Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 28

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 28
Œslandssiglingar Englendinga  17. ld 27 og frá landinu með enskum fiskiduggum, sem undirstrikar að siglingar frá Englandi voru ennþá mun reglulegri en frá Hollandi. Með því móti gat hann lengt veiðitímabilið að minnsta kosti um þrjá mánuði og, það sem meira er, flutt óhindrað inn varning til að selja landsmönnum.38 Á alþingi 1636 var lesið upp konungsbréf frá 16. apríl s.á., sem segir að þeir fálkafangarar sem uppvísir verða að laun- verslun við landsmenn, skuli sæta upptekt á ólöglegum varn- ingi ásamt fálkum. Sömuleiðis skuli enginn fálkafangari koma til landsins eða fara úr landi á öðrum skipum en verslunarfé- lagsins.39 Ljóst er að á þessu sama ári hafði Johan Mom brotið bæði ákvæðin, því þann 13. október gerði Jón Ólafsson sýslu- maður í Snæfellsnessýslu upptækan ólöglegan varning sem „hann segir að Johann Mome fálkafangari flutti til landsins, til að pranga með.“40 Í fylgiskjölum með lénsreikningi Pros Mundts fyrir reikningsárið 1636–1637 er varðveitt eftirfarandi skrá yfir varninginn:41 Það skal engan undra að skraddari nokkur að nafni Oluf Niel- son sé nefndur meðal matsmanna, en matsgjörðin fór fram á Bessastöðum í lok árs 1636. Enda þótt verðmæti varningsins sé ekki ýkja mikið verður að hafa í huga að sýslumaður hefur einungis náð eftirhreytunum af þeim varningi sem Johan Mom flutti með sér til landsins um vorið og hefur væntanlega skilið eftir hjá kunningjum yfir veturinn. Ofangreind skrá er til vitnis um hversu fjölbreyttan varning launkaupmenn voru með á boðstólnum. Einnig er hún elsta heimildin sem getur um sölu tóbaks á Íslandi. Tókbaksnotkun lærðu Íslendingar af enskum duggurum í byrjun 17. aldar, en danskir kaupmenn hófu ekki að flytja tóbak til landsins fyrr en eftir miðbik ald- arinnar.42 Tóbak var algengasta launverslunarvaran á síðari hluta aldarinnar, enda þægileg skiptimynt sem auðvelt var að koma í verð. Ekki er að sjá að hliðarspor Johans hafi dregið dilk á eftir sér, því leyfi hans og Johans Verbruggen til veiða í Skaga- fjarðar-, Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum var endur- nýjað til lífstíðar með bréfi 19. maí 1637.43 Ef marka má mál- flutning á alþingi og í héraði á Snæfellsnesi árin 1643–1644, hélt Johan Mom áfram að virða að vettugi skipun konungs um siglingar með skipum verslunarfélagsins.44 Næstu tvo áratug- ina var hann viðriðinn sölu á fálkum frá Íslandi, enda þótt hann hafi sjaldnast sjálfur sótt landið heim.45 Launverslun fálkafangara á Íslandi lagðist af í byrjun sjö- unda áratugar 17. aldar, enda hætti Danakonungur að leigja útlendingum fálkatekju á Íslandi árið 1662.46 Siglingar Englendinga dragast saman Sókn enskra fiskiskipa á Íslandsmið dróst verulega saman á síðustu þremur áratugum 17. aldar. Það má glögglega sjá af fyrrgreindri töflu yfir hlutdeild Great Yarmouth í Íslandsflot- anum, en siglingar þaðan voru í góðu meðallagi fram til 1675, ef frá eru talin árin 1663–1666. Eftir 1689 fer árlegur hlutur borgarinnar hins vegar aldrei yfir 6 skip. Þessa þróun má einnig lesa í íslenskum heimildum. Á hafístímabilinu frá um 1685 til aldamóta er hvergi minnst á skipskaða enskra fiski- dugga í annálum, heldur einungis hollenskra og franskra fiski- og hvalskipa. Ástæðu þessarar fækkunar má fyrst og fremst rekja til ófriðar á Norður-Atlantshafi, en á tímabilinu 1665–1697 háðu Englendingar stríð ýmist við Hollendinga eða Frakka með stuttum hléum. Á sama tíma draga ensk stjórnvöld úr stuðn- ingi við fiskveiðar og leggja þess í stað megináherslu á upp- byggingu utanríkisverslunar. Það kemur fram í því að ensk herskip hætta að sjást við Ísland, en án varnarskipa hafa út- gerðarmenn verið tregir til að sigla norður á Íslandsmið.47 Einnig kólnaði mjög í veðri við Ísland frá og með árinu 1685 og til aldarloka. Hitastig sjávar lækkaði og samfara því minnkaði fiskgegnd. Með minnkandi siglingum á síðasta þriðjungi 17. aldar hverfa enskir launkaupmenn úr íslenskum heimildum. Það sama er að segja um Íslendinga í þjónustu þeirra. Á sama tíma tók verulega að síga á ógæfuhliðina fyrir þá sem stunduðu launverslun. Saman fór ný stjórnskipan einveldis og verslun- arfyrirkomulag umdæmaverslunar, separathandel, sem hófst árið 1684. Eftirlit með launverslun í landi varð skilvirkara og hinir nýju embættismenn konungs, amtmaður og landfógeti, sóttu hart að sýslumönnum að sækja launverslunarmál heima í héraði. Refsingar fyrir verslun við aðra en einkaleyfishafa voru einnig hertar. Refsingin hækkaði úr átta mörkum í búslóðarstraff með bréfi 5. maí 1674 og þeir sem versluðu við „ófríhöndlara“, eftir að umdæmaverslunin hófst hættu auk þess á Brimarhólmsvist. Eftirlit með útsiglingum landsmanna var einnig aukið, en samkvæmt ofangreindu konungsboði 1674 urðu allir þeir sem hugðust sigla af landi brott að verða sér úti um siglingapassa hjá lénsmanni (síðar amtmanni og landfógeta). Brot gegn því varðaði búslóðarmissi. Þrátt fyrir hertar aðgerðir var launverslun stunduð allt ein- okunartímabilið, enda voru hollenskir og franskir sjómenn tíðir gestir á Íslandsmiðum á 18. öld. Verslun þeirra virðist hins vegar einungis hafa verið hrein duggaraverslun.48 Íslands- siglingar og samskipti landsmanna við framandi menn á 18. öld er hins vegar viðfangsefni sem lítið hefur verið rannsakað. Sagnir 1999 Ensk krítarpípa sem fannst við fornleifauppgröft í Viðey
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.