Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bændur í Mývatnssveit eru loks byrjaðir að heyja eftir langvarandi norðanátt og vætu. Hér má sjá Ara Rúnar Gunnarsson við sláttinn á bænum Vogum II. Faðir hans, Gunn- ar Rúnar Pétursson, segir að sláttur- inn gangi vel. „Menn eru að byrja einn af öðrum. Loks er kominn þurrkur svo þetta er gerlegt,“ segir Gunnar. Hann segir að flestir hafi verið búnir í heyskap um svipað leyti í fyrra. „Það tekur ekki langan tíma að heyja nú til dags. Þetta getur ver- ið yfirstaðið á viku, en nú eru margir bændur sem gera út á verktöku, sér- staklega við rúllubaggagerð. Það segir sig sjálft að þegar allir eru að heyja í einu þá er ekki víst að menn fái verktaka hér á þessu svæði,“ seg- ir Gunnar. Hann segir að menn hafi getað dreift álaginu á milli sín fyrri ár og heyjað á ólíkum tíma. Hann segir að nú horfi menn til veðurs og vonist eftir góðri spá svo að hægt sé að halda heyskap áfram. Aðspurður segir hann þetta ekki kaldasta sum- ar í manna minnum. „Sumarið 1979 voru menn að heyja í september og október,“ segir Gunnar. vidar@mbl.is Slátturinn loksins hafinn Morgunblaðið/Birkir Fanndal Bændur í Mývatnssveit geta loks heyjað eftir harða tíð Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Heitur lækur hefur myndast austast á tungu Holuhrauns, nærri fossinum Skínanda. Landverðir í Vatnajökuls- þjóðgarði uppgötvuðu nýlega að hægt væri að baða sig í læknum. Stef- anía Vignisdóttir, landvörður á svæð- inu, segir að í fyrstu hafi þau haldið að lækurinn væri of kaldur til að baða sig í en það hafi ekki reynst rétt og er vatnið tæplega 40 gráður þar sem það er heitast. „Fyrst sáum við heita og volga potta. Að lokum komum við að eins konar á, eða straumhörðum læk sem er heitur,“ segir Stefanía. Hún segir óljóst hvort vatnið muni kólna eða hitna meira en orðið er. „Við höf- um ekki fundið neinn stað þar sem vatnið er of heitt,“ segir Stefanía. Hún segir að landverðir og ferða- menn hafi þegar baðað sig í vatninu. Sumir velji að baða sig í einskonar pottum sem eru aðgengilegri en læk- urinn sjálfur. Stefanía hefur sjálf baðað sig og segir upplifunina nota- lega. Hún segir að lækurinn sé ekki sérstaklega aðgengilegur. „Það hvorki má né er sniðugt að fara yfir hraunið af öryggisástæðum. En áður en komið er að nýja hrauninu er hægt að vaða yfir kaldan læk sem nær upp fyrir hné. Svo fer maður yf- ir nokkrar sprænur sem eru volgar áður en maður kemur að heita vatn- inu. Maður gengur í rauninni eftir kantinum á nýja hrauninu,“ segir Stefanía. Hún segir að nokkuð sé um ferða- menn á svæðinu, bæði erlenda og inn- lenda. „Sumir Íslendingar sem frétt hafa af þessu hafa komið hingað í þeim eina tilgangi að fara í lækinn, en ekki til að skoða t.d. Öskju,“ segir Stefanía. Hún bendir á að áhrif vatns- ins á heilsufar fólks hafi ekki verið könnuð og því hafi engin leið verið stikuð að því. Fólk verði að fara þang- að á eigin vegum og á eigin ábyrgð. Baðstaður við Holuhraun  Landverðir og ferðamenn baða sig í heitum læk sem myndast hefur við Holu- hrun  Vatnið um 40 gráður þar sem það er heitast  Fremur erfitt aðgengi Ljósmynd/Júlía Björnsdóttir Notalegt Ferðamenn og landverðir hafa baðað sig í heitum læknum. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ekki er útlit fyrir að sólin láti sjá sig um verslunarmannahelgina í þeim mæli sem landsmenn flestir myndu kjósa, en útlit er fyrir að víða verði skýjað og lítils háttar rigning öðru hvoru. Víðast hvar verða hitatölur á bilinu fimm til fimmtán stig. Hvergi verður þó áberandi hlýjast og flestir landshlutar fá sinn skerf af úrkomu yfir helgina. Skýjað verður á fimmtudag og víða skúrir síðdegis, helst á Suður- og Vesturlandi, auk nokkurs hvass- viðris á Suðurlandi. Hitinn verður á bilinu tíu til fimmtán stig. Á föstudag verður skýjað og úr- komulítið norðantil en bjart veður annars staðar á landinu. Hlýjast verður á suðvesturhorninu, en hitinn verður á bilinu sex til sautján stig. Skýjað á sunnudaginn Á laugardag má búast við súld og rigningu á Norðurlandi. Skýjað verður á Suður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu sex til fimmtán stig og hlýjast á Suðurlandi. Á Vestfjörð- um má búast við úrkomu yfir daginn. Sunnudagurinn verður skýjaður og má búast við skúrum á stöku stað, einkum á Vestur- og Norðurlandi. Hiti verður átta til sextán stig. Hátíðarhöld fara fram um land allt eins og venja er. Til dæmis má nefna Mýrarboltann á Ísafirði, Þjóðhátíð í Heimaey, Eina með öllu á Akureyri, Neistaflug í Neskaupstað og Inni- púkann í Reykjavík. Skin og skúrir í bland um verslunarmannahelgina Morgunblaðið/Styrmir Kári Léttskýjað Búist er við bjartviðri víðast hvar, en stöku skúrum þó.  Veðrið verður ágætt um helgina Atvinnuvega- ráðuneytið til- kynnti í gær að starfsemi Fiski- stofu yrði flutt til Akureyrar 1. jan- úar 2016. Eyþór Björnsson, for- stjóri Fiskistofu, sagði í samtali við Morgunblaðið að engum starfsmönnum yrði sagt upp eða settir afarkostir um flutning til Akureyrar. Ráðið yrði í stöður á Ak- ureyri ef starfsfólk á höfuðborgar- svæðinu hættir og því gæti ferlið tekið 10-15 ár. Fiskistofa flutt til Akureyrar Eyþór Björnsson  Fer norður 1. jan- úar næstkomandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.