Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 73

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 73
72 Stjrnmlastefna Slobodan Milosevic Sagnir 1999 þess frelsis er lofað var fengum við helvíti kommúnismans! Við verðum að reisa fullveldi hinnar króatísku þjóðar og gera draum hennar um frelsi og sjálfstæði að raunveruleika.”23 En mestu hjálpina fékk Tudjman frá Milosevic. Hin árásargjarna stjórn- málastefna Milosevic var besti áróð- urinn. Hún ögraði þjóðarstolti Króata og það nýtti Tudjman sér á áhrifarík- an hátt.24 Vorið 1990 vann Króatíski lýð- ræðisflokkurinn yfirburðasigur í kosningunum í Króatíu og fékk hreinan meirihluta í öllum þremur deildum þingsins. Tudjman var síðan valinn forseti landsins af þinginu.25 Með tilliti til þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér stað í samskiptum þjóðernishópa Júgóslavíu í seinni heimsstyrj- öldinni voru aðgerðir Tudjman umdeildar. Í seinni heims- styrjöldinni var ekki einungis háð þjóðfrelsisstríð undir for- ystu Kommúnistaflokks Júgóslavíu því að í raun var í land- inu háð grimmileg borgarastyrjöld. Talið er að um 1,7 millj- ón manna hafi fallið í Júgóslavíu í seinni heimsstyrjöldinni, þar af meira en helmingur fyrir hendi samlanda sinna.26 Tudjman bauð þeim Króötum sem farið höfðu úr landi á kommúnistatímanum, á flokksþing Króatíska lýðræðis- flokksins. En fjármagn þeirra gegndi lykilhlutverki í sigri flokksins. Staðreyndin var sú að meðal króatísku flóttamann- anna voru meðlimir Ustacha-hreyfingarinnar sem höfðu náð að flýja í lok stríðsins.27 Ustacha-hreyfingin var fasistahreyf- ing sem ríkti í Króatíu í skjóli Þjóðverja í seinni heimsstyrj- öldinni af miklu vægðarleysi gegn öllum þeim er ekki voru Króatar. Markmið hennar var að gera Króatíu að hreinu króatísku þjóðríki og iðkaðar voru þjóðernishreinsanir á Serbum, Gyðingum og Sígaunum. Að bjóða yfirlýsta stríðs- glæpamenn velkomna til Króatíu var því mjög umdeilt, sér- staklega á óvissutímum þar sem þjóðremba réði ríkjum. En Tudjman virtist ekki vera í mun að jafna ágreininginn milli þjóðanna. Fyrstu átök brutust út í Krajina-héraðinu í suður- hluta Króatíu milli Serba og króatísku lögreglunn- ar í ágúst árið 1990. En þar bjó stærstur hluti þeirra 12,2%28 Serba er í Króatíu bjuggu. Krajina-Serbar nutu pólitísks stuðnings frá Belgrad. Það magn vopna er uppreisnarmennirnir höfðu undir höndum áður en uppreisnin braust út gaf til kynna að júgóslavneska innanríkisráðuneytið hefði lokað augunum fyrir vopnasmygli til Krajinu.29 Sú krafa Milosevic að allir Serbar skyldu hafa rétt á að lifa saman í einu ríki átti þátt í að átök brutust út í Krajina, enda sáu Krajina-Serbar, eins og Serbar í Bosníu-Hersegóvínu, Milosevic nú sem verndara sinn.30 „Serbía þarf ekki að gera sér tálsýnir um að hægt sé að forðast stríð. Þá gildir það að verja Serba, alveg sama hvar þeir búa,“ sagði Milosevic í sjónvarpsávarpi.31 Þetta var greinileg stuðningsyf- irlýsing við hina vopnuðu uppreisn Serba í Króatíu. Áróðursvél Milosevic Til að vinna hug og hjörtu þjóðar sinnar til fylgis við sig þurfti Milosevic að hafa fullt vald yfir fjölmiðlum. Yfir- gnæfandi meirihluti serbneskra borgara hafði hreinlega ekki möguleika á að nálgast aðrar upplýsingar en þær sem hinn op- inberi áróður fjölmiðlanna bauð upp á.32 Inntak áróðurs Milosevic var að um samsæri hinna valdamiklu gegn Serbíu væri að ræða. Þessi fullyrðing var stöðugt endurtekin með ótrúlegri þolinmæði í mikilvægustu sjón- varpssendingum Serbíu. Jafnvel með vinsælustu sjónvarpsþáttum birtust áróðurstextar á jaðri sjón- varpskjárins.33 Í byrjun árs 1991 ríkti neyðarástand í efnahags- málum Serbíu og ekki var hægt að borga starfsfólki laun, verkföll voru boðuð og útlit var fyrir almenna óánægju innan Milosevic hefur alltaf reitt sig á stuðning hersins Inntak áróðurs Milosevic var að um samsæri hinna valdamiklu gegn Serbíu væri að ræða. Þessi fullyrðing var stöðugt endurtekin með ótrúlegri þolinmæði ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.