Sagnir - 01.06.1999, Page 74

Sagnir - 01.06.1999, Page 74
Stjrnmlastefna Slobodan Milosevic 73 allra geira samfélagsins. En myndir af hakakross- um, Hitler að halda ræðu, voru sýndar í sjónvarp- inu og undir hljómaði „Lili Marleen“34, lag sem var orðið tákn fyrir fasisma Þýskalands í landinu. Í framhaldi af þessum myndum var fullyrt að Króatar hefðu á ný skipulagt þjóðarmorð á Serbum og atburðir seinni heimsstyrjaldarinnar væru í þann mund að endurtaka sig. Milosevic stýrði áróðursstríðinu af fullum krafti, til að full- vissa landsmenn um að ástæða væri til að hafa áhyggjur af öðru mikilvægara en hinu daglega brauði.35 Bosnía-Hersegóvína milli steins og sleggju Bosnía-Hersegóvína var blandaðasta sambands- lýðveldið hvað þjóðerni varðar en þar lifðu þjóð- ernishóparnir hverjir innan um aðra. Hinir bosn- ísku Múslimar voru upphaflega ekki þjóðernis- hópur heldur tilheyrðu ákveðnu trúarsamfélagi.36 Samkvæmt manntali frá 1991 skiptust hlutföll þjóðernishópanna þar þannig að 43,7% voru Múslimar, 31,4% Serbar, 17,3% Króatar, 5,5% Júgóslavar37 og 0,4% tilheyrðu öðrum hópum.38 Í stjórnarskránni frá 1974 voru Múslimar við- urkenndir sem þjóð og voru þar með orðnir þriðji stærsti þjóð- ernishópurinn innan Júgóslavíu. En það sem m.a. greindi Múslima frá Serbum og Króötum var að þeir gátu ekki gert tilkall sem þjóð til eigin lýðveldis. Serbneskir og króatískir þjóðernissinnar breiddu út þá sannfæringu sína að Múslim- ar væru ekki til sem eigin þjóðern- ishópur, heldur væru þeir í raun annað hvort Serbar eða Króatar. Á hinum 500 ára valdatíma Tyrkjaveldis hefðu þeir fallið í freistni eða látið undan þrýst- ingi og skipt um trú. Þar með höfðu þeir snúið sér frá sínu rétta þjóðerni og tekið upp hefðir og siði nýrrar menningar.39 Lögfræðingurinn Alija Izetbegovic fór fyrir Flokki lýðræðis- sinna (SDA) í Sara- jevo. Flokkurinn var skilgreindur sem póli- tískt samband borgara Júgóslavíu, sem til- heyrðu menningar- og sögulegri hefð mú- hameðstrúarinnar.40 Fyrstu frjálsu kosn- ingarnar í Bosníu- Hersegóvínu fóru fram í nóvember 1990. Izetbegovic varð for- seti landsins og myndaði ríkisstjórn með stærstu flokkunum.41 En strax í byrjun stjórnarsamstarfsins kom í ljós að geðlækn- irinn Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu-Serba og flokkur hans lögðu áherslu á önnur mál en samræmdust stefnuskrá stjórnar Izetbegovic. Karadzic sagði að Bosníu-Serbar myndu ekki sætta sig við neinar breyting- ar á stöðu Bosníu-Hersegóvínu innan Júgóslavíu. Hvorki kæmi fullvalda lýðveldi til greina né sambandsstjórn líkt og Slóvenar og Króatar vildu. Hann útilokaði heldur ekki að til vopnaðara átaka gæti komið ef staða Bosníu-Serba breyttist, og ef komið væri fram við Bosníu-Serba eins og þjóðernisminnihlutahóp.42 Staða Bosníustjórnar var erfið. Í allri umræðu um breytingu á stjórnskipan Júgóslavíu í lauslegt ríkjabandalag var hún á sama máli og stjórnir Slóvena og Króata, þar sem hún vildi koma í veg fyrir að svigrúm skapaðist fyrir Milosevic til að ná yfirráðum yfir málum Júgóslavíu. Að sama skapi vildi Bosn- ía-Hersegóvína ekki að Slóvenía og Króatía myndu algjörlega segja sig úr sambandsríkinu Júgóslavíu. Það myndi þýða að Bosnía-Hersegóvína yrði skilin eftir með Makedóníu, öðru sambandslýðveldi með veika stöðu, og hefði ekkert bolmagn til að sporna við yfirráðum Serbíu.43 Í október 1991 var orðið full ljóst að Slóvenía og Króatía myndu ekki lengur tilheyra sambandsríkinu Júgóslavíu. Á þinginu í Sarajevo höfðu Múslimar og Króatar meirihluta og lýsti hann yfir fullveldi Bosníu-Hersegóvínu. Serbnesku þing- mennirnir virtu atkvæðagreiðsluna að vettugi, gengu af þingi og stofnuðu eigið serbneskt þjóðþing. Í janúar var síðan stofn- að serbneskt lýðveldi í Bosníu-Hersegóvínu.44 Þar sem Serbar bjuggu innan landsins voru sjálfstórnarhéruð stofnuð. Þessi héruð, sem lutu í raun löglegum stjórnvöldum Bosníu- Hersegóvínu, skyldu tilheyra hinu nýja serbneska lýðveldi, jafnvel Sarajevo skyldi verða höfuðborg landsins. Sú kenning Milosevic að þar sem Serbar byggju væri Serbía var ríkjandi í Sagnir 1999 Söguleg mynd frá 1991. F.v. Momir Bulatovic forseti Svartfjallalands, Alija Izetbegovic forseti Bosníu-Hersegóvínu, Kiro Gligoroff forseti Makedóníu, Franjo Tudjman forseti Króatíu, Milan Kucan forseti Slóveníu og Slobodan Milosevic forseti Serbíu. Búseta Serba innan Bosníu- Hersegóvínu var dreifð um allt land- ið. Ef að serbnesku sjálfstjórnarhér- uðin ættu að geta orðið að einu lýð- veldi yrði að koma til fólksflutninga og/eða landvinningastríðs.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.