Sagnir - 01.06.1999, Page 48

Sagnir - 01.06.1999, Page 48
Gumundur Jnsson 47 Það kom mér líka á óvart, þó ekki eins mikið, hversu gríð- arlegur hagvöxtur var á árum síðari heimsstyrjaldar en þá verður einhver mesta breyting á lífskjörum Íslendinga sem um getur. Þá var hagvöxtur hvergi meiri í Evrópu eða 9–10% að meðaltali tímabilið 1938–1945. Íslendingar voru komnir í hóp ríkustu þjóða heims. Að vísu veittist okkur erfitt að halda þessari stöðu á næstu áratugum en það er önnur saga. Nú hafa Íslendingar verið um nokkurt skeið í hópi tíu ríkustu þjóða heims, mælt í þjóðarframleiðslu á mann. Að skýra hvernig Ís- lendingar náðu þessu lífskjarastigi er eitt af mikilvægstu verk- efnum í hagsögu okkar. Á þessum áratug hafa stjórnvöld tekið efnahagsmál fastari tökum en nokkurn tíma áður, fyrirtæki sýna meiri hagnað en nokkru sinni fyrr og lífskjör almennings hafa batnað til muna. Finnst þér að allt þetta hafi glætt áhuga almennings á hagsögu og hagstjórnun? Síðustu fimm ár hefur verið góðæri en ég sé ekki að batnandi þjóðarhagur hafi beinlínis verið lyftistöng fyrir hagsöguna eða sagnfræðina yfirleitt. Þvert á móti virðist aðsókn að sagnfræði vaxa í öfugu hlutfalli við þjóðarframleiðslu, hvernig sem á því stendur. En ég held að hagsagan njóti almennt góðs af landlæg- um áhuga á efnahagsmálum. Íslendingar eru hreint út sagt gagn- teknir af efnahagsmálunum og geta rætt um þau þindarlaust. Sagnir 1999 Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur 110 Reykjavík • Pósthólf 10020 Sími 577 1111 • Fax 577 1122 abs@rvk.is • www.arbaejarsafn.is

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.