Sagnir - 01.06.1999, Page 59

Sagnir - 01.06.1999, Page 59
una, litu svo á að gjaldeyrisskömmtun, og jafnvel innflutn- ingshöft, væru skárri kostur en gengisfelling. Barátta um launalækkun Fyrstu ár kreppunnar einkenndust af harðvítugum átökum á vinnumarkaði. Hámarki náðu þau árið 1932, sem nefnt hefur verið „átakaárið mikla“.14 Frægast þeirra, og örlagaríkust, voru slagsmál Reykjavíkurlögreglunnar við verkamenn og at- vinnuleysingja í Templarasundi og nálægum götum þann 9. nóvember 1932. Verkalýður bæjarins safnaðist saman til að mótmæla tillögu Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn um launa- lækkun í atvinnubótavinnu bæjarins, sem verkamenn töldu fyrstu atlöguna að almennri launalækkun. Lögreglu og mót- mælendum lenti saman, og skemst er frá því að segja að veraklýðshreyfingin sýndi með eftirminnilegum hætti að þó hana skorti fylgi á þingi, væri styrkur hennar á götum bæjar- ins nægur til að standa vörð um lífsafkomu og kjör verka- manna. Ljóst var að launalækkun yrði ekki knúin í gegn með góðu.15 Atvinnurekendur voru ekki í neinum vafa um styrk verka- lýðshreyfingarinnar, og á þeim forsendum var gengisfellingu hafnað: Gengislækkun kæmi ekki að neinum notum, því vinnudeilur og kaupkröfur myndu fljótt éta upp ávinninginn. Sömu menn og höfnuðu gengislækkun á þessum forsendum voru því enn á þeirri skoðun að ráðast ætti að kjarna vandans og lækka laun.16 Sérstaklega virðast það hafa verið kaupmenn og innflytjendur, ásamt Morgunblaðinu og Vísi, sem héldu uppi merkjum launalækkunarleiðarinnar á þessum forsendum. Fjölmargir Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa skilið að laun yrðu alls ekki lækkuð og að finna yrði aðrar leiðir. Geng- islækkun var ein af þeim. Gengismálið í deiglunni Fyrstu merki þess að gengisskráningin hafi verið til almennr- ar umræðu er „bændafundur“ í Kjósarsýslu 7. janúar 1933. Þar urðu miklar umræður um tillögu um að skora á ríkisstjórn- ina að fella gengið. Þó tillagunni hafi verið hafnað sýnir þetta að bændur voru farnir að ræða gengismálið sín í milli.17 Þá má ráða af heimildum að einn leiðtoga Framsóknarflokksins, Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra, var um þessar mundir mjög fylgjandi því að gengi krónunnar yrði lækkað og fylgd- ist náið með umræðum um gengismálið.18 Tryggvi virðist þó ekki hafa beitt sér opinberlega fyrir gengislækkun fyrr en í kosningum til Alþingis sumarið 1933.19 Þó bændur hafi rætt gengislækkun voru skoðanir innan Framsóknarflokks- ins mjög skiptar. Framkvæmdastjóri Sambandsins Jón Árnason skrifaði grein í Tímann í febrúar, skömmu fyrir flokks- þing Framsóknarflokksins. Jón sagðist hafa talað við „æðimarga bændur, sem virðast hafa mikla trú á því, að verðfall krónunnar sé eitt af helztu bjargráðum landbúnaðarins í yfirstandandi erfiðleik- um.“ Hann hélt því fram að þetta væri misskilningur, bændur yrðu að hafa í huga hvað væri stéttinni allri fyrir bestu. Í heild 58 Skasta svikamylla auvaldsind Sagnir 1999 flutning. Minni eftirspurn eftir innflutningi, og meiri útflutn- ingur kæmu í veg fyrir gjaldeyrisskort. Hjól atvinnulífsins tækju að snúast að nýju með aukinni framleiðslu. Fjölmargir framsóknar- og sjálfstæðismanna trúðu á kennisetningar klassískrar hagfræði og nauðsyn launa- lækkunar. Sé verðlag hins vegar ósveigjanlegt niður á við versnar samkeppnisstaða og innflutningur verður hlutfallslega ódýr- ari. Að lokum leiðir þetta til gjaldeyris- skorts. Við þær aðstæður geta stjórnvöld gert tvennt: Takmarkað innflutning með valdboði eða fellt gjaldeyrinn í verði. Fyrri leiðin slær aðeins á gjaldeyrisskort- inn, en sú síðari hefur einnig örvandi áhrif á útflutningsstarf- semi.13 Halldór Jónasson og aðrir sem trúðu á fastgengisstefn- Ólafur Thors (1892–1964) Ólafur var framkvæmdastjóri Kveldúlfs hf., 1914-1939, stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Hann var einnig formaður F.Í.B. 1918–1935, og formaður Sjálfstæðisflokksins 1934–1961. 1925 var hann skipaður í gengisnefnd, og sat í henni þar til hún var lögð niður. Ólafur barðist ötullega gegn hækkun krónunnar á þriðja áratugnum, og fór ásamt Tryggva Þórhalssyni fremstur í flokki svonefndra „stýfingarmanna“. Þegar gengið var fellt vorið 1939 var Ólafur einn helsti talsmaður þess innan Sjálfstæðisflokksins. Sú afstaða aflaði honum tímabundið töluverðra óvinsælda meðal margra flokksmanna. Halldór Jónasson og aðrir sem trúðu á fastgengis- stefnuna, litu svo á að gjald- eyrisskömmtun, og jafnvel innflutningshöft, væru skárri kostur en gengisfelling.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.