Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 66

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 66
Skasta svikamylla auvaldsins 65 1 Á þriðja áratugnum, frá því að sjálfstæð skráning krónunnar hefst 1921/1922 og þar til að gengishækkun krónunnar var stöðvuð 1925 urðu miklar umræður um gengismál. Nafn Jóns Þorlákssonar, fjármálaráðherra, er órjúfanlega tengt þeim umræðum. Verðbólga hér á landi hafði verið mikil á stríðsárunum, og krónan fallið mikið í verði. Jón barðist fyrir því að gjaldmiðillinn fengi sitt fyrra gullgildi. Gegn Jóni stóðu fjölmargir framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, þeirra á meðal Tryggvi Þórhallsson og Ólafur Thors. Sjá t.d.: Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Gengishækk- unin 1925“, Landshagir. Þættir úr íslenzkri atvinnusögu, gefnir út í tilefni af 100 ára afmæli Landsbanka Íslands. Ritstj.: Heimir Þorleifsson. Reykjavík 1986, bls. 199–232. 2 Þrátt fyrir ítarlega leit, hefur höfundur ekki fundið nein merki þess að gengismálið hafi komið til tals árið 1932. Umræðan í kjölfar gengislækk- unarinnar 1931 var einnig af mjög skornum skammti. Ef undan eru skild- ar stóryrtar fordæmingar verkalýðsblaðanna fjölluðu dagblöðin nánast ekkert um gengisfallið. 3 Jóhannes Nordal og Ólafur Tómasson: „Frá floti til flots. Þættir úr sögu gengismála 1922–1973.“ Klemensar bók. Afmælisrit Klemensar Tryggva- sonar gefið út í tilefni af sjötugsafmæli hans 10. september 1984. Ritstj.: Sigurður Snævarr. Reykjavík 1985, bls. 219. 4 Sigurður Snævarr: Haglýsingin Íslands. Reykjavík 1993, bls. 373. 5 Ásgeir ritaði tvær greinar í Tímann um gengisfallið, hér er vitnað í fyrri greinina: Ásgeir Ásgeirsson: „Verðfall gjaldeyrisins“, Tíminn 3. október Tilvísanir ur með „Kanslergade forliget“: Ríkisstjórn jafnaðarmanna ásamt miðflokknum felldi dönsku krónuna um 18%. Gengis- fellingin var hluti af víðtækari ráðstöfunum til viðreisnar at- vinnuveganna, sérstaklega útflutningsframleiðslu og landbún- aðar. Til að koma í veg fyrir að hagur útflytjenda væri étinn upp af launahækkunum og vinnudeilum voru verk föll bönn- uð og launataxtar festir, auk þess voru vextir lækkaðir og verkbönn vinnuveitenda bönnuð. Verkalýðshreyfingin fékk í staðinn aukin útgjöld til velferðarmála og atvinnuleysisbóta og fé til byggingar verkamannabústaða var aukið.80 Aðgerð- irnar voru stórt skref til viðreisnar dönsku efnahagslífi, en sögulegt mikilvægi felst helst í því að með þeim var stigið fyrsta skrefið til sögulegra sátta atvinnurekenda og verkalýðs- hreyfingarinnar. Slíkar sættir voru grunnurinn að „norræna módelinu“, samráðskerfi því sem einkenndi samfélag og efna- hagslíf Norðurlandanna á eftirstríðsárunum.81 Jón Baldvinsson, einn af foringjum íslenskra jafnaðar- manna, benti á að verkamenn gætu sætt sig við gengislækkun væri hún framkvæmd með líkum hætti og í Danmörku, jafnað- armenn yrðu að eiga hönd í bagga. Að öðrum kosti væri ekki hægt að koma í veg fyrir að aðgerðirnar yrðu verkamönnum til bölvunar.82 Síðar á áratugnum benti Ásgeir Ásgeirsson á að eina leiðin til að lækka gengið væri að gera það með samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Þessi leið var hinsvegar aldrei rædd af alvöru. Jafnaðarmenn höfðu ekki nægilegan styrk til að leggja til slíkar aðgerðir sjálfir og atvinnurekendur töldu sig ekki þurfa að taka tillit til verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðu- flokksins. Jafnvel í lok kreppunnar, við undirbúning „þjóð- stjórnarinnar“, höfðu sjálfstæðismenn ekki skiling á nauðsyn þess að Alþýðuflokkurinn væri hafður með í ráðum um við- reisn atvinnuveganna.83 1931. Sú síðari fjallaði um viðhorf Ásgeirs til gengismálsins og stefnu stjórnvalda: Ásgeir Ásgeirsson: „Gengi og gjaldeyrir”, Tíminn 19. októ- ber 1931. 6 Ólafur Björnsson: „Gjaldeyris- og gengismál“, Alþingi og fjárhagsmálin 1845–1944. Klemens Tryggvason, Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Björnsson. Reykjavík 1953, bls. 125. 7 Varðandi norska gengisstefnu og baráttu norskra bænda fyrir lægra gengi á fjórða áratugnum vísast í Øistein Hveding: Landbrukets gjeldkrise i mell- omkrigstiden. Jaren 1982, bls. 215–219. Fjallað er ítarlega um danska gengisstefnu þessa tíma í Knud Eerik Svendsen, Erik Hoffmeyer, et al.: Dansk Pengehistorie II. Óðinsvé 1968, bls. 162–178. 8 Sjá t.d. Helge W. Nordvik: „Penge- og valutapolitikk, bank og kreditt- vesen og krisen i norsk økonomi på 1930-tallet“, Det som svarte seg best. Studier i økonomisk historie og politikk. Ritstj.: Edgar Hovland, Even Lange og Sigurd Rysstad. Osló 1990, bls. 177–191. Einnig: Nils Meinander: Satavisikymmentä vuotta rahapolitiikkaa. Suomen pankki 1811–1961. Helsinki 1964, bls. 76–80. Rétt er að taka fram að í Danmörku héldu sam- tök bænda áfram að krefjast lægra gengis. Hámarki náði barátta þeirra árið 1935, en þá var skipulögt gjaldeyrisverkfall til að knýja á um gengislækk- un. Aðgerðirnar runnu út í sandinn. Sjá: Knud Erik Svendsen, Erik Hoff- meyer, et al.: Dansk Pengehistorie II. Óðinsvé 1968, bls. 202–206. 9 „Gengið“ (Reykjavíkurbréf), Morgunblaðið 12. febrúar 1933. Íslensku dagblöðin fjölluðu mikið um ákvörðun Dana, kosti hennar og galla. Sagnir 1999 Peningaseðill. Sjálfstæð skráning krónunnar hófst 13. júní 1922. Fram að því hafði íslensk króna jafngilt danskri. Fyrstu árin var gengi krónunnar fljótandi, en var fest í kjölfar mikillar hækkunar á árunum 1924 og 1925: 22,15 krónur jafngiltu einu sterlingspundi. Festing gengisins var þá skoðuð sem bráðabirgðaákvörðun, en varð upphafið að lengsta tímabili stöðugs gengis í sögu íslenskra efnahagsmála. Gengið gagnvart pundi var óbreytt til 1939. leiðenda til „sjávar og sveita“ hafi verið í ríksstjórn, þá var stjórnin ekki nógu sterk til að takast á hendur jafn vandasamt verk og gengisfelling hlaut að vera, til þess hafði hún ekki fylgi í eigin flokkum.79 Jafnvel þó náðst hefði samstaða með stjórnarflokkunum um gengislækkun voru jafnaðarmenn utan stjórnar. Verka- lýðshreyfingin hefði aldrei þolað að gengi krónunnar hefði verið fellt án síns samráðs, sérstaklega ekki meðan sárin frá Gúttóslagnum voru ógróin. Slíkt hefði aðeins leitt til harðsnú- inna vinnudeilna. Gengisfelling krafðist samvinnu allra stétta, líkt því samkomulagi sem náðist milli helstu flokka Danmerk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.