Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 34
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Keppnistíðin í formúlu-1 er nú hálfn- uð og liðin komin í fjögurra vikna sumarfrí sem lýkur með belgíska kappakstrinum í Spa Francorc- hamps 23. ágúst. Þar koma til fram- kvæmda reglur sem taka fyrir að- stoð sem veita má ökumönnum frá stjórnborði við ræsingu kappakst- urs. Misheppnuð ræsing beggja bíla Mercedes-liðsins hefur sett svip sinn á tvö síðustu mót og hleypt miklu fjöri í keppnina. Nýju reglurnar gætu átt eftir að valda enn frekari sviptingum. Um liðna helgi fór eitt tilþrifa- mesta mót ársins fram í Hungaror- ing við Búdapest. Hafi Mercedes- liðið verið í skýjunum vegna drottn- unar í flestum mótum fram að því hrapaði það harkalega niður á jörð- ina í Ungverjalandi. Sebastian Vet- tel hjá Ferrari drottnaði í keppninni og er allt í einu orðinn „heitur“ í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur eflaust ekki hvarflað að mörgum, að Vettel myndi leiða kappaksturinn frá fyrstu beygju til þeirrar síðustu. Ásamt liðsfélaga sínum Kimi Räikkönen þaut hann fram úr báðum bílum Mercedes á fyrstu metrunum og leit aldrei aftur eftir það. Hófu þeir keppni í þriðja og fimmta sæti. Lewis Hamilton og Nico Rosberg áttu ömurlegan dag sem þeir vilja eflaust sem fyrst gleyma. Þótti sannast með því að silfurörvar Mercedes eigi á brattann að sækja að skilvirkni og getu þegar þær þurfa aka á eftir öðrum bílum í upprótuðu lofti. Sérstaða þeirra felst í mun meiri straumfræðilegri skil- virkni þegar enginn er í veginum og ótruflaður loftstraumur leikur um bílana. Ekki hrifinn af spagettí Um síðir bilaði rafeindabúnaður í vélbúnaði Räikkönen og kom í veg fyrir tvöfaldan sigur Ferrari, þann fyrsta frá 2010. Sigurinn var sá 41. á ferli Vettels en þar með hefur hann jafnoft staðið á efsta þrepi verð- launapalls og brasilíska kappakst- ursgoðið Ayrton Senna. Aðeins Frakkinn Alain Prost (51) og Mich- ael Schumacher (91) hafa sigrað oft- ar. Vitaskuld fögnuðu liðsmenn Ferrari ákaft og með sínu lagi. Liðs- stjórinn Arrivabene lýsti hughrifum sínum svo eftir kappaksturinn: „Ég er ítalskur en finnst spagettí ekki gott. Ég kýs frekar pizza all’arrabb- iata. Það þýðir „reiðiþrungin pizza“ og hún er uppáhaldsrétturinn minn.“ Svo virtist sem yfirburðirnir kæmu Vettel á óvart en hann og Ferrari minntu þó alla rækilega á sig með sigri í Malasíukappakstr- inum, öðru móti ársins, í marslok. Í millitíðinni drottnaði þó Mercedes og bjuggust allir við áframhaldi á því í Búdapest, ekki síst í ljósi þess að Hamilton og Rosberg höfðu unnið átta af fyrstu níu mótunum. Og með tilliti til yfirburða Mercedes í fyrra hefur verið talið að titilslagurinn yrði milli þessara tveggja. En eftir sigur Vettels á sunnudag verður hann ekki afskrifaður. Er hann að- eins 42 stigum á eftir Hamilton og 21 stigi á eftir Rosberg þegar níu mót eru eftir. Nú heitir Vettel því að reyna sitt besta þótt hann segi liðið þurfa bæta bílana enn fremur til að eiga mögu- leika. „Það er langt í land með að komast jafnfætis þeim, en maður veit aldrei hvað getur gerst. Eitt er víst; við munum gera gjörsamlega allt sem við hugsanlega getum til að gera það ómögulega mögulegt. Besta leiðin til þess er að halda ró sinni og reyna sitt besta og bíða svo og sjá hvert leiðangurinn ber okk- ur.“ Það er sama hvernig á það er litið, ungverski kappaksturinn var ein- staklega fjörlegur og skemmtilegur fyrir augað. Hvað eftir annað skelltu ökumenn saman hjólum í návígi og stöðubaráttu á braut sem hingað til hefur ekki þótt mikil til framúrakst- urs. Á því varð breyting nú og form- úlan sýndi hvers megnug hún er og öflug íþrótt þegar vel tekst til. Nóg var af dramatík, spennu, óstýrilæti, glettni, gáska og hryggð keppnina út í gegn, þar sem allir virtust ætla að fá sinn skammt af óförum. Óvæntir hlutir áttu sér stað upp alla bílaröð- ina og meðal þess markverða var að báðir McLaren-bílarnir luku keppni í stigasæti og Fernando Alonso varð fimmti í mark. Kallaði hann það „lít- ið kraftaverk“. „Eins og heimskingjar núna“ Allt þetta varð til þess að gamli heimsmeistarinn Niki Lauda, núver- andi stjórnarformaður Mercedes-- liðsins, lét gagnrýnendur form- úlunnar hafa það óþvegið – rétt eins og hann hafi lengi beðið eftir tæki- færi til þess. „Þeir sem segja að formúlan sé leiðinleg líta út eins og heimskingjar núna,“ sagði Lauda eftir kappaksturinn tilþrifamikla og sviptingasama í Búdapest. Liðs- stjórinn Toto Wolff tók undir með Lauda og sagði: „Frábær kapp- akstur fyrir formúlu-1 – bara ekki fyrir okkur.“ Alráðurinn Bernie Ecclestone gekk þar til sem Wolff ræddi við blaðamenn og þakkaði honum fyrir að gera kappaksturinn svo skemmti- legan. „Þið þurftuð nú ekki að stökkva í sjóinn til þess,“ sagði hann. Mikinn meirihluta mótssigra í ár hefur sá ökumaður unnið sem fyrst- ur hefur orðið inn í fyrstu beygju eft- ir ræsingu. Er það til marks um mik- ilvægi þess – öllu heldur forskots sem það gefur – að aka í óröskuðum loftstraumi. Hin lamandi hönd kviku fyrir aftan annan bíl er eitt af ein- kennum formúlunnar sem seint verður yfirstigið. Kappaksturinn á sunnudag í Búdapest markaði lok yfirburða – og stundum leiðinlegrar drottnunar Mercedes-liðsins sem hóf öll fyrstu 10 mótin á ráspól og vann átta þeirra. Annað mótið í röð gekk allt úrskeiðis hjá liðinu í ræsingunni. Nýjar reglur um ræsingu koma til framkvæmda í næsta móti svo heimsmeistaraliðið hefur nóg um að hugsa í sumarfríinu. Fyrsta sinn í pallsæti frá 2013 Eins og í upphafi segir er keppnin í formúlu-1 í ár hálfnuð. Þótt ung- verski kappaksturinn hafi verið sá slakasti af hálfu Mercedes í ár og verið martröð fyrir ökumennina hef- ur það að öðru leyti drottnað og er með 383 stig gegn 236 stigum Ferr- ari í keppninni um heimsmeistara- titil bílsmiða. Í þriðja sæti er Willi- ams með 151 og fjórða Red Bull með 96 stig. Nokkuð langur vegur er í næstu lið en þeirra fremst er Force India með 39 stig og síðan Lotus 35, Toro Rosso 31, Sauber 22 og McLa- ren 17. Í titilslag ökumanna eru þrír í sérflokki; Hamilton með 202 stig, Rosberg 181 og Vettel 160. Hamilton segir að kappaksturinn í Hungaroring hafi verið sá slakasti af sinni hálfu frá því í Fuji í Japan 2008 og bað hann liðsmenn sína afsökunar í talstöðinni undir lokin. Um tíma var hann utan stiga í Búdapest en þrátt fyrir útafakstur og refsingar fyrir ákeyrslu voru heilladísir hon- um ögn hliðhollar að lokum og jók hann á endanum forskot sitt á liðs- félaga sinn Nico Rosberg í titil- keppni ökumanna. Hamilton hafði verið 16 sinnum í röð á verðlauna- palli fram að Búdapest. Mótið var og hið fyrsta frá því í Brasilíu 2013 sem hvorugur ökumanna Mercedes kemst á verðlaunapall. Og ófarirnar komu í veg fyrir að Mercedes setti nýtt met með því að eiga báða öku- menn samtímis á palli tíunda mótið í röð. Rosberg var í öðru sæti undir lok kappakstursins og útlit var fyrir að hann næði forystunni af Hamilton í titilslagnum. Sem hefði verið afar óvenjulegt í ljósi yfirburða Hamil- tons í innbyrðis keppni liðsfélag- anna. Sömuleiðis var Rosberg kom- inn í návígi við Vettel og átti jafnvel möguleika á sigri, eða þar til hann Harkaleg lending hjá Mercedes  Keppnistíðin í formúlu-1 er nú hálfnuð og liðin komin í fjögurra vikna sumarfrí  Mikil tilþrif í ungverska kappakstrinum  Lið Ferrari minnir á sig  Nýjar reglur gætu valdið sviptingum Nákvæmni Í næstu mótum reynir meira á ökumanninn sjálfan við stjórn bílsins í ræsingu en hingað til. Óhapp Árekstrar og samstuð í návígi settu mikinn svip á ung- verska kappakst- urinn. 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.