Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Þetta er þyngsta byrjun á makríl- vertíð sem við höfum farið inn í frá því að veiðar úr stofninum hófust,“ segir Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Hann segir mjög þungt vera yfir makrílmörkuðum, gjaldeyrishöft og efnahagsástand í Nígeríu valdi miklum skaða og rólegt sé yfir Rússlandsmarkaði. Veiðarnar sjálfar ganga vel og er töluvert magn af makríl komið upp að landinu fyrir austan að sögn Gunnþórs. „Það er að verða búið að taka á móti rúmlega níu þúsund tonnum af makríl sem er mun betra en á sama tíma í fyrra,“ segir Gunnþór en bætir við að ef ekki verði breyting á markaði sé ljóst að sjávarútvegs- fyrirtæki séu að sigla inn í mjög mikla erfiðleika við að losa vöruna. Standi þau þannig frammi fyrir um- talsverðum verðlækkunum á því magni sem verður hægt að selja. „Fyrirtækin eru að taka mikla áhættu og framleiðslan er að fara í geymslur. Þar sem er takmarkað geymslurými á Íslandi er ljóst að tilfærsla í geymslur erlendis er dýr,“ segir hann. Helmingi minna fyrir kílóið Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, lýsir einnig yfir áhyggjum af verð- inu sem fæst fyrir makrílinn, sem sé ekki nema um helmingur þess sem fékkst fyrir hann á sama tíma í fyrra. Hann segir kílóverðið nú eitt- hvað á milli 43 og 47 krónur sam- anborið við meðalverðið 85 til 90 krónur í fyrra. „Þetta er allt, allt annað en í fyrra,“ segir Örn en hann segir verð á makríl vera það sem smábátaeigendur setji helst fyrir sig. „Það er kostnaðarsamt að fara á þessar veiðar. Þeim aðilum hefur einnig fækkað sem vilja kaupa mak- rílinn þannig að það segir sig sjálft að menn eru ekkert að fara í þetta til að moka makrílnum upp og fá ekkert fyrir það,“ segir Örn. Hann segir að upphafskostnaður sé um 15 krónur fyrir hvert kíló af makríl þar sem veiðigjöld nemi sex krónum á kíló og kíló af makríl úr tvö þúsund tonna viðbótarsjóðnum kosti átta krónur. Með þessum gjöldum og sköttum er búið að koma í veg fyrir að þeir sem byrjuðu á veiðum í fyrra og ekki eiga miklar veiðiheimildir geti tekið þátt í makrílveiðunum. „Það er búið að „kötta“ þá úr þessari vertíð. Þetta gjald tekur ekki mið af markaðsverði, sem er gagnrýnivert,“ segir Örn og bætir við að krónurnar væru ekki margar sem einhver myndi greiða fyrir hvert kíló af veiðiheimildum. „Ekki gerandi út á þetta“ Már Ólafsson, sjómaður á Hólmavík, segir að makríllinn sé ekki enn farinn að láta á sér kræla fyrir norðan, en hann stefnir á sína þriðju makrílvertíð í sumar. „Það er ekkert að frétta,“ segir Már og bætir við: „Þar fyrir utan er ekkert hægt að sækja hann bara til að borga í ríkissjóð. Það er ekki ger- andi út á þetta verð. Helmingurinn fer í ríkissjóð.“ Reikna með að hann komi Már segir að veiðigjöldin séu út úr öllu korti enda þurfi hann líklega að greiða um það bil 15 krónur til ríkisins, það fari eftir því hvernig sérstaka veiðigjaldið leggist á hann. Í fyrra greiddi hann svipaða krónu- tölu til ríkisins og því er það ljóst að veiðigjaldið er hlutfallslega hærra í ár, þar sem minna fæst fyrir mak- rílinn. -En ætli makríllinn skili sér á miðin fyrir norðan á endanum? „Maður reiknar með því að hann komi. Það er allt sem segir manni það, og sjórinn er að hlýna. Það er líklegra en ekki að hann komi,“ seg- ir Már. Í fyrra var makríl að finna í Húnaflóa alveg út október, þó að minna hafi verið af honum undir restina. Fannst makríll þannig bæði í fiski og fékkst á færi að sögn Más. Hátt í 20 bátar voru við makríl- veiðar í Húnaflóa í fyrra, segir Már, en annað er uppi á teningnum nú, þar sem hann er einn um að vera að standsetja bátinn fyrir vertíðina. „Ég er sá eini sem er farinn að setja upp draslið, hinir bara hlæja að mér,“ segir Már léttur í lund. Sjá fram á verulegar verðlækkanir  Aðeins einn byrjaður að standsetja bát á Hólmavík þar sem um 20 bátar voru að veiðum í fyrra  Töluvert magn af makríl komið upp að landinu fyrir austan en hann lætur ekki á sér kræla fyrir norðan Ljósmynd/Már Ólafsson Makrílveiðar „Þetta er allt, allt annað en í fyrra,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábáta- eigenda. Kílóverð á makríl er um helmingi lægra í ár en á sama tíma í fyrra. Það setur strik í reikning sjómanna. Örn Pálsson Gunnþór Ingvason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.