Sagnir - 01.06.1999, Page 32

Sagnir - 01.06.1999, Page 32
um vínvið og sjálfssána hveitiakra fests við landið. Hann við- urkennir þó niðurstöður annarra fræðimanna þess efnis að það að nota forskeytið vin- hafi verið útdautt í máli íslenskra og grænlenskra manna um og eftir aldamótin 1000. En til að rétt- læta notkunina á vin- sló hann fram þeirri tilgátu að það hafi verið menn frá Noregi eða Bretlandseyjum, er mæltu á nor- ræna tungu, sem hafi fyrstir komið til meginlands Ameríku og gefið landinu nafn nokkru áður en grænlenskir og íslenskir hafi verið þar. Var þetta ástæðan fyrir því að upphaflega hafi nafnið verið Vinland en ekki Vínland. Telur Lönnroth að notk- un á vin- hafi enn verið við lýði á 10. og 11. öld í Noregi og á Bretlandseyjum.7 Kenning Gösta Holms Eins og áður gat voru það margir sem andmæltu kenningu Södenbergs og skoðannabræðra hans. Gösta Holm, prófessor í norrænum tungumálum er einn þeirra. Hann og Lönnroth háðu ritdeilu í sænskum dagblöðum eftir að grein Lönnroths sem vitnað hefur verið til birtist á prenti. Eftir Holm birtist svo grein í sænsk-íslenska fræðiritinu Gardar árið 1997, þar sem hann beinir spjótum sínum að Lönnroth og kenningunni um vin- í merkingunni beitiland. Holm telur þessa kenningu einfaldlega ekki halda vatni því að fornnorrænar ritheimildir geta þess ekki að vin- í merking- unni beitiland hafi verið notað á 10. og 11. öld. Hins vegar megi finna þessháttar notkun í gotnesku biblíunni, sem rituð var fyrir um 1650 árum. Staðarnöfn líkt og Björgvin í Noregi og Eggvena í Svíþjóð eru því í hópi allra elstu staðarnafna í Skandinavíu. Frá þeim tíma er notkun þessi var enn lifandi í málinu.8 Hann segir ennfremur að orðið vin hafi verið af svokölluðum jo-stofni. Í samsetningu var eintalan því vinjar en fleirtalan vinja. Þetta sést á gömlum staðarnöfnum á Hjaltlandseyjum eins og Vinjarlok, Vinjari og Winjadepla. Þetta kemur náttúrulega einnig fram í norskum og sænskum staðarnöfnum. Sem dæmi mætti nefna Väne härad á vestur- gotlandi, í gömlum vesturgotneskum lagatexta er það skrifað: Viniæhærad. Samkvæmt þessu ætti nafn landsins, ef það hef- ur verið kennt við beitiland, að hafa verið Vinjaland. 9 Þetta er ekki ósennilegt hjá Holm, en hvernig má þá út- skýra að vin-nöfn finnast á Bretlandseyjum en ekki á Íslandi og Færeyjum? Jú, norrænir menn komu til þangað töluvert fyrr en til Íslands og Færeyja. Þar af leiðandi var það enn lif- andi í norrænu máli að nota vin- yfir beitilönd og engi á tím- um landnáms á Bretlandseyjum. Er Ísland og Færeyjar byggj- ast er þessi málnotkun hreinlega orðin útdauð. Til að staðfesta þetta bendir Holm á að Ísland og Færeyjar voru annáluð sem kjörlendi fyrir sauðfjárrækt. Ástæðuna sé því ekki að finna í ólíkum náttúruskilyrðum heldur í breyttri málnotkun.10 31 upp á sína arma. Enda sá hann lítið á Nýfundnalandi sem benti til þeirra landkosta sem lýst er í Vínlandssögunum. Þess í stað sá hann yfirbragðslítið landslag þar sem tún og engi voru allt í kringum svæði það sem þau hjónakorn rannsökuðu.4 Erik Lönnroth er á svipuðu máli og telur hann að sögurnar um ótrúlega landkosti eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hann bendir á að á 11. öld hafi verið til allút- breitt rit, Navigatio Brendani, sem segi frá sjóferðum heilags Brendans og fylgis- manna hans. Eftir miklar hafvillur náðu þeir loks landi á para- dísareyju þar sem ávextir sem líktust vínberjum sem og aðrir ágætustu ávextir jarðar uxu sjálfsánir. Í þessum landkostum söfnuðu Brendan og menn hans kröftum áður en þeir héldu aft- ur af stað út í óvissu úthafsins.5 Vill hann meina að Adam frá Brimum, sá sem fyrstur skrifaði um Vínland í kringum árið 1075, hafi þekkt söguna um Brendan og nýtt sér þema hennar í skrif- um sínum um Vín- land. Lönnroth spyr síðan: „Er einhver raunveruleiki á bakvið söguna um Vínland, eða er eyja Adams aðeins ýkt mynd af goð- sögninni í Navi- gatio Brendani?“6 Upprunalegt nafn eyjunnar var að mati Lönnroths Vin- land, en eftir að Adam hafði skrifað Vín- landslýsingu sína, þá hafi sagnirnar Sagnir 1999

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.