Sagnir - 01.06.1999, Síða 35

Sagnir - 01.06.1999, Síða 35
34 Vinjar og vn Sagnir 1999 land í þessu íshafi handan norrænu byggðarinnar.22 Með fullri virðingu fyrir Helge Ingstad og störfum hans þá tekur þessi röksemdarfærsla út yfir allan þjófabálk. Að nota þau skrif Adams sem henta vel til að staðfæra Vínland á Ný- fundnalandi en á sama tíma hafna því sem ekki má staðfæra þar, þ.e. vínberin, nær ekki nokkurri átt. En burtséð frá þess- ari slæmu röksemdarfærslu þá getur Ingstad með góðri sam- visku sagt að Nýfundnaland hafi verið Vínland. Fornminjarn- ar þar eru einu leifar norrænna manna í Ameríku og verða þeir menn sem vilja staðsetja Vínland sunnar að gera það í tilgátu- formi. Margar þessara tilgátna eru vel rökstuddar og er vel við hæfi að líta á tvær nýlegar. Sú tilgáta, þess efnis að norrænir menn hafi farið sunnar en Nýfundnaland, sem kemst hvað næst því að vera staðfest af fornleifafundi er tilgáta Birgittu Wallace. Hún er forstöðu- maður minjasafnsins á L´Anse aux Meadows og hefur um margra ára skeið haft náin kynni af rannsóknum þar. Stjórnaði hún m.a. nýjum rannsóknum á minjasvæðinu um miðjan 8. áratuginn. Wallace segir: Við vitum núna að búðirnar á L´Anse aux Meadows voru notaðar einungis skamman tíma af norrænum landkönnuðum sem komust e.t.v. svo langt suður á bóginn sem að suðurströnd St.Lawrenceflóa. Að líkindum hefur verið litið svo á, að á þessum stað opnaðist leiðin til Vínlands. Í búðunum hafa menn einkum fengist við að bæta skip, og sennilega hafa skipshafnir sem komu frá Vínlandi notað búðirnar til hvíldar og vetursetu áður en aftur var haldið til Grænlands, eða áður en landkönnun væri haldið áfram næsta sumar.23 Á grundvelli fornleifarannsókna getur Wallace sett fram ágætis rök máli sínu til stuðnings. Í fyrsta lagi þá virðist bú- setan ekki hafa verið löng. Er fornleifafræðingar áætla lengd búsetu horfa þeir gjarnan til stærðar og umfangs sorphauga í nágrenni þess svæðis sem þeir rannsaka. Eftir mælingar í sorphaugunum er hægt að bera niðurstöðurnar saman við ákveðna staðla og fá grófa mynd af lengd búsetu. Við L´Anse aux Meadows finnst varla neinn sorphaugur sem vert er að nefna og bendir það eindregið til þess að búsetan hafi verið stutt.24 Önnur vísbending um eðli búsetunnar er að það finnst eng- inn grafreitur við búðirnar. Bendir þetta til að búsetan hafi ekki verið samfelld og þeir sem dóu hafi verið fluttir til greftr- unar í vígða mold, að rómversk-kaþólskum sið, til Grænlands eða Íslands. Húsin eru einnig stór og traustlega byggð þannig að þeim hefur verið ætlað að standa í einhvern tíma. Þau voru því ekki bráðabirgðahúsnæði og líklega vildu landkönnuðirn- ir geta gengið að því vísu að hægt væri að hafa í þeim vetur- setu án þess að þurfa að eyða dýrmætum tíma í viðhald og endurgerð þeirra ár hvert. Engin fjós eða útihús hafa fundist, aðeins íveruhús og verk- stofur. Þeir sem þarna dvöldu höfðu því að öllum líkindum ekki mikinn kvikfénað. Hins vegar ber mikið magn skipa- saums og höggspóns vitni um að skipaviðgerðir hafi verið stundaðar þarna.25 Þetta eru ein helstu rök Wallace fyrir því að búðirnar hafi verið notaðar sem áningarstaður og til vetursetu af mönnum á leið til og frá Vínlandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.