Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 28
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Áform um hótel við Lækjargötu, þar sem útibú Íslandsbanka hefur verið til húsa, eru ekki ný af nálinni. Árið 2005 voru kynntar hugmyndir af þá- verandi aðstandendum verkefnisins; þróunarfélaginu Þyrpingu, Glitni og fleiri aðilum, en þær hlutu ekki náð fyrir augum borgaryfirvalda. Unnar voru nýjar tillögur 2007, en þá voru Flugleiðahótelin (nú Icelandair- hotels) komin að verkefninu. Þóttu þær hugmyndir of stórtækar og arki- tektar beðnir að taka meira tillit til umhverfisins. Enn tóku arkitektar til við breyt- ingar, sem kynntar voru skömmu fyr- ir hrunið 2008. Áformin voru síðan lögð til hliðar og Íslandsbanki sagði sig frá verkinu, en forverinn, Glitnir, hafði hugmyndir um að banki yrði starfræktur á fyrstu hæð hótelsins. Þessi þróun á útlitinu sést nánar á myndunum hér að ofan, en teikning- arnar voru allar unnar af THG Arki- tektum, að beiðni Þyrpingar og sam- starfsaðila félagsins. Til samanburðar er birt mynd hér til hliðar af tillögu Teiknistofunnar Glámu-Kím sem bar sigur úr býtum í nýlegri samkeppni núverandi aðila hótelverkefnisins, Ís- landshótela og Minjaverndar. Tekið upp í skipulagsráði Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var for- maður skipulagsráðs á árunum 2008- 2010 og hefur átt sæti í umhverfis- og skipulagsráði frá stofnun ráðsins árið 2010. Hann segir athyglisvert hvern- ig hugmyndir um hótelbyggingar við Lækjargötu hafa tekið breytingum í tímans rás. Ýmsar tillögur hafi verið lagðar fyrir skipulagsráð og hugnast Júlíusi ekki nýjasta tillagan. Telur hana ekki taka nægt tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er í miðbæ Reykjavíkur. Júlíus hyggst taka málið upp þegar ráðið kemur úr sumarfríi og vonast til þess að hótelbyggingunni verði breytt þannig að hún falli betur inn í umhverfið. Þá hefur Júlíus óskað eft- ir því við formann ráðsins, Hjálmar Sveinsson, að fundað verði með þeim fornleifafræðingum sem staðið hafa fyrir uppgreftri í grunni fyrirhugaðs hótels. Vill Júlíus að hugað verði vel að varðveislu þeirra muna sem fund- ist hafa. Júlíus sat ekki í skipulagsráði árið 2005 en árið eftir settist hann í borg- arstjórn. „Ég veit að skipulagsráð tók ekki vel í þessar fyrstu hugmyndir,“ segir hann en svipað var upp á ten- ingnum 2007. Þá beindi skipulagsráð því til arkitektanna að láta útlitið taka mið af næsta umhverfi. „Gömlu húsin í kring, eins og Iðn- aðarmannahúsið, Iðnó og Miðbæj- arskólinn, eru miðað við bygging- artímann óvenju stór hús en engu að síður vel gerð og í raun fínleg, eins og gluggaumgjarðir og annað. Þar er ákveðinn útgangspunktur sem maður hefði viljað sjá í núverandi tillögu. Það er mikilvægt að vel takist til og að ekki verði unnið í einhverjum asa undir mikilli pressu. Ég skil vel að lóðarhafi vilji byggja sem fyrst og skipulagsráð þarf að hafa það í huga. Aðalatriðið er þó að vanda sig og við megum ekki gleyma okkur í ein- hverjum flýti,“ segir Júlíus Vífill, sem telur að vinna þurfi vinningstillöguna í nýjustu samkeppninni mun betur. „Þó að margt sé þarna vel útfært þá þurfa menn að setjast aftur að teikniborðinu og koma með nýjar hugmyndir áður en ég get fallist á þær. Samkeppnin útaf fyrir sig er ekki bindandi fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ segir Júlíus Vífill. Telur þá fyrstu vera besta Halldór Guðmundsson hjá THG Arkitektum segist sjálfur vera hrifn- astur af fyrstu tillögunni, útfrá sjón- arhóli arkitekts. Teiknistofan hafi komið að gerð deiliskipulagstillögu fyrir Þyrpingu og samstarfsaðila. Sömuleiðis hafi honum þótt tillagan frá 2007 verið vel heppnuð. „Borgarskipulaginu fannst þessar tillögur hins vegar of stórar og ekki passa inn í miðbæinn. Við vorum beð- in að gjörbreyta útlitinu og hafa það meira í takt við eldri byggingar í kring,“ segir Halldór, og bendir á að tillaga þeirra frá 2008 hafi falið í sér mun stærra hús en núverandi áform séu um við Lækjargötu. Þá hafi verið gert ráð fyrir að lóðirnar við Vonar- stræti 4 og Lækjargötu 12 yrðu sam- einaðar, vegna áætlana um að fyrr- nefnda lóðin yrði keypt af borginni. Halldór og hans stofa tók ekki þátt í hugmyndasamkeppni Íslandshótela og Minjaverndar. Hann segist ekki vilja tjá sig mikið um vinningstillög- una, hún sé þó ekki mikið í takt við eldri húsin í kring en með því sé hann ekkert að segja að tillögur THG Arki- tekta hafi verið eitthvað betri. Þær beri keim af þenslunni sem þá var uppi. „Á árunum fyrir hrun var allt svo stórt og mikið og umhverfið allt ann- að en það er í dag.“ Hóteláform taka breytingum  Borgaryfirvöld hafa fjallað um mismunandi tillögur að hóteli við Lækjargötu  Borgarfulltrúi ekki hrifinn af nýjustu vinningstillögunni og vill breytingar  Meira tillit verði tekið til eldri húsa í grennd 2008 Horft suður eftir Lækjargötu, hótelið líkara umhverfinu. Tölvuteikning/Gláma-Kím 2015 Vinningstillaga Glámu-Kím í hugmyndasamkeppni Íslandshótela og Minjaverndar um byggingu hótels á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Ekki er um endanlegt útlit að ræða og umfjöllun er eftir í borgarkerfinu. 2007 Bakgarður hótels við Lækjargötu, eins og til stóð þá.2007 Ný tillaga komin fram og hótelið meira líkt íbúðum.2005 Fyrsta tillagan sem THG Arkitektar voru látnir vinna. 2008 Svona hefði götumyndin við Lækjargötu geta orðið.2008 Útlit sömu hóteltillögu, séð eftir Vonarstrætinu. Tölvuteikningar/THG Arkitektar Júlíus Vífill Ingvarsson Halldór Guðmundsson ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.