Sagnir - 01.06.1999, Page 51
50
Svo skal bl bta
Sagnir 1999
þar sem sagt er frá stofnun íslenska bindindisfélagsins ásamt
því að saga bindindishreyfingarinnar, bæði í Ameríku og Evr-
ópu er rakin og birtur er kafli úr sögu amerísku bindindis-
hreyfingarinnar.19 Jón Sigurðsson hælir einnig slíkum félags-
skap í grein sinni, „Um félagsskap og samtök“, árið 1844 og
segir „slík félög styrkja heilbrigði manna og gott siðferði,
auka iðjusemi og hagsældir meðal alþýðu og efla alla atvinnu-
vegu og framkvæmdir, enar meiri og minni.“20
Boðsbréf það sem sent var til Íslands virðist hafa haft tölu-
verð áhrif. Þó má sjá á bréfinu að þegar hafi örlað á starfsemi
hófsemdarfélaga í landinu.21 Um eitt hundruð eintök af sögu
amerísku bindindishreyfingarinnar höfðu borist til landsins
árið 1841 eða 1842 og án efa hefur það undirbúið jarðveginn
fyrir stofnun bindindisfélaga.22 Í 7. árgangi Fjölnis árið 1843
kom fram mikil ánægja með við-
tökur og er tilgreint að bindindis-
félög hafi verið stofnuð nánast
um allt land.23 Árið eftir er birt
skýrsla í blaðinu þar sem fram
kemur að a.m.k. 102 einstakling-
ar hafi gengið í lög við félagið.24
Bindindi festir
rætur á Íslandi
Bindindisfélög döfnuðu á 5. ára-
tug 19. aldar en þó urðu félags-
menn aldrei fleiri en 800. Upp úr
1850 fór bindindisáhugi að kulna
og félögin voru lögð niður eitt af
öðru.25 Ýmsar skýringar eru á
minnkandi áhuga og m.a. hefur
verið bent á að bindindishugsjón-
in náði ekki til íslenskrar alþýðu
á þessu tímabili. Einnig hefur
verið bent á að almennt skipulagsleysi íslensku félaganna hafi
orðið þeim að falli.26 Það eru ekki ólíklegar skýringar enda var
erfitt að halda uppi samtökum í jafn strjálbýlu landi og Ísland
var á þessum tíma.
Bindindishugmyndir lágu að mestu í dvala næstu tvo ára-
tugina. En á 8. áratug aldarinnar tók að bera á þeim á nýjan
leik. Árið 1876 var stofnað bindindis- og lestrarfélag Saurbæ-
inga í Dalasýslu.27 Ári síðar birtist í Ísafold frétt um að hreyf-
ing væri komin á bindindisstarf í landinu og á stöku stað hafi
bindindisfélög verið stofnuð, t.a.m. á Norðfirði að undirlagi
sér Magnúsar Jónssonar á Skorrastað.28 Samkvæmt blaðinu
Skuld voru 11 bindindisfélög starfandi í landinu árið 187829 og
árið 1884 er talið að bindindisfélög hafi verið orðin a.m.k. 20
með um 1200 félagsmenn á sínum snærum.30
Eflaust er hægt að finna þó
nokkrar ástæður fyrir því að
bindindisáhugi fór vaxandi á nýj-
an leik. Umræðan um bindindis-
mál erlendis færðist í aukana á
þessu tímabili og afstaða til
neyslu áfengis fór harðnandi.
Áfengisbanni hafði t.a.m verið
komið á í nokkrum fylkjum
Bandaríkjanna á 6. áratug aldar-
innar.31 Íslendingar hafa eflaust
fengið nasaþef af þessari þróun
og það hvatt þá til dáða. En
einnig er hægt að tengja vaxandi
bindindisáhuga hér á landi þeirri
kreppu sem landbúnaðarsamfé-
lagið íslenska stefndi í. Sýnt hef-
ur verið fram á að sveitir landsins
báru ekki þá fólksfjölgun sem átti
sér stað og fólk tók að streyma að
sjávarsíðunni. Þessi þróun vakti
ugg hjá landsmönnum og stöðug-
ur ótti var við að þurrabúðarfólk-
Góðtemplarareglan naut frá upphafi mikillar lýðhylli enda oft á tíðum
fyrsti vísir að félagsstarfi í landinu.
Björn Jónsson ritstjóri Ísafoldar og ráðherra 1909-11 var einn af forvígismönnum Góðtemplara-
reglunnar. Hér talar hann á útifundi í porti barnaskólans í Reykjavík um sambandslagamálið. Á
sama tíma var baráttan fyrir áfengisbanni að ná hámarki og Góðtemplarar bjuggu sig fyrir þjóðar-
atkvæðagreiðsluna af fullum krafti.