Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 52

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 52
Svo skal bl bta ið myndi á endanum flosna upp og lenda aftur á sveitunum.32 Margar þær greinar sem skrifaðar eru um bindindismál á þess- um tíma bera þess glöggt merki. Árið 1885 ritar Hans J. G. Schierbeck landlæknir grein í Ísafold þar sem hann segir út- rýmingu „drykkjuskap[ar] ... eitthvert mikilvægasta nauð- synjarmál lands og lýða á síðari tímum ... af því, að drykkju- skapurinn bakar þjóðfjelaginu feykilegt tjón, þar sem hann er einhver hin dýpsta undirrót fátæktarinnar.“ Hann bætti við að ein helsta afleiðing misnotkunar áfengis væri sú að „ofþyngja þjóðfjelaginu stórkostleg fátæktraútsvör, en það er opt að drykkjumaðurinn lendir á sveitinni með allt hyski sitt.“33 Sama ár birtist grein í Þjóðólfi þar sem tekið var í sama streng: „[Þ]að er ein orsök, sem ég held eigi mikinn þátt í sveitar- þyngslum vorum, sér í lagi í kaupstöðum og sjóplássum, og sem ekki hefir verið ritað mikið um í blöðum í seinni tíð; það er ofdrykkjan; henni þyrfti löggjafarvald vort að stemma stigu fyrir.“34 En helsti aflvaki bindindishugmynda kom þó enn erlendis frá. Árið 1884 varð tímamótaviðburður í bindindisbaráttu á Ís- landi en þá nam hér land International Orders of Good Templ- ars. Með tilkomu hreyfingarinnar tengdist bindindisstarf á Ís- landi alþjóðlegum straumum nánum böndum. Góðtemplarareglan var alþjóðleg hreyfing sett á stofn í New York fylki í Bandaríkjunum árið 1851.35 Útbreiðsla Regl- unnar var mjög ör og 1869 voru meðlimir hennar um 400 þús- und.36 Á 7. og 8. áratug aldarinnar nam Reglan land utan N- Ameríku og árið 1875, þegar hróður hennar stóð sem hæst, er talið að meðlimir hennar hafi verið um 735 þúsund.37 Til Ís- lands barst Reglan frá Noregi. Fyrsta stúkan var stofnuð á Ak- ureyri í janúar 1884. Reglan festi sig skjótt í sessi í landinu og í júní 1886 var íslensk stórstúka stofnuð, en þá voru starfandi 14 stúkur í landinu með 542 félagsmenn innan sinna raða.38 Tilkoma Góðtemplarareglunnar hafði gífurleg áhrif á allt bindindisstarf á Íslandi. Reglan ávann sér snemma hylli ís- lenskrar alþýðu og leysti bindindisfélögin fljótlega af hólmi sem helsti vettvangur bindindismála. Náið samstarf stúknanna undir stjórn stórstúkunnar skilaði sér í kröftugra starfi og inn- an skamms var Reglan orðin mjög áhrifamikill þrýstihópur. Innan hennar störfuðu auk þess margir valdamiklir og þjóð- kunnir einstaklingar s.s. Jón Ólafsson ritstjóri og skáld, Ind- riði Einarsson skrifstofustjóri, Guðmundur Björnsson land- læknir og Björn Jónsson ritstjóri Ísafoldar og ráðherra á árun- um 1909-11.39 Það hefur án efa greitt götu hreyfingarinnar hér á landi. Kenningar og hugmyndir bindindissinna á Íslandi Líkt og annars staðar voru hinar skaðlegu afleiðingar drykkju- skapar íslenskum bindindissinnum ofarlega í huga. Fyrst og fremst var lögð á það áhersla að ofdrykkja væri siðferðislega röng. Í grein sinni „Um brennivíns ofdrykkju“ frá 1843 gagn- rýnir Jón Hjaltalín læknir landa sína og segir þá taka brenni- vínið fram yfir brýnustu lífsnauðsynjar.40 Ill dæmi ofdrykkj- unnar má finna víða segir hann, bæði í kaupstöðum og fiskiverum, á þíngum, í réttum, við kirkjur og annarstaðar, svo að fyrir laungu mætti þykja mál komið til að stökkva þessum ófögnuði úr landi, áður enn hann gjörir meira að verkum og gjörspillir allri þjóðinni.“ Og hann bætir við að í „hinum stærri verzlunarstöðum kemur varla sá dagur, að ekki megi sjá fyllisvínin ráfa fram 51Sagnir 1999 „Morguninn eftir kvöldið áður.“ Drykkjumaður vaknar til lífsins eftir erfiða nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.