Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 61

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 61
60 Skasta svikamylla auvaldsind Sagnir 1999 „Sterkasta vopn útgerðarmanna“ Líkt og aðrir atvinnurekendur höfðu útgerðarmenn fram að þessu lagt mesta áherslu á launalækkun. Félag íslenskra botn- vörpuskipaeigenda var helsti vettvangur hagsmunabaráttu út- gerðarinnar um þessar mundir. Slæm staða útgerðarinnar var iðulega til umræðu á fundum félagsins á síðari hluta ársins 1932. Hugur útgerðarmanna stóð helst til lækkunar opinberra gjalda og launalækkunar, allt að 30%. Á fundi 17. september voru Ólafur Thors ásamt Jóni Ólafssyni, útgerðarmanni í Alli- ance h.f. skipaðir í nefnd á vegum félagsins til þess að eiga viðræður við ríkisstjórnina um afkomu greinarinnar og leiðir til viðreisnar.30 Í þeim viðræðum virðist sem lækkun á gengi krónunnar, eða afnám skilaskyldu á erlendum gjaldeyri, hafi komið til tals, því að í febrúar tóku að berast fréttir af því að útgerðarmenn legðu hart að ríkisstjórninni að gengið yrði fellt. Hámarki náði sú umræða í lok mánaðarins, en þá virðist Ólafur Thors hafa reynt að fá F.Í.B. til fylgis við gengisfell- ingu. Jafnvel var rætt um að togaraeigendur hygðust stöðva flotann til að leggja áherslu á kröfur sínar. Því miður eru öruggustu heimildirnar um þá ráðagerð tvær örstuttar fréttir í Alþýðublaðinu og ein grein í Hádegisblað- inu.31 Verkalýðsblaðið flutti einnig frétt af ráðagerð F.Í.B., en bætti engu við.32 Fundargerðir F.Í.B. renna stoðum undir frétt- irnar, en orðalag þeirra er of óljóst til að hægt sé að kveða upp endanlegan dóm. Fyrri frétt Alþýðublaðsins birtist 21. febrúar, undir fyrisögninni Verkbann á togurunum: „Svo lítur út, sem togaraeigendur séu að stöðva togarana, til þess með því að hræða þingið til þess að lækka krónuna. Nánar á morgun.“33 Þegar blaðið kom út daginn eftir hafði togarastoppið runnið út í sandinn.: Að sögn hafa togaraeigendur ekki gengið nema með hang- andi hendi að því, að stöðva togarana; er jafnvel sagt, að Kveldúlfs-forstjórarnir hafi verið ósammdóma um þetta, en að Ólafur Thors, sem er potturinn og pannan í þessu, hafi drifið þetta í gegn. Þetta mun þó alt vera að mistakast hjá Ólafi, því Hafsteinn fór á veiðar í gær, og á Otur er verið að skrá í dag. Óráðið er hvað verkalýðsfélögin myndu grípa til ef útgerðarmenn á þennan hátt fengju lækkað gengið.34 Blaðið sagði „stopp-mennina“ fara fram á einhver hlunn- indi, ef ekki genglslækkun, þá t.d. skattalækkun. Hádegisblað- ið greindi ítarlegar frá fundinum 22. febrúar. Sagði blaðið að samkomulag hefði ekki náðst á fundinum um verkbann og heyrst hefði að hugmynd Ólafs hefði mætt töluverðri andúð. En hvort sem Ólafur verður undir eða ofan á í þessu máli, þá er það þó talið fullvíst að hik sje á útgerðarmönnum, að láta skipin fara út eins og er, því þau skip, sem áttu að fara út, nú fyrir og um helgina, hafa enn ekki hreyft sig, og engin vit- neskja fáanleg um hvenær þau fari.35 Hvað segja fundargerðir F.Í.B.? Af fundargerðum F.Í.B. má ráða að í upphafi árs 1933 fóru fram viðræður milli ríkisstjórnarinnar og félagsins, og að gengisstefnuna bar á góma í þeim. Stöðvun togaraflotans kom oftar en ekki til tals, þó aldrei hefðu verið teknar neinar ákvarðanir þar um. Af fundargerðum er ekki að sjá að óeining hafi ríkt meðal félagsmanna, en ekki er hægt að sjá að skiln- ingur á gengismálinu hafi verið mikill meðal þeirra. Á fundi um miðjan janúar gerðu Ólafur Thors og Jón Ólafsson grein fyrir gangi viðræðna sinna við ríkisstjórnina. Í fundargerð hefur ekki verið bókað um hvað þær viðræður höfðu snúist. Að erindi þeirra loknu urðu miklar umræður, en þær „snérust mestmegnis um kaupmálin og gengismál.“36 Um- mæli Ólafs Thors á fundi 21. febrúar styrkja þá ályktun að gengismálið hafi borið á góma í viðræðunum. Þá minnti hann fundarmenn á að stöðvun flotans væri „sterkasta vopn útgerð- armanna“. Að svo komnu máli vildi hann þó ekki leggja til að gripið skyldi til þess, en menn yrðu þó að vera tilbúnir til alls- herjarstöðvunar. Formaður óskaði þess jafnframt að menn létu engin vopn úr höndum sjer fara, t.d. bindast ekki að svo stöddu samn- ingum um að afhenda fisk sinn til sölusambandsins. Þær Björn Ólafsson (1895–1974) Björn var stórkaupmaður og iðnrekandi. Hann var viðskipta- ráðherra í utanþingsstjórninni 1942–44. Á kreppuárunum var Björn einn helsti talsmaður verslunarmanna, hann sat í innflutnings og gjaldeyrisnefnd 1931–1937. Hann var dyggur talsmaður verslunarfrelsis og afnáms haftanna og tók mikinn þátt í umræðum um gengismálið á kreppuárunum. Líkt og aðrir félagsmenn í Verslunarráði Íslands lagðist Björn mjög gegn gengislækkun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.