Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 36

Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b orð á einnota veislufötum. Sé veislan 150manna eðameira eru a llar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIRÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím a dagsmóttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Skoðið verðin á heimasíðu okkar SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nú þegar mannkynið hefur, með hinum merku ljósmyndum af Plútó sem geimfarið New Horizons tók fyrr í mánuðinum, náð að heimsækja allar reikistjörnur sólkerfisins og eina dvergplánetu að auki, er ekki að undra að verið sé að velta fyrir sér hvaða aðrir möguleikar séu til könn- unar sólkerfisins. Í þeim vangaveltum hefur rauða plánetan Mars oftast verið nefnd og jafnvel talað um það að mannkynið komi sér upp nýlendu þar. Holl- enska fyrirtækið Mars One hefur til að mynda vakið athygli að undan- förnu, en það hyggst senda fjóra geimfara til Mars árið 2027, sem hefðu það verkefni að búa í haginn fyrir fleiri „nýlendufara,“ en ljóst yrði að þeir sem færu ættu aldrei afturkvæmt til jarðar. Í því skyni réðst fyrirtækið í viðamikla kynn- ingarherferð, þar sem auglýst var eftir hugsanlegum kandídötum. Miklar efasemdir eru uppi um það hvort Mars One-leiðangurinn sé nokkuð annað en risavaxin blekking. Úrtökuferlið, þar sem væntanlegir landnemar eru sigtaðir út, þykir til að mynda ekki upp á marga fiska og allar áætlanir óljósar. Þeir eru hins vegar ekki einir um hituna, en bandaríska geimvís- indastofnunin NASA hyggst senda mannað geimfar til Mars einhvern tímann á fjórða áratug þessarar ald- ar. Því geimfari er hins vegar ætlað að snúa aftur til jarðar með alla inn- anborðs. Kínverska geimferðastofn- unin hefur svipuð áform á prjón- unum, en hyggst ná þeim áfanga fyrr en NASA. Hvernig komumst við? Það þarf ekki að efast um það að verkefnið er risavaxið. Á milli jarð- arinnar og Mars eru að jafnaði um 225 milljónir kílómetra, en þar sem reikistjörnurnar eru báðar á hreyf- ingu getur fjarlægðin styst orðið um 56 milljónir kílómetra. Það er um það bil 145-föld sú vegalengd sem að jafnaði er á milli tungls og jarðar, og því ljóst að hér verður ekki um neinn sunnudagsbíltúr að ræða. Raunar myndi slíkt ferðalag með þeim geimförum sem mannkynið hefur nú yfir að ráða taka um sjö til níu mánuði, en það er nokkru lengra en sá tími sem geimfarar dvelja í senn í alþjóðlegu geimstöðinni. Þau sem færu í slíka ferð, sér í lagi ef ætlunin væri síðan að verða um kyrrt á Mars, myndu því glíma við erfiðustu aðstæður sem nokkur manneskja hefði séð. Þá er ekki tekinn með í reikning- inn kostnaðurinn við að senda menn út í geim, sem meðal annars ræðst af því að mjög fáar af eldflaugunum sem nú eru notaðar eru endurnýj- anlegar. Einkafyrirtækið SpaceX, sem auðkýfingurinn Elon Musk á, hefur hins vegar sett stefnuna á þró- un öflugri eldflauga sem hægt er að endurnýta, svo þær geti flutt vörur og fólk fram og til baka frá Mars. Sjálfur hefur Musk sett stefnuna á að koma mönnuðu fari til Mars árið 2027, en hann segist áætla „varlega“ að til þess að slík nýlenda gæti lifað af þyrfti 100.000 ferðir til og frá jörðu og obbinn af þeim yrði til þess að flytja þær vörur sem þyrfti til þess að halda uppi milljón manns, sem er það lágmark sem Musk sér fyrir sér að muni þurfa til þess að nýlendan geti borið sig. Hvernig á að lifa af? Í ljósi hins langa ferðatíma verður sjálfbærni nýlendunnar eitt af for- gangsatriðunum sem þarf að huga að þegar landnemarnir koma til Mars. Manneskjur og matjurtir munu þurfa endurnýjanlegar vatns- birgðir og súrefni sem hvorugt er til staðar á Mars í dag. Líklega verður helsta áskorunin sú að stýra væntanlegu andrúmslofti innan híbýlanna á Mars þannig að líf geti þrifist þar, en verkfræðingar við MIT-háskóla áætluðu að miðað við þær forsendur sem Mars One- leiðangurinn hefði gefið sér myndi fyrsti landneminn kafna um það bil tveimur mánuðum eftir að geimfarið lenti, þar sem plöntumagnið sem þyrfti til fæðuframleiðslu myndi framleiða of mikið súrefni og gera andrúmsloftið eitrað. Það virðast því við fyrstu sýn vera nokkrar hindranir í vegi fyrir því að mannkynið geti sest að á Mars, hvað þá að það gerist á næstu tíu til fimm- tán árum, líkt og bjartsýnustu menn vona. Nóbelsverðlaunahafinn og eðl- isfræðingurinn Gerard ’t Hooft, sem hefur veitt Mars One-verkefninu ráðgjöf, segir til að mynda raunhæf- ara að áætla að hundrað ár séu í það að mannkynið leggi Mars undir sig. Engu að síður telur Hooft enga ástæðu til þess að letja fólk til far- arinnar, eða til að draga kjarkinn úr aðstandendum Mars One. „Leyfum þeim að vera bjartsýnir og sjáum til hversu langt það fleytir þeim áfram.“ Verður lífsvon á Mars?  Mannað geimflug til rauðu plánetunnar áætlað á næstu áratugum  Metnaðarfullir draumar um mannvist á Mars  Ýmsar hindranir sem þarf að ryðja úr vegi áður en það verður mögulegt Ljósmynd/NASA Öflug eldflaug Bandaríska geimferðastofnunin prófaði í apríl nýja gerð af eldflaugum, SLS, sem er m.a. ætlað að flytja geimfara til Mars árið 2035. Ljósmynd/Mars One Svikamylla eða möguleiki? Á þessari tölvugerðu mynd frá Mars One-verkefninu sést hvernig aðstandendur sjá fyrir sér híbýli landnemanna sem ætlað er að lenda á Mars árið 2027. Miklar efasemdir eru þó um verkefnið. Mars er ein af þeim reikistjörnum sem sýnilegar eru á næturhimn- inum og hefur því verið þekkt frá því í fornöld. Reikistjarnan er um helmingi minni að ummáli en jörð- in, en vegna þess að engin höf eru á Mars er yfirborð hennar svipað að flatarmáli og allt þurrlendi á jörðu. Líkt og jörðin hefur Mars tvo heimskautspóla, þar sem íshella liggur yfir. Hefur því kviknað sú von meðal geimvísindamanna að úr þeim mætti vinna drykkjarhæft vatn fyrir þá geimfara sem myndu flytja til rauðu plánetunnar. Þá eru einnig bundnar vonir við það að landnemarnir gætu unnið hráefni úr jarðveginum á Mars, en rauði litur reikistjörnunnar kemur til vegna járnoxíðs í jarðveginum. Mars glataði segulsviði sínu fyrir um 4 milljörðum ára, sem þýddi það að andrúmsloft stjörnunnar var óvarið fyrir sólvindum. Það er því alls óhæft til þess að viðhalda lífi, og samanstendur nánast nær ein- göngu af koldíoxíði, eða 96%. Ljósmynd/NASA Rauða plánetan Yfirborð Mars er rauðleitt vegna járnoxíðs í jarðvegi. Mannkynið hefur sent ýmis könnunarför til plánetunnar á síðustu árum. Vatn og járn til staðar á Mars  Andrúmsloftið mjög ólífvænt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.