Sagnir - 01.06.1999, Page 50

Sagnir - 01.06.1999, Page 50
Svo skal bl bta Tendrun bindindishugsjónar Undir lok 18. aldar fór að gæta aukinnar andúðar í garð áfengra drykkja. Vísir í þá átt kom einna fyrst fram í Banda- ríkjunum og sást m.a. í því að ýmis trúarsamfélög fóru að taka harðari afstöðu gegn neyslu þeirra.1 Fyrir þann tíma hafði neysla áfengis ekki aðeins verið viðurkennd, laga- og siðferð- islega,2 heldur var áfengi einnig talið hversdagslegur hluti hins daglega lífs og mikilvægur þáttur í mataræði manna.3 En við tóku ný og gagnrýnni viðhorf um áfengisneyslu þar sem áfengi var m.a. álitið ógna röð og reglu samfélaga.4 Sú viðhorfsbreyting sem átti sér stað í garð áfengra drykkja á Vesturlöndum á 18. og 19. öld má fyrst og fremst rekja til þeirra þjóðfélagsbreytinga sem gengu í garð. Iðn- og mark- aðsvæðing ásamt aukinni áherslu á veraldlegan þankagang setti hefðbundna þjóðfélagsskipan úr skorðum. Hinir ýmsu fylgifiskar þessara breytinga s.s. þéttbýlis- myndun, fólksfjölgun og breyttir atvinnuhættir sköpuðu glundroða og þá ekki síst í hinum ört stækk- andi borgum. Sú þróun jók á áhyggjur manna af ýmsum samfé- lagslegum meinum s.s. fátækt, glæpum, sjúkdómum, ofbeldi og drykkjuskap. Til að sporna gegn þessum nýju aðstæðum tóku að skjóta rótum ýmsar framfara- og umbótahreyfingar sem höfðu það að markmiði að lagfæra allt það ástand sem þótti slæmt í þjóðfélag- inu. Bindindisumbætur urðu þegar fram liðu stundir eitt vinsælasta baráttumálið enda var drykkjuskapur álitinn undirrót annarra þjóðfélagsmeina.5 Bindindishugsjóninni óx smám saman ásmegin og í upp- hafi 19. aldar varð fyrsti vísir að öflugri bindindishreyfingu að veruleika. Fyrsta bindindisfélaginu var komið á fót í Saratoga í New York 1808 og annað í Massachusetts fylgdi í kjölfarið árið 1813.6 Aðeins tuttugu árum síðar höfðu um 6000 bindind- isfélög verið stofnuð í Bandaríkjunum sem höfðu innan sinna vébanda um eina milljón félagsmenn.7 Bindindishugsjónin nemur land á Íslandi Hin mikla bindindisvakning í Bandaríkjunum barst snemma til Evrópu. Heimildir eru fyrir bindindistilraunum árið 1817 á Írlandi8 og 1819 í Svíþjóð9 en almennt er þó talað um að fyrstu bindindisfélögin í Evrópu hafi verið sett á stofn á Bret- landseyjum árið 1829.10 Um þessar mundir blés mikill framfara- og umbótaandi um Evrópu og voru íslenskir menntamenn í Kaupmannahöfn í miðri hringiðu þeirra. Þess var ekki langt að bíða að þeir tækju bindindishugsjónina upp á sína arma. Í 1. árgangi Fjölnis árið 1835 var bindindishugmyndin reifuð í fyrsta skipti í íslensku tímariti. Sagt er í greininni að „[m]ettun eintómra holdlegra tilhnegínga mínkar ár frá ári, og þeir sem ekki hugsa um ann- að, eru lítils metnir hjá siðuðum þjóðum. Stór félög hafa nú í ímsum löndum afsvarið brennivín og aðra þessháttar drikki, og tekist að halda það.“11 Þó var umræðan um neyslu áfengra drykkja ekki ný af nál- inni á Íslandi enda bendir ýmislegt til þess að töluverður drykkjuskapur hafi tíðkast í landinu í gegnum aldirnar. Lýður Björnsson sagnfræðingur hefur t.a.m. bent á að óhóf lands- manna hafi oft á tíðum verið ráðamönnum mikið áhyggju- efni.12 Til að mynda var því beint til hreppstjóra í nóvember 1809 í „hreppstjóra-instrúxinu“, einskonar leiðarvísir í emb- ættisfærslum, að þeir gæfu „nákvæmlega gaum að yfirsjónum og óreglu, sem á helgidögum fremjast, með drykkjuslarki, ryskíngum, mælgi eða hávaða í kirkjum eða við þær, og ákæri til sekta, ... [og] sömuleiðis [við] ofdrykkju altarisgaungu- fólks.“13 En afskipti íslenskra yfirvalda bar þess þó frekar merki að vera smásmuguleg forræð- ishyggja íslenskra ráðamanna14 fremur en að um einlægan umbóta- vilja í áfengismálum hafi verið að ræða. Sú bindindisumræða sem fór af stað með Fjölnismönnum um miðj- an 4. áratug 19. aldar hafði greini- lega annan og meiri aflvaka. Í Fjölni er vitnað til stofnunar erlendra bind- indisfélaga. Bendir það til þess að þeir Íslendingar sem staddir voru í Kaupmannahöfn á þessum tíma hafi komist í nána snertingu við þær bindindishugmyndir sem voru í vax- andi mæli að ná fótfestu í Evrópu. Fréttir af amerísku bindindishreyf- ingunni birtust t.a.m. í dönskum blöðum árið 1830 og höfuðrit hennar var gefið út á dönsku í 2000 eintökum árið 1841 og dreift um Danmörku, Noreg og Ísland. Fyrsta hófsemdarfélagið í Danmörku var stofnað 1840 í Holstenborg og fyrsta félagið í Kaupmannahöfn 1843.15 Fyrsta íslenska bindindisfélagið var stofnað í Kaupmanna- höfn þann 9. september 1843 að undirlagi Fjölnismanna. Stofnfélagar voru sjö en ári síðar voru meðlimir félagsins orðnir 20. Fjölnismenn höfðu einlægan vilja til að breiða hug- sjónina til Íslands og sendu þangað bréf í því tilliti, dagsett 26. september 1843, þar sem Íslendingar voru hvattir til að ganga í félagið.16 Þeir segja slík félög mjög til þurftar og fullyrða að hvergi sé jafnbrýn nauðsyn til þess og á Íslandi, því bæði er landið ... fátækt ... og þó er hitt þjóðinni enn meira niðurdrep, að deyða og ónýta með þessu eitri og ólyfjani svo mikinn andlegan og líkamlegan krapt margra góðra manna, þar sem aldrei hefur verið jafnmikil nauðsyn og nú, að verja öllu því góðu, sem í voru valdi stendur, til heilla og framfara fósturjörðu vorri og sjálfum oss.17 Töluverð bindindisvakning virðist hafa orðið hjá íslenskum mönnum í Kaupmannahöfn á þessum árum. Sama ár og bind- indisfélagið í Kaupmannahöfn var stofnað ritar Jón Hjaltalín, síðar landlæknir, grein í Ný félagsrit „Um brennivíns of- drykkju“, þar sem farið er hörðum orðum um skaðsemi áfengra drykkja, drykkjuskap á Íslandi og að lokum eru lands- menn hvattir í bindindi með velferð þjóðarinnar að leiðar- ljósi.18 Árið eftir birtist grein í Fjölni, „Um bindindis-fjelög“ 49Sagnir 1999 Þó var umræðan um neyslu áfengra drykkja ekki ný af nál- inni á Íslandi enda bendir ýmis- legt til þess að töluverður drykkjuskapur hafi tíðkast í landinu í gegnum aldirnar. Lýð- ur Björnsson sagnfræðingur hefur t.a.m. bent á að óhóf landsmanna hafi oft á tíðum verið ráðamönnum mikið áhyggjuefni

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.