Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 35
34
Vinjar og vn
Sagnir 1999
land í þessu íshafi handan norrænu byggðarinnar.22
Með fullri virðingu fyrir Helge Ingstad og störfum hans þá
tekur þessi röksemdarfærsla út yfir allan þjófabálk. Að nota
þau skrif Adams sem henta vel til að staðfæra Vínland á Ný-
fundnalandi en á sama tíma hafna því sem ekki má staðfæra
þar, þ.e. vínberin, nær ekki nokkurri átt. En burtséð frá þess-
ari slæmu röksemdarfærslu þá getur Ingstad með góðri sam-
visku sagt að Nýfundnaland hafi verið Vínland. Fornminjarn-
ar þar eru einu leifar norrænna manna í Ameríku og verða þeir
menn sem vilja staðsetja Vínland sunnar að gera það í tilgátu-
formi. Margar þessara tilgátna eru vel rökstuddar og er vel við
hæfi að líta á tvær nýlegar.
Sú tilgáta, þess efnis að norrænir menn hafi farið sunnar en
Nýfundnaland, sem kemst hvað næst því að vera staðfest af
fornleifafundi er tilgáta Birgittu Wallace. Hún er forstöðu-
maður minjasafnsins á L´Anse aux Meadows og hefur um
margra ára skeið haft náin kynni af rannsóknum þar. Stjórnaði
hún m.a. nýjum rannsóknum á minjasvæðinu um miðjan 8.
áratuginn. Wallace segir:
Við vitum núna að búðirnar á L´Anse aux Meadows voru
notaðar einungis skamman tíma af norrænum landkönnuðum
sem komust e.t.v. svo langt suður á bóginn sem að suðurströnd
St.Lawrenceflóa. Að líkindum hefur verið litið svo á, að á
þessum stað opnaðist leiðin til Vínlands. Í búðunum hafa
menn einkum fengist við að bæta skip, og sennilega hafa
skipshafnir sem komu frá Vínlandi notað búðirnar til hvíldar
og vetursetu áður en aftur var haldið til Grænlands, eða áður
en landkönnun væri haldið áfram næsta sumar.23
Á grundvelli fornleifarannsókna getur Wallace sett fram
ágætis rök máli sínu til stuðnings. Í fyrsta lagi þá virðist bú-
setan ekki hafa verið löng. Er fornleifafræðingar áætla lengd
búsetu horfa þeir gjarnan til stærðar og umfangs sorphauga í
nágrenni þess svæðis sem þeir rannsaka. Eftir mælingar í
sorphaugunum er hægt að bera niðurstöðurnar saman við
ákveðna staðla og fá grófa mynd af lengd búsetu. Við L´Anse
aux Meadows finnst varla neinn sorphaugur sem vert er að
nefna og bendir það eindregið til þess að búsetan hafi verið
stutt.24
Önnur vísbending um eðli búsetunnar er að það finnst eng-
inn grafreitur við búðirnar. Bendir þetta til að búsetan hafi
ekki verið samfelld og þeir sem dóu hafi verið fluttir til greftr-
unar í vígða mold, að rómversk-kaþólskum sið, til Grænlands
eða Íslands. Húsin eru einnig stór og traustlega byggð þannig
að þeim hefur verið ætlað að standa í einhvern tíma. Þau voru
því ekki bráðabirgðahúsnæði og líklega vildu landkönnuðirn-
ir geta gengið að því vísu að hægt væri að hafa í þeim vetur-
setu án þess að þurfa að eyða dýrmætum tíma í viðhald og
endurgerð þeirra ár hvert.
Engin fjós eða útihús hafa fundist, aðeins íveruhús og verk-
stofur. Þeir sem þarna dvöldu höfðu því að öllum líkindum
ekki mikinn kvikfénað. Hins vegar ber mikið magn skipa-
saums og höggspóns vitni um að skipaviðgerðir hafi verið
stundaðar þarna.25 Þetta eru ein helstu rök Wallace fyrir því að
búðirnar hafi verið notaðar sem áningarstaður og til vetursetu
af mönnum á leið til og frá Vínlandi.