Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 54

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 54
Svo skal bl bta 53 Benjamin Rush hafði fært rök fyrir 1785. Magnús Jónsson hafði t.a.m. eftir enska lækninum Richardson að áfengisnautn væri sjúkdómur andlegs eðlis þar sem menn væru „fallnir fyr- ir lönguninni [í vín] og orðnir þrælar hennar ...“ Orsök sjúk- dómsins sagði hann að mætti finna í því að vissir „taugastofn- ar heilans eru laskaðir hjá þessum mönnum af alkhólseitr- inu...“52 Afstaða til áfengis harðnar Þó að Fjölnismenn og fleiri sem skrifuðu um bindindismál hafi álitið algert bindindi vænlegra til árangurs þá voru þeir ekki tilbúnir til að fara út í baráttu fyrir algerri útrýmingu áfengisnautnar.53 Þegar bindindismál komust aftur í hámæli um 1870 einkenndist bindindisumræðan af harðnandi afstöðu. Með Góðtemplarareglunni færðist baráttan einnig á nýjan vettvang. Sú krafa leit dagsins ljós að löggjafarvaldið ætti að stemma stigum við drykkjuskap í landinu.54 Með áfengisbanni vildu bannmenn að komið yrði í veg fyrir framboð á áfengi þannig að hægt væri að hindra að einstaklingar lentu í klóm þess. Í breyttum áherslum í bindindisbaráttunni fólst sú skoð- un að einstaklingar gætu ekki stjórnað eigin forlögum og hætt sjálfviljugir áfengisneyslu. Til að koma í veg fyrir misnotkun áfengis varð að komast að rótum vandans og í því skyni var því haldið fram að „svo lengi sem sala og nautn áfengra drykkja er til, svo lengi verður til drykkjuskapur og drykkju- menn ...“55 Sóknin inn á löggjafarsviðið endurspeglaði áherslur í bind- indismálum erlendis, en nú átti að útrýma áfengisneyslu með öllum tiltækum ráðum. Harðari barátta lýsti sér til dæmis í því að öll neysla á áfengi var talin skaðleg. Með öðrum orðum, hófsemdarneysla var ekki lengur þoluð af „sönnum bindindis- mönnum.” Í grein sem skrifuð er 1878 af nokkrum bindindis- mönnum segir til dæmis að það sé, hin daglega brúkun áfengra drykkja, er menn tíðka, annað- hvort í því skyni að skemmta sjer eða öðrum, eða næra og styrkja líkamann sem með hverri annari fæðu ... sem bind- indið neitar. Það er hún, hversu lítil sem hún er, sem er óhóf, sem stríðir á móti lögum náttúrunnar og á móti Guðs orði ...56 Bindindismenn lögðu áherslu á að enginn væri óhultur fyrir hættum áfengisnautnarinnar nema í fullkomnu bindindi.57 Hörð hríð var gerð að hófdrykkjunni og á Alþingi árið 1895 sagði Guðlaugur Guðmundsson að, „ætti maður ... nokkurn greinar- mun að gjöra á hóflegum og hneykslanlegum drykkjuskap frá sjónarmiði bindindismanna, þá verður maður að segja, að hóf- drykkjan er skaðlegri, að því leyti sem hún er eptirdæmi, en of- drykkjan viðvörun.“58 Árið 1888 samþykktu Góðtemplarar að hefja baráttu fyrir áfengisbanni. Á stórstúkuþingi var framkvæmdanefnd falið að semja frumvarp til laga „er leggi algjört bann fyrir aðflutning og sölu áfengra drykkja, og gjöra ráðstafanir til þess, að það verði borið upp á næsta alþingi.“59 Lítið fór fyrir baráttu fyrir algjöru banni fyrst í stað en Reglan einbeitti sér að smærri áföngum. Reglufélagar voru sammála um markmiðið en talsvert var deilt um leiðina að því. Þeir hæglátari töldu að ná ætti markmiðinu í tveimur skrefum: Fyrst ætti að stefna að vínsölubanni, svo full- komnu banni. Aðrir vildu láta kné fylgja kviði og taka stefnuna strax á aðflutningsbann og þannig koma á algjöru banni.60 Á stórstúkuþingi árið 1903 varð algert áfengisbann ofan á og templarar sameinuðust um að gera aðflutningsbann að megin- verkefni Reglunnar.61 Sama ár tókst Þórði Thoroddsen þing- manni Framfaraflokksins sem þá var stórtemplari að koma bannlagafrumvarpi inn á Alþingi en vegna þess hve seint málið kom fram var það aldrei tekið á dagskrá.62 Á þingi árið 1905 var önnur atlaga gerð en þingheimur var enn ekki tilbúinn til að sam- þykkja það að svo stöddu. Þó voru margir þingmanna fylgjandi frumvarpinu og tókst templurum að fá því framgengt að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið samfara alþingiskosn- ingum 1908.63 Þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram á sama tíma og hart var barist um sambandslagauppkastið en þrátt fyrir það tókst templ- urum einnig að beina sjónum almennings að bannmálinu með öflugri starfsemi, miklum blaðaskrifum og dreifingu flugrita.64 Af rétt ríflega 8000 gildum atkvæðum greiddu 4850 með banni en 3218 á móti.65 Rétt rúmlega 2/3 hluti kjósenda voru hlynntir áfengisbanni og templarar voru bjartsýnir og þrýstu á þingmenn að bregðast ekki vilja þeirra. Þeir hótuðu þeim stuttri þingævi sem ekki greiddu atkvæði sitt með frumvarpinu: „Hver þing- maður úr kjördæmi, þar sem meiri hluti hefir verið með lögun- um, verður að samþykkja þau ... ef hann ætlar sér nokkra þingævi ...“ ef ekki „verður honum blásið burtu ...“66 Áfengisbann samþykkt á Íslandi Eftir harðar umræður staðfesti Alþingi Íslendinga vilja þjóðar- innar og lög um áfengisbann var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 5 í efri deild og 18 gegn 6 í neðri deild árið 1909.67 Templ- arar og aðrir þeir sem voru fylgjandi banni höfðu sigrað. Með lögunum var öll meðferð áfengis gerð ólögleg á Íslandi frá og með árinu 1915 og brot gegn þeim gat varðað háum sektum og jafnvel fangelsi.68 Ómæld vinna hafði verið lögð í að knýja fram sigurinn. Á fyrstu árum aldarinnar hafði félögum Góðtemplara- reglunnar fjölgað jafnt og þétt og um það leyti sem þjóðarat- kvæðagreiðslan fór fram voru templarar rúmlega 6600, eða tæp- lega 8% þjóðarinnar.69 Reglan beitti samtakamætti sínum óspart. Af þeim sökum var hún það öflugur þrýstihópur að nær ógerlegt var fyrir þingmenn og aðra að sniðganga hana. Fyrir kosningar 1904 lögðu templarar til að mynda spurningalista fyrir þing- mannsefni, þar sem þeir voru meðal annars spurðir um afstöðu til aðflutningsbanns og viðhorf til Góðtemplarareglunnar. Út frá svörum þeirra „leiðbeindi” Reglan fylgismönnum sínum um hvern ætti að kjósa.70 Í baráttu sinni létu templarar einskis ófreistað til að ná markmiði sínu og létu þá sem stóðu í veginum fá það óþvegið. Til að mynda kvartaði Magnús Einarsson dýra- læknir, einn eindregnasti andstæðingur bannlaganna, undan templurum og sagði að „andstæðingar aðflutningsbannsins hafa í augum þeirra og allra lítthugsandi manna orðið fyrir því ámæli, að þeir væru talsmenn drykkjuskaparins og því hreinir vargar í vjeum.“71 Gegn slíkum málflutningi áttu andstæðingar bannsins engin svör. Þeir voru veikir og óskipulagðir á meðan að bann- sinnar voru sterkir og skipulagðir. Það var ekki fyrr en eftir þjóð- aratkvæðagreiðsluna að andstæðingar fóru að fylkja liði. En það var of seint. Með mikilli baráttu og vel skipulögðu áróðursstríði hafði Góðtemplarareglan og aðrir sem studdu bann snúið al- menningsálitinu rækilega á sitt band. Ekkert gat komið í veg fyr- ir að algert áfengisbann yrði að veruleika á Íslandi árið 1915. Sagnir 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.