Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 51

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 51
50 Svo skal bl bta Sagnir 1999 þar sem sagt er frá stofnun íslenska bindindisfélagsins ásamt því að saga bindindishreyfingarinnar, bæði í Ameríku og Evr- ópu er rakin og birtur er kafli úr sögu amerísku bindindis- hreyfingarinnar.19 Jón Sigurðsson hælir einnig slíkum félags- skap í grein sinni, „Um félagsskap og samtök“, árið 1844 og segir „slík félög styrkja heilbrigði manna og gott siðferði, auka iðjusemi og hagsældir meðal alþýðu og efla alla atvinnu- vegu og framkvæmdir, enar meiri og minni.“20 Boðsbréf það sem sent var til Íslands virðist hafa haft tölu- verð áhrif. Þó má sjá á bréfinu að þegar hafi örlað á starfsemi hófsemdarfélaga í landinu.21 Um eitt hundruð eintök af sögu amerísku bindindishreyfingarinnar höfðu borist til landsins árið 1841 eða 1842 og án efa hefur það undirbúið jarðveginn fyrir stofnun bindindisfélaga.22 Í 7. árgangi Fjölnis árið 1843 kom fram mikil ánægja með við- tökur og er tilgreint að bindindis- félög hafi verið stofnuð nánast um allt land.23 Árið eftir er birt skýrsla í blaðinu þar sem fram kemur að a.m.k. 102 einstakling- ar hafi gengið í lög við félagið.24 Bindindi festir rætur á Íslandi Bindindisfélög döfnuðu á 5. ára- tug 19. aldar en þó urðu félags- menn aldrei fleiri en 800. Upp úr 1850 fór bindindisáhugi að kulna og félögin voru lögð niður eitt af öðru.25 Ýmsar skýringar eru á minnkandi áhuga og m.a. hefur verið bent á að bindindishugsjón- in náði ekki til íslenskrar alþýðu á þessu tímabili. Einnig hefur verið bent á að almennt skipulagsleysi íslensku félaganna hafi orðið þeim að falli.26 Það eru ekki ólíklegar skýringar enda var erfitt að halda uppi samtökum í jafn strjálbýlu landi og Ísland var á þessum tíma. Bindindishugmyndir lágu að mestu í dvala næstu tvo ára- tugina. En á 8. áratug aldarinnar tók að bera á þeim á nýjan leik. Árið 1876 var stofnað bindindis- og lestrarfélag Saurbæ- inga í Dalasýslu.27 Ári síðar birtist í Ísafold frétt um að hreyf- ing væri komin á bindindisstarf í landinu og á stöku stað hafi bindindisfélög verið stofnuð, t.a.m. á Norðfirði að undirlagi sér Magnúsar Jónssonar á Skorrastað.28 Samkvæmt blaðinu Skuld voru 11 bindindisfélög starfandi í landinu árið 187829 og árið 1884 er talið að bindindisfélög hafi verið orðin a.m.k. 20 með um 1200 félagsmenn á sínum snærum.30 Eflaust er hægt að finna þó nokkrar ástæður fyrir því að bindindisáhugi fór vaxandi á nýj- an leik. Umræðan um bindindis- mál erlendis færðist í aukana á þessu tímabili og afstaða til neyslu áfengis fór harðnandi. Áfengisbanni hafði t.a.m verið komið á í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna á 6. áratug aldar- innar.31 Íslendingar hafa eflaust fengið nasaþef af þessari þróun og það hvatt þá til dáða. En einnig er hægt að tengja vaxandi bindindisáhuga hér á landi þeirri kreppu sem landbúnaðarsamfé- lagið íslenska stefndi í. Sýnt hef- ur verið fram á að sveitir landsins báru ekki þá fólksfjölgun sem átti sér stað og fólk tók að streyma að sjávarsíðunni. Þessi þróun vakti ugg hjá landsmönnum og stöðug- ur ótti var við að þurrabúðarfólk- Góðtemplarareglan naut frá upphafi mikillar lýðhylli enda oft á tíðum fyrsti vísir að félagsstarfi í landinu. Björn Jónsson ritstjóri Ísafoldar og ráðherra 1909-11 var einn af forvígismönnum Góðtemplara- reglunnar. Hér talar hann á útifundi í porti barnaskólans í Reykjavík um sambandslagamálið. Á sama tíma var baráttan fyrir áfengisbanni að ná hámarki og Góðtemplarar bjuggu sig fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna af fullum krafti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.