Sagnir - 01.06.1999, Side 65

Sagnir - 01.06.1999, Side 65
64 Skasta svikamylla auvaldsind Sagnir 1999 þýðuflokkinn. Óbreytt gengi var eitt af skilyrðum flokksins fyrir þátttöku í bráðabirgðastjórn með Framsóknarflokki haustið 1933.69 Bændaflokkurinn gerði breytingu á gengis- stefnunni að helsta baráttumáli sínu, flokksmenn voru óþreyt- andi í gagnrýni sinni á gengisstefnu stjórnvalda.70 Af hverju var gengi krónunnar ekki fellt 1933? Því hefur oft verið haldið fram að með með því að fylgja sjálf- stæðari gengisstefnu á kreppu- árnum hefði mátt örva útflutn- ing, glæða atvinnu og flýta fyrir efnahagsbata.71 Íslendingar hefðu átt að fylgja fordæmi Norðurlandanna og fella gengið meira en pundið þegar 1931.72 Gengisstefna Norðurlandanna, er talin ein af helstu ástæðunum fyrir því hve vel gekk að ráða niðurlögum kreppunnar.73 Það mætti teljast eðlilegt að gengi krónunnar hefði verið fellt 1933, til að flýta fyrir efnahagsbata þegar efnahagslífið var búið að ná dýpsta kreppudalnum, sér- staklega eftir að ljóst var að sú leið sem flestir atvinnurekend- ur vildu fara, launalækkun, væri ófær. Eftir 1933 minnkuðu sveiflur á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum, og alþjóðleg sátt verð um að stefna að stöðugleika. Þá var örðugra fyrir lítil ríki að skerast úr leik.74 Á því leikur enginn vafi að gengisfelling krónunnar var rædd af fullri alvöru af forystumönnum þjóðarinnar. Ef marka má Alþýðublaðið spurð- ist ríkisstjórnin jafnvel fyrir hjá Hambros banka í London hvort vænta mætti nokkurrar fyrirgreiðslu yrði gengið fellt, svo sem tilslökunar á vaxta- greiðslum.75 Stjórnin virðist hafa haft miklar efasemdir um ágæti gengisfellingar. Þetta sést í skeyti forsætis- ráðherra til sendiherr- ans í Kaupmannahöfn, þann 25. febrúar, um þær mundir sem um- ræðan var að ná há- punkti: Eftir því sem mjer virð- ist er ekki sá kraftur að svo að svo stöddu bak- við krónulækkunarkröf- ur að ástæða sje að gera ráð fyrir breytingum á næstunni en officielt ekki hægt segja annað en við skráum sama sterlinggengi og áður og sleppa öllum spádómum [þar um].76 Endanleg ákvörðun hafði ekki verið tekin — Ásgeir segir ósennilegt að gengið verði fellt, en treystir sér ekki til að slá því föstu. Skeytið hefði verið orðað með ákveðnari hætti hefði stjórnin verið staðráðin í að halda óbreyttri stefnu. Stjórnvöld sáu ekki ástæðu til stefnubreytinga að sinni, enda ekki hávær- ar kröfur um það. Hér er komin mikilvæg ástæða fyrir því að gengið var ekki fellt í upphafi árs 1933. Lítill áhugi var á gengisfellingu, fjöl- margir töldu launalækkun eðli- legri og aðrir bentu á hlutaskipti sem lausn. Miklu minna bar á rök- um þeirra sem vildu gengisfell- ingu, en hinna sem vildu óbreytt gengi, og látlausum árðoðri var haldið uppi af verkalýðshreyfingin og verslunarmönnum í Sjálfstæð- isflokki. Morgunblaðið og Alþýðu- blaðið kepptust um að mála geng- islækkun sem svörtustum litum. Útgerðarmenn virðast ekki hafa verið nógu sameinaðir að baki gengislækkunarkröfunni til að halda henni fram af krafti eða til að mark væri tekið á henni.77 Afdrifaríkara kann að hafa verið að við völd sat fremur veik samsteypustjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Stjórnin var mynduð með lausn kjördæmamálsins að megin viðfangsefni og naut ekki fulls stuðnings þeirra flokka sem að henni stóðu. Jónas Jónsson og ýmsir í hópi framsóknarmanna héldu uppi stöðugum árásum á stjórnina. Ástandinu hefur ver- ið lýst sem „hálfgildings stjórnarkreppu“.78 Þó fulltrúar fram- Þó fulltrúar framleiðenda til „sjávar og sveita“ hafi verið í ríksstjórn, þá var stjórnin ekki nógu sterk til að takast á hendur jafn vandasamt verk og gengis- felling hlaut að vera, til þess hafði hún ekki fylgi í eigin flokkum. Salurinn í Góðtemplarahúsinu illa leikinn, sennilega eftir Gúttóslaginn.

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.