Sagnir - 01.06.1999, Page 79

Sagnir - 01.06.1999, Page 79
78 Umsgn um 19. rgang Sagna Sagnir 1999 um. Björn rifjar m.a. upp að afi hans, Benedikt Sveinsson, lagðist gegn sambandslögunum á sínum tíma á Alþingi og kveðst hann hafa alist upp við þá skoðun að Íslendingar hafi gengið of skammt í þeim samningum. Grein Kolbeins Proppé er athyglisverð. Ég saknaði þess þó að hann skyldi ekki teygja umfjöllunina allt til okkar daga. Ég sé ekki betur en sams konar orðræða ráði enn ríkjum. - Grein Páls Baldurssonar um „enska lánið“ var ögn bragðdauf, enda kannski ekki nema von þegar í ljós kemur að lánið var á kjör- um sem eðlileg hlutu að teljast á þeim tíma. Grein Stefáns Pálssonar um fjármögnun Sogsvirkjunar er heldur engin „sensasjón“. Hann dregur þó ýmislegt forvitnilegt fram í dagsljósið, ma. að forráðamenn borgarinnar létu sér detta í hug í kynningarbæklingi um virkjunina sem ætlaður var er- lendum lánveitendum að leggja þunga áherslu á vænlega framtíð íslensks landbúnaðar en ekki iðnvæðingu eða stór- aukna sölu til heimilisþarfa. Grein um Höfðaborgina er með bestu greinunum í Sögn- um, efnið er athyglisvert og merkilegt hversu óvönduð húsin hafa verið. Einnig er dreginn upp skemmtilegur spegill af við- horfum fólks og hversu sjálfsagt var að talið að láta pólitíska samherja njóta skoðana sinna. Raunar sýnir greinarhöfundur ekki fram á að borgarkerfið hafi verið spillt, etv. fremur þvert á móti. Kommarnir virðast hafa átt greiða leið inn í Höfða- borgina. Guðbrandur Benediktsson leiðir okkur inn í heim ljós- myndasafns. Það er góðra gjalda vert en leiðir líka hugann að mikilvægi ljósmynda sem heimilda og myndlestri sem ótrú- lega lítið er stundaður hér á landi. - Leifur Reynisson sýnir fram á hversu seint íslensk ungmenni voru að taka við sér í stúdentabyltingunni, svo og að hér á landi voru það ekki síð- ur menntaskólanemar en háskólanemar sem voru í farar- broddi. Spurning er reynd- ar hvort réttmætt er hjá honum að tala um hópana lengst til vinstri sem smáklíkur. Ef lagður er saman sá fjöldi sem var virkur í þessum þremur til fjórum samtökum sem starfandi voru á áttunda áratugnum skiptu þeir hundruðum en ekki tugum og starfsemin var ótrúlega öflug. Skemmtilegt var að lesa viðtalið við farfuglinn Jesse Byock, meira af slíku. Hvernig væri til dæmis að taka viðtal við Andrew Wawn næst? Mér finnst Byock draga vel fram hversu íslenskt fræðasamfélag hefur verið erfitt og lokað á margan hátt og hann sjálfur er dæmi þess hversu mikil- vægt er að brjóta niður múra á milli fræðigreina og hve miklu máli skiptir að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Mér fannst grein Gunnars Karlssonar varla eiga heima í Sögnum, frekar í Sögu eða kannski helst sem þarft framlag til umræðu innan sagnfræðiskorar. Greinin er engu að síður mjög athyglisverð. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að svo mjög hefði verið dregið úr kennslu í „miðlun sögu“ frá því sem var á níunda áratugnum. Í þessu sambandi vil ég nefna að Helgi Þorláksson stóð fyrir sérstöku námskeiði, svokölluðu útgáfunámskeiði, og viðfangsefnið var einmitt að gefa út Sagnir; þetta var vorið 1984 og var eitt besta og árangursrík- asta námskeið sem var boðið upp á á þeim tíma. Kannski má rekja það kæruleysi, sem mér finnst ég hafa orðið var við í vaxandi mæli varðandi notkun myndefnis, til þess að þessum þætti er ekki sinnt í sama mæli og áður í grunnnámi sagn- fræðinema. Ég tek heils hugar undir það með Gunnari að sagnfræðingar vinna ekki aðeins með efni heldur einnig form og nauðsynlegt er að þjálfa fólk í að setja fram hugsanir sínar; þverfaglegt námskeið á þessu sviði væri etv. vænlegt. Guðrún Bjarnadóttir dregur upp athyglisverða mynd af stöðu leiguliða í upphafi 18. aldar en til þeirra töldust yfir 90% bænda. En hún sýnir líka skýrt að ýmsir í hópi bænda stóðu fast á rétti sínum og stóðu upp í hárinu á yfirvaldinu þegar þeir töldu á sér brot- ið, og komust upp með það; athygliverð grein og læsileg. Í heild er efni Sagna áhugavert, auðvitað misjafnlega. Margt mætti þó betur fara. Sumar greinanna eru full langar og þyldu töluverða styttingu. Ritstjóri mætti einnig vera atorku- samari við að reyna að „skerpa undir“ greinunum, hver er meginhugmyndin sem verið er að fjalla um, má ekki vera djarfari í ályktunum, hafa áhugaverðari fyrirsagnir og milli- fyrirsagnir osfrv. En auðvitað er hægara um að tala en í að komast. Vegni ykkur vel sagnfræðinemar með útgáfu Sagna. 1

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.