Sagnir - 01.06.1999, Side 39
38 Sagnir 1999
Sakamannalýsingar
á Alþingi
Guðni Tómasson
Sakamannalýsingar
og fólkið í þeim
Í Alþingisbók ársins 1684 er að finna dóm í
máli manns úr Þverárþingi sem var strokinn úr
fangajárnum á Bessastöðum. Í dómnum er gef-
in lýsing á sakamanninum. Auðkenni hans eru
sögð þessi:
Í lægra lagi en að meðalvexti, réttvaxinn,
þrekvaxinn, fótagildur, með litla hönd,
koldökkur á hárslit, lítið hærður, skegg-
stæði mikið, enn nú afklippt, þá síðast sást,
móeygður, gráfölur í andliti, snarlegur og
harðlegur í fasi.1
Hér er um nokkuð dæmigerða lýsingu úr
Alþingisbókunum að ræða, þó oft séu þær
lengri. Það sem gerir lýsinguna merkilega er
að hér er á ferðinni einn frægasti glæpamaður
og flóttamaður á Íslandi fyrr og íðar, Jón
Hreggviðsson, þó svo að hann eigi minnstan
hlut í frægð sinni. Jón slapp úr vörslu yfir-
valdsins á meðan verið var að dæma í máli
hans og biður „velnefndur landfógetinn ... að
allir landsins innbyggjarar, einkum sýslu-
Mörg orð hafa verið höfð um snilld útlits- og manngerðalýsinga í Íslendingasögum og sam-tíðarsögum 13. aldar, ekki síst í Njálu, Egils sögu, og Sturlungu. Líklega hefur þessi mann-lýsingahæfileiki, sem okkar miklu bókmenntir vitna um, verið á færi fleiri en fornra bók-
menntajöfra meðal forfeðra okkar. Sá hæfileiki að geta sett saman frábærar lýsingar á náunganum
hefur því glatast hægt og hægt hjá þjóðinni, enda hrekkur maður nú orðið við ef vel heppnuð mann-
lýsing verður á vegi manns. Ef til vill hefur myndun borgar- og bæjarsamfélags dregið úr útbreiðslu
þessa hæfileika og ofurvald myndmiðla nútímans hefur einnig haft sín áhrif á skynjun nútíma-
mannsins á umhverfi sínu og náunganum.
Þegar Alþingisbókum Öxarárþings er flett má þar finna þrælskemmtilegar og stórbrotnar lýsing-
ar á eftirlýstum sakamönnum. Ætlunin er athuga þessar lýsingar hér á tímabilinu 1684 til 1730. Rétt
er að taka fram að sakamannalýsingar í Alþingisbókum má finna bæði fyrir og eftir þetta tímabil.
Jón Hreggviðsson sparkar til yfirvaldsins í uppfærslu
Þjóðleikhússins á Íslandsklukku Halldórs Laxness árið 1968.