvarar því tæplega 368 tunnum, sé tekið mið af kaupsetningunni. Slík verðmæti í fórum einungis tveggja einstaklinga gefur vísbendingu um hversu umfangsmikil launverslun Englendinga gat verið. Því miður hefur bókhald einokunarkaupmanna ekki varð- veist frá þessum tíma þannig að ekki er unnt að fá marktækt viðmið um hversu mikinn innlendan varning þessir tveir „ófrí- höndlarar“ drógu að sér. Það styrkti verslunaraðstöðu enskra launverslunarmanna að Íslendingar virðast hafa verið reiðubúnir til að sveigja frá ströngum ákvæðum Píningsdóms um vetursetu útlendinga, gegn því að þeir bæðu bændur griða og væru bundnir hús- mennsku.16 Ólíkt þýskum kaupmönnum reistu Englendingar yfirleitt engin verslunarhús hér á landi á 16. öld.17 Bygging verslunarhúsa er ein skýring á andstöðu Íslendinga gegn vet- ursetu danskra einokunarkaupmanna á 17. öld. Slíkt sam- ræmdist ekki íslenskri samfélagsgerð, þar sem það veitti kaupmönnum lausan taum til umsvifa, t.a.m. útgerðar í sam- lagi við Íslendinga. Gegn slíkri útgerð höfðu ráðandi stéttir löngum barist. Til að þrengja ekki um of olnbogarými inn- lendra ráðamanna á 17. öld voru skýr ákvæði í verslunarlög- gjöfinni sem skertu möguleika einokunarkaupmanna til vetur- setu.18 Svo virðist sem veturseta danskra kaupmanna hafi hvergi tíðkast nema í Vestmannaeyjum.19 Af málflutningi vegna barnsfaðernismála, sem sótt voru á hendur tveimur Englendingum á Alþingi árið 1618 og 1670, má ráða að þeir hafi áfram nýtt sér ofangreinda smugu til að dvelja hér á landi veturlangt. Annars vegar kom við sögu Jón Giæ, sem hafði verið eftirlegumaður hjá séra Guðmundi Ein- arssyni á Staðarstað um fimm ára skeið.20 Hins vegar Jón nokkur, enskur maður, sem dvaldi á Hlíðarenda hjá Gísla Magnússyni (Vísa-Gísla) veturinn 1668–1669, en hélt síðan utan um vorið og kom aftur um sumarið.21 Í umræddum barns- faðernismálum er að vísu hvergi getið hvað þessir ensku Jón- ar voru að sýsla hér á landi. Af ferðum þess síðarnefnda og vegna þess að íslenska Englandsfaranum og launverslunar- kaupmanninum Sigurði Ingimundarsyni var vel kunnugt um hagi hans, má leiða líkur að því að hann hafi rekið hér laun- verslun. Einnig má álykta að slík veturseta hafi tíðkast í nokkrum mæli, úr því að hún taldist ekki refsiverð sem slík. Sumarið 1668 gerði Pétur Hanson Bladt kaupmaður á Stapa og Búðum upptækt góss enskra launkaupmanna með vopnavaldi í Beruvík undir Jökli. Að vanda höfðu enskir duggarar hleypt nokkrum mönnum í land til að selja brenni- vín, klæði og tóbak um nærliggjandi sveitir.22 Eftir það virðast enskir launkaupmenn ekki jafn áberandi á Snæfellsnesi. Íslenskir Englandsfarar Fjölmargir Íslendingar voru flæktir í launverslun enskra kaup- manna, réðust oft til ferða með þeim og tóku sér jafnvel bú- setu á Englandi, eins og Jón Halldórsson getur í Biskupasög- um: Gáfu sig og margir skikkanlegir íslenzkir menn í kaupferð með þeim, sigldu til Einglands, helzt til Jarmouth; voru þar á vetrum, en sigldu híngað á vorin og reistu á sumrin með vöru sína um allar sveitir; færðu híngað sumt, sem kaup- menn fluttu ekki, og græddu þessir Einglandsfarar góða penínga. Þetta fyrirbauð streingilegu og aftók til fulls bréf kongs Christians 5ta anno 1674, dat. 5. Maii.23 Sumir íslensku launkaupmannanna nutu virðingar og um- gengust háttsetta embættismenn. Til dæmis átti Brynjólfur biskup Sveinsson mikil samskipti við tvo þekkta launverslun- arsala, þá Sigurð Ingimundarson og Bjarna Hallgrímsson, sem bjuggu báðir í Great Yarmouth, en sigldu hingað árlega til verslunar.24 Það er athyglisvert hversu lítið var amast við þess- um íslensku launverslunarmönnum lengi framan af öldinni. 25Sagnir 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.