Sagnir - 01.06.1999, Síða 53

Sagnir - 01.06.1999, Síða 53
52 Svo skal bl bta Sagnir 1999 og aptur, og fara búð úr búð til að sníkja út brennivín, þángað til þeir velta útaf og geta enga björg sér veitt.41 Því var haldið fram að slíkt háttar- lag væri þjóðfélögum til einbers skaða og að þeir sem lögðust í drykkjuskap yrðu „iðjuleysingjar, fátæklingar, lausungarmenn og mannlegu fjelagi til einberra þyngsla.“42 Slík rök vógu án efa þungt á metunum í íslensku sam- félagi þar sem helsta félagslega viðfangsefni sveitastjórna var framfærsla fátækra43 og landlægur ótti var við sveitaþyngsli. Jón Thorstensen landlæknir benti t.d. á árið 1847 að „í þeim hreppum, hvar mikill drykkjuskapur á heima ... hvílíkur vesældómur, fátækt og ómennsku honum er samfara, því mest sveitarþýngsli og flestir þurfamenn eru þar, sem drykkju- skapur er algeingstur ...“44 Og tæpum fjörtíu árum síðar hélt annar landlæknir, Hans J. G. Schierbeck, sömu rökum á lofti. Hann benti á að ein helsta afleiðing misnotkunar áfengis væri sú að „ofþyngja þjóðfjelaginu stórkostleg fátæktarútsvör, en það er opt að drykkjumaðurinn lendir á sveitinni með allt hyski sitt.“45 Af þessu má sjá að ástand landsmála hafði tölu- verð áhrif á vaxandi bindindisáhuga þegar leið á 19. öld. Eins og annars staðar snerust bindindisumbætur á Íslandi um að bæta siðferðiskennd þjóðarinnar. En samfara áhersl- unni á siðferðisumbætur áttu framfarir í vísindum, einkum nýjar kenningar í læknavísindum, eftir að reynast bindind- issinnum notadrjúgar í baráttunni. Hugmynd um að það atferli að missa stjórn á líkama sínum og vitund væri sjúkdómur vaknaði seint á 18. öld. Árið 1785 gaf bandaríski læknirinn Benjamin Rush út bókina Inquiry into the Effects of Ardent Spirits Upon the Body and Mind þar sem hann lýsti áhrifum áfengis á kerfisbundinn og vísindalegan hátt og sýndi fram á hvernig krónísk drykkja leiddi til sjúkdómsástands. Að hans mati var neysla áfengis ekki óeðlileg en mikil drykkja leiddi smám saman til sjúkdómsástands þar sem drykkjumaðurinn hefði ekki lengur stjórn á drykkju sinni og væri því ánetjað- ur.46 Bindindissinnar tóku þessa sjúkdómsskilgreiningu upp á arma sína en notuðu eftir sínu höfði. Þó að skilgreiningin hafi ekki verið metin á gagnrýnan hátt eða sem vísindaleg stað- reynd færðu Rush og aðrir bindindissinnaðir læknar bindind- ishreyfingunni öflugt vopn í hendurnar og „Ölvun er sjúk- dómur“ varð vinsælt og áhrifamikið slagorð í baráttunni gegn áfengi.47 Sú var raunin með íslenska lækna og aðra sem fjöll- uðu um skaðsemi áfengis út frá sjónarhorni læknisfræðinnar. Fyrst í stað var lítið fjallað um ánetjun áfengis sem sjúkdóm. Þess í stað var einkum fjallað um þau skaðlegu áhrif sem neysla þess hafði í för með sér. Jón Hjaltalín vitnaði t.a.m. í erlenda starfsbræður sína í grein sinni um „Um brennivíns of- drykkju“ frá árinu 1843 og sagði marga þeirra hafa tekið eptir því víða um lönd, að drykkjumönnum öðrum fremur er hætt við að fá krabbamein, og að þau eru almenn- ust í drykkjumanna ættum. Þá veldur og ofdrykkjan öðrum kvillum, sem nú eru farnir að verða býsna almennir á Ís- landi, tel eg þartil lifrarveiki, sullaveiki, vatnssýki og slög ... Um holdsveiki er það að segja, að ekkert æsir hana fram- ar enn brennivín, og mörgum holdsveikum mun það hafa riðið að fullu ... Sárasóttir allar og hörundskvillar vesna einnig svo við öll ölfaung, að ekki þykir læknum fært að eiga við kvilla þessa nema sjúklíngar forðist brennivín og aðra áfenga drykki.48 Sams konar hugmyndir koma fram í hugvekju Jón Thorstensen landlæknis frá árinu 1847. Hann benti t.d. á að drykkjumenn ættu á hættu að fá hin svokallaða brennivíns- feber eða delirium tremens sem lýsti sér í því að hendur þeirra eru sískjálfandi, svo þegar þeir ætla að taka hendinni til einhvers, ná þeir því ekki, því þeir geta ekki haft nokkra handa-stjórn; þeir sjá allrahanda ofsjónir, orma og skriðkvikindi, hvar eingin eru; þeir þykjast líka stundum sjá djöfla, sem sitji um að ná þeim og kvelja þá, og eru óg- urlega hræddir við þá; svo fylgir og svefnleysi þessum sjúkdómi og allskonar órósemi; fá margir hann hvað eptir annað seinustu ár æfinnar, en flestir þeir, er fá hann opt, deyja um síðir úr honum.49 Á seinni hluta 19. aldar var fullyrðingin „áfengi er eitur“ mjög áberandi í baráttu bindindissinna sem bentu á rannsókn- ir lækna og annarra raunvísindamanna því til stuðnings.50 Til að mynda bentu dönsku bindindismennirnir Michael Larsen læknir og Hermann Trier uppeldisfræðingur í bók sinni, Um áfengi og áhrif þess, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1895, að áfengi hefði skaðleg áhrif á hjartavöðva, æðakerfið, lung- un, lifrina, nýrun og fjölda annarra líffæra en þó einkum á heila, mænu og taugar sem kæmi fram í heilabilun og tauga- veikindum s.s. delerium tremes, heilablóðfalli og flogaveiki.51 Þegar þarna var komið við sögu voru útlistanir á skaðlegum einkennum ofrykkjunnar ekki aðeins orðnar flóknari og fræði- legri heldur kom einnig fram í auknum mæli sú skoðun að óhófleg áfengisneysla væri sjúkdómur í sjálfu sér, líkt og Ungtemplarar í göngu í Vonarstræti. Æskulýðsstarf var stór þáttur í starfsemi Góðtemplarareglunnar enda átti að ala ungmenni landsins upp í bindindi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.