Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 GÁMA-SALA 27.-30. JÚLÍALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS SÍÐASTI DAGURINN Í D AG! AÐ EINS D A G A R TIL STE FN U !2 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Farþegaþotur í langflugi milli Evr- ópu og Ameríku fljúga enn beint yfir Heklu, þrátt fyrir viðvaranir Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlis- fræði við Háskóla Íslands. Hann skrifaði Samgöngustofu fyrir um ári síðan og varaði við því að farþega- þotur leggi leið sína yfir eldfjallið. „Ég reyndi að vekja athygli á því að það væri óþarfa áhætta tekin með því að flugvélar fljúgi þarna beint yf- ir,“ sagði Páll. „Það fljúga þarna yfir 20-30 flug- vélar á dag. Þær eru í hættu að lenda í stróknum þegar hann kem- ur. Hekla þarf ekki að eyða neinni orku í að bræða sig upp í gegnum jökul þannig að mökk- urinn mun rísa strax með fullri orku og fara upp í tíu kílómetra hæð, upp að veðrahvörfum.“ Páll sagði að það myndi nægja að færa flugleiðina um fimm kílómetra frá Heklu til að minnka áhættuna mikið. „Það sár- grætilega er að það virðast ekki vera nein viðbrögð hjá flugyfirvöldum til þess að gera þennan sjálfsagða hlut. Þá yrði þessi hætta úr myndinni. Það væri alveg hrapallegt ef við misstum allt í einu flugvél þarna,“ sagði Páll. Færa þarf vegpunktinn Hann sagði að svo virtist sem flugmenn íslensku flugfélaganna, sem áður flugu yfir Heklu á leið frá Keflavík til Helsinki og Stokkhólms, hafi breytt leiðinni og fari ekki leng- ur beint yfir Heklu. Öðru máli gegni með langflug frá austurhluta Evr- ópu og Mið-Austurlöndum til Bandaríkjanna sem enn fer beint þarna yfir. Þessar flugvélar nota Leirubakka sem vegpunkt á leið sinni. Það þarf ekki meira en að færa þann punkt til að vélarnar sleppi við gosstrókinn þegar Hekla kemur. Páll sagði að Hekla væri í sömu sporum og áður. „Hún er til í næsta slag,“ sagði Páll. „Við fáum ekkert meiri merki fyrr en hún bara kemur. Við vitum það. Hekla á næsta leik og aðdragandinn að honum verður mjög stuttur. Aðdragandinn að gosi verður varla meira en hálftími eða klukkutími.“ Mikill tækjabúnaður er notaður til að vakta Heklu. Þensla jarðskorpunnar vegna vaxandi þrýstings í kvikuhólfinu er hæg. Djúpt er niður á kvikusöfnunina sem þýðir að kúlan sem myndast á landið er umfangsmikil og lág. Merkið sem kemur er dauft en mjög eindregið, að sögn Páls. Þróunin undanfarin ár hefur öll verið upp á við. En mælir Páll með gönguferðum á Heklu við núverandi aðstæður? „Ég myndi ekki fara með hóp á Heklu,“ sagði Páll. Hann sagðist myndi ef til vill fara einn en þá myndi hann gæta þess að halda sig vindmegin en ekki hlémegin. Varað við hættunni Upplýsingaskilti á íslensku og ensku, þar sem varað er við hættu af eldgosi, eru við gönguleiðirnar upp á Heklu. Þar segir meðal annars að Hekla sé eitt virkasta eldfjall Íslands. Flest eldgos í Heklu hefjist nánast fyrirvaralaust með snörpum jarð- skjálftahrinum, síðan sprengifasa og tilheyrandi öskufalli og hraungosi. Forboðar Heklugosa sem urðu árin 1970, 1980-81, 1991 og 2000 sáust á mælitækjum einungis 30 til 80 mín- útum áður en gosin hófust. Sé eldgos yfirvofandi í Heklu eru send SMS-skilaboð í alla farsíma á svæðinu. Sé fólk statt á fjallinu þeg- ar fer að gjósa er það hvatt til að láta vita af sér með því að hringja í síma 112. Það á að forða sér niður sömu leið og það kom upp, ef kostur er. Ráðlagt er að fara þvert á öskufall, sé það hægt, og að forðast lægðir og halda hæð vegna hættu á eldfjalla- gasi. Hekla skapar hættu fyrir flugið  Páll Einarsson prófessor hefur varað við því að farþegaþotur leggi leið sína yfir Heklu  Eldfjallið getur gosið fyrirvaralítið og gosmökkurinn risið allt að 10 kílómetra upp í loftið á skammri stundu Morgunblaðið/ÞÖK Hekla Eldfjallið er 1.491 m hátt og eitt það virkasta á Íslandi. Fyrsta eldgos Heklu eftir landnám, og það mesta, varð árið 1104 og olli miklu tjóni. Síðan hefur Hekla gosið 23 sinnum og getur gos komið með skömmum fyrirvara. Helstu hættur eldgosa » Hraunrennsli getur verið óútreiknanlegt og þungir gló- andi steinar þeyst langt frá gígnum. » Öskufall spillir skyggni og gerir erfitt um öndun. Gust- hlaup, brennheit öskuský, geta ruðst niður hlíðar. » Þá getur eldgos valdið vatnsflóðum, skriðum og aur- skriðum. Hætta á eldingum eykst nálægt gosmökkum og undir gosmekki og í öskufalli verður lítið skyggni. Eldfjalla- gas leitar í lægðir. Páll Einarsson Skagafjörður hefur verið útnefndur Gæða- áfangastaður Íslands 2015 fyrir verkefnið Mat- arkistan Skagafjörður. Verkefnið var útnefnt af Ferðamálastofu í tengslum við EDEN- verkefnið sem stendur fyrir „European Dest- ination of Excellence“. Markmið EDEN- verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjöl- breytileika og sameiginlegum einkennum evr- ópskra áfangastaða og kynna til sögunnar lítt þekkta áfangastaði og samkvæmt vefsíðu Ferðamálastofu var þemað í ár matartengd ferðaþjónusta. Í niðurstöðu valnefndar segir m.a. að Matarkistan Skagafjörður hafi verið fyrsta samstarfsverkefni sinnar tegundar hér á landi og hafi þannig rutt veginn fyrir önnur slík verkefni. Annað sætið hlaut Skaftárhreppur fyrir verkefnið Hvað er í matinn? Skagafjörður er Gæðaáfangastaður 2015 Sauðárkrókur Matarkistan hefur vakið mikla athygli. Höggmyndin Jacqueline með gulan borða eftir Pablo Picasso verður til sýnis í Listasafni Ís- lands til 4. janúar á næsta ári. Jac- queline Roque Picasso, ekkja listamannsins, gaf frú Vigdísi Finnbogadóttur höggmyndina af sjálfri sér og afhenti Vigdís Lista- safni Íslands höggmyndina til varð- veislu 1988. Síðan þá hefur hún ver- ið sýnd oftar erlendis en hér á landi, enda talin afar sérstæð. Picasso-verk til sýnis í Listasafni Íslands Jacqueline, verk Picassos. 30% banaslysa í umferðinni hér á landi verða vegna þess að ökumað- ur er undir áhrifum, samkvæmt til- kynningu frá VÍS. Þar segir að margir flaski á því að leggja of snemma af stað eftir að áfengis er neytt, langan tíma getur tekið að brjóta niður áfengið og tímalengdin mismunandi milli fólks. Góð þumal- puttaregla sé að það taki líkamann u.þ.b. eina klukkustund að brjóta niður hvern einfaldan áfengisdrykk eftir að drykkju er hætt. Ef vínandamagn í blóði mælist 0,5 til 0,6 prómill, sem er lægsta gildi sem sektað er fyrir, er sektin 70.000 kr. ásamt sviptingu ökuleyf- is í tvo mánuði, skv. tilkynningunni. Ekki leggja of snemma af stað STUTT „Mér sýnast margir einstaklingar ganga þarna upp en ekki stórir skipulagðir hópar,“ sagði Anders Hansen í Heklusetrinu á Leirubakka í Landsveit. Hann var spurð- ur hvort dregið hefði úr Heklugöngum eftir að viðvörun- arskilti voru sett við gönguleiðir á fjallið. Fólk gengur þar upp nær daglega, mismargir eftir veðri. Enn er svo- lítill snjór á Heklu. Gangan upp og niður tekur 5-6 tíma. „Ef fer að gjósa þá er hver og einn á sína ábyrgð,“ sagði Anders. „En því er ekki að leyna að stundum sýn- ist manni að fólki finnist meira spennandi að fara upp á Heklu þegar svona skilti blasir við. Því finnst gaman að segja frá því eft- irá að það hafi verið á þessum hættulega stað.“ Margir ganga á Heklu HÓPAR FARA EKKI LENGUR Á ELDFJALLIÐ Anders Hansen
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.