Sagnir - 01.06.1999, Síða 60

Sagnir - 01.06.1999, Síða 60
Skasta svikamylla auvaldsins flytti landbúnaðurinn meira inn en út. Því myndi verðhækkun innflutningsins vega upp verhækkun á útfluttum afurðum.20 Þessi rök áttu eftir að hljóma allan áratuginn, gengislækkun var hafnað á þeim forsendum að hún skaðaði hagsmuni bændastéttarinnar. Svo virðist einnig sem margir framsóknar- menn hafi sett það fyrir sig að útgerðarfyrirtæki græddu á gengislækkun.21 Að sögn ritstjórnar Tímans höfðu fundar- menn í Kjósarsýslu gert rétt að fella fyrrnefnda tillögu, því gengislækkun væri ekki hagsmunamál bænda, hún kæmi helst öðrum til góða „og þá sér í lagi stórútgerðarfélögum í Reykja- vík, sem mikið hafa í sínum vörzlum af veltufé bankanna.“22 Stórútgerðarmenn láta að sér kveða Útgerðarmenn í Reykjavík beittu sér enda mest fyrir gengis- lækkun í upphafi árs 1933. Eins og sést í töflu II hafði togara- flotinn verið gerður út með miklu tapi tvö undangengin ár. Tafla I. Afkoma togaraútgerðarinnar Heimild: Skýrslur og álit milliþinganefndar í sjávarútvegsmálum 1933–1934, Reykjavík 1934, bls. 206, 217 og 220–221 Þó afkoman hafi batnað nokkuð á árinu 1933 var útlitið í upphafi árs mjög dökkt, og því eðlilegt að útgerðarmenn leit- uðu logandi ljósi að leiðum til að bæta afkomuna. Þegar af- koma greinarinnar versnaði aftur árið 1936, en tap af rekstri það ár var 11% af tekjum23, komu aftur fram kröfur frá útgerð- armönnum um lækkun krónunnar. Þá var baráttan háð á vett- vangi S.Í.F., og virðist hafa verið leidd af fulltrúum smærri út- gerðarfyrirtækja utan Reykjavíkur.24 Kröfur um gengislækkun virðast því tengdar afkomu útgerðarinnar. Fyrstu fréttir af gengisfellingaráhuga útgerðarmanna birtust í janúar. Í sama tölublaði Alþýðublaðsins og fyrstu fréttir af gengisfellingu dönsku krónunnar birtist var svohljóðandi klausa: „Sú saga gengur um bæinn, að útgerðarmenn vinni nú að því öllum árum, að fá framgengt lækkun á gengi krónunnar. Er Ólafur Thors fyrirliðinn, svo sem í öðrum óþrifaverkum íhaldsins.“ Með þessu ætti að „draga enn nokkrar krónur af sultarlaunum verkamanna í vasa útgerðarmanna handa þeim til að byggja sér fyrir 100 þúsund króna luxusvillur.“25 Þrátt fyrir ítarlega leit hefur höfundi ekki tekist að hafa upp á neinum óyggjandi ummælum Ólafs frá þessum tíma um að fella ætti gengið. Hér var á ferð viðkvæmt mál og því gætti Ólafur sig á að vera varkár í yfirlýsingum sínum. Þó eru til ótraustar heim- ildir um að á kosningafundum fyrir kosningarnar 1934 hafi hann talað um nauðsyn gengislækkunar.26 Þá virðist Ólafur hafa viðr- að möguleikann á gengislækkun á Varðarfundi í lok janúar 1933. Eina frásögnin af fundinum er í leiðara Alþýðublaðsins 8. febrúar. Leiðarahöfundur sagði að Ólafur hefði farið að tala utan í það á síðasta Varðarfundi, að það þyrfti að lækka krónuna. En sem skiljanlegt er eru kaupmenn í Reykjavík ekki hrifnir af að svoleiðis farið með þá, og sagði sögumaður minn mér, að þetta væri í fyrsta sinn á eft- ir Varðarfundi, að hann hafi heyrt hnjóðað í Ólaf Thors.27 Þessi fundur var ekki færður í fundargerðarbók Varðar. Fundirnir næst á undan og eftir voru færðir inn, en á milli eru nokkrar auðar síður, þar sem færa hefur átt fundinn inn síðar, en einhverra hluta vegna hefur það farist fyrir.28 Í gerðarbók stjórnar félagsins sést að mánudeginn 16. janúar var ákveðið að halda almennan fund „í næstu viku“, (þ.e. 23.–27. janúar) og skyldi umræðuefni hans vera viðskiptahöftin.29 Fundurinn var hvorki auglýstur í Morgunblaðinu né Vísi og hvorugt blað- anna sá ástæðu til að fjalla um fundinn eða ummæli Ólafs á honum. 59 1929 15.278.835 + 254.758 + 2% 1930 18.078.154 - 1.669.857 - 9% 1931 13.627.443 - 2.811.877 - 21% 1932 9.959.860 - 1.496.500 - 15% 1933 11.252.900 - 324.258 - 3% 1934 11.062.751 - 694.421 - 6% ár tekjur alls tap/ hagnaður alls tap/hagnaður sem hlutfall tekna Tryggvi Þórhallsson (1889–1935) Tryggvi var forsætisráðherra í ríkisstjórnum Framsóknarflokksins 1927–1932. Hann var formaður Framsóknarflokksins 1927–1932. Samstarf hans og annars helsta forystumanns flokksins, Jónasar Jónssonar var ekki gott, og sagði Tryggvi að lokum skilið við flokkinn og stofnaði Bændaflokkinn haustið 1933. Tryggvi sat í gengisnefnd frá 1925, en hann var ásamt Ólafi Thors í flokki „stýfingarmanna“. Sagnir 1999
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.